Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Blaðsíða 34
föstudagur 17. október 200834 aftur og aftur hefur verið talað um hinn fámenna hóp auð- manna sem stóðu fyrir útrásinni svokölluðu. að þeir séu mennirnir sem skuldsettu þjóðina og beri mikla ábyrgð, ásamt sofandi stjórnvöldum og eftirlitsstofnunum, á því hvernig komið er fyrir hagkerfi Íslands. Þessir menn risu hátt á öldu góðærisins en skullu harkalega á klettavegg kreppunnar. dV tók saman lista yfir helstu útrásarvíkingana og „afrek“ þeirra. Pálmi Haraldsson Athafnamaðurinn Pálmi Haraldsson, forstjóri eignarhalds- félagsins Fengs, er án efa einn af útrásarvíkingum landsins. Pálmi er fæddur 21. janúar árið 1960. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Ármúla og hélt síðan til náms í Gautaborg þar sem hann lauk viðskiptafræðiprófi og MSc- meistaragráðu í reikningshaldi með sérstakri áherslu á endurvakningu félaga í erfiðleikum. Viðskiptahæfileikar Pálma þykja óumdeildir og talað hefur verið um að hann sjái tækifærin langt á undan öðrum. Einkahlutafélagið Fons á meðal annars fjórðungshlut í 365 miðlum, stærsta fjölmiðlafyrirtæki Íslands, en Pálmi á sjálfur rúmlega 40% hlut í Fons. Pálmi hefur einnig komið að rekstri lágflugfargjaldafélagsins Sterling. Þá hefur Pálmi hagnast mikið á hlutabréfaviðskiptum undanfarin ár. Eins og aðrir viðskiptajöfrar þjóðarinnar hefur Pálmi þó fengið að finna fyrir íslensku kreppunni og hafa ýmsar sögur af erfiðleikum í rekstri fyrirtækja hans verið á sveimi. Fyrr í vikunni neitaði hann því alfarið að Sterling ætti í erfiðleikum en sagðist þó gjarnan vilja fá nýja fjárfesta inn í félagið til að styrkja rekstur þess. Hann hafnaði einnig þeim sögusögnum að hlutur félags síns í flugfélaginu Ticket væri nú í höndum ríkisins eftir hrun Landsbankans. Ætli tíminn einn muni ekki leiða örlög þessa mikla athafnamanns í ljós, rétt eins og allra félaga hans um borð í íslenska útrásarvíkinga- skipinu. Sigurður Einarsson Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarfor- maður Kaupþings, var aðalmaðurinn á bakvið útrás bankans. Þegar DV spurði Sigurð á sínum tíma hvað honum þætti minnis- stæðast á árinu 1999 sagði hann: „Vel heppnuð einkavæðing Landsbanka og Búnaðarbanka. Það var stóratburður og vel heppnuð sala og boðar ábyggilega áframhaldandi einkavæðingu.“ Sú varð vissulega raunin og bankarnir allir þrír, sem þá hétu Búnaðarbanki, Íslandsbanki og Landsbanki, uxu með ofsahraða. KB banki, síðar Kaupþing, hélt áfram að hlaða utan á sig eignum en í júní 2004 keypti bankinn danska fjárfestingarbank- ann FIH fyrir 84 milljarða króna. Bankinn hagnaðist um rúmlega sjö milljarða á kaupunum en Landsbankamenn voru komnir til Svíþjóðar og ætluðu að kaupa bankann. Með kaupunum var Kaupþing orðið þrisvar sinnum stærra en Íslandsbanki sem seinna varð Glitnir. Árið 2005 voru Sigurður og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri bankans, kosnir menn ársins í atvinnulífinu að mati Frjálsrar verslunar. Fyrir árið 2006 fengu þeir félagar hvorki meira né minna en 300 milljónir í laun saman. Sigurður um 170 milljónir og Hreiðar um 140. Ævintýrið endaði svo fyrir skömmu þegar Bretar beittu hryðjuverkalögunum á Landsbankann. Sú litla tiltrú sem eftir var á íslensku efnahagslífi fór út um gluggann og Kaupþing féll. Lýður og Ágúst Guðmundssynir í Bakkavör Bakkavarar-bræður voru á meðal þeirra sem efnuðust hvað mest á uppganginum í íslenska fjármálaheiminum. Þeir stofnuðu Bakkavör árið 1987 og hafa stýrt fyrirtækinu allar götur síðan. Bakkavör gekk inn í Meið, sem síðar varð Exista, fyrir sex árum. Við gjaldþrot Kaupþings varð kjölfestueign Existu í bankanum að engu. Markaðsverðmætið var 134 milljarðar króna. Í framhaldinu keyptu bræðurnir Bakkavör út úr Existu fyrir 8,4 milljarða króna. Lýður sagði við Fréttablaðið að salan væri neyðarráð til bjargar verðmætum. „Þróun mála er þyngri en tárum taki,“ bætti hann við en tók fram að hlutur Existu í Kaupþingi hefði verið skuldlaus og því kæmi þrotið ekki eins harkalega við félagið og ætla mætti. Gunnar Smári Egilsson Gunnar Smári á að baki langan og skrautlegan fer- il í fjölmiðlum. Lengst af var hann utangarðsmaður á íslenskum blaðamarkaði og á heiðurinn af ófáum götublöðum sem öll lognuðust út af eða fóru á hausinn. Gunnari Smára er að mestu eignaður heiðurinn af velgengni Fréttablaðsins. Sú ævintýralega velgengni gerði hann að milljónamæringi og kom honum í yfirburðastöðu á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Blaðið fór að vísu á hausinn eftir fyrsta starfsárið en Gunnari Smára tókst að endurreisa Fréttablaðið með liðsinni Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Þegar peningar og auglýsingar Baugs komu inn í reksturinn varð uppgangur Fréttablaðsins með ólíkindum. Það malaði eigendum sínum gull og Jón Ásgeir treysti því Gunnari Smára til þess að stýra Dagsbrún en þá var gamli götublaðastrákurinn allt í einu orðinn æðsti stjórnandi Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vodafone. Í þessari draumastöðu rann útrásarhamurinn á Gunnar Smára sem keypti prentsmiðju í Bretlandi og lagði grunninn að fríblaðaútrás í Danmörku með Nyhedsavisen og í Bandaríkjunum með Boston Now. Honum mistókst þó algerlega að endurtaka Fréttablaðsævintýrið í útlöndum og bæði þessi blöð lögðu upp laupana með gríðarlegu tapi. Þá tapaði Dagsbrún stjarnfræðilegum upphæðum í tíð Gunnars Smára sem hvarf af vettvangi og hefur lítið haft sig í frammi síðustu misseri. Björgólfur Guðmundsson Þó að umsvif Björgólfs hafi verið mest hér á landi markaðist upprisa hans eftir Hafskipsmálið af vel heppnaðri útrás. Björgólfur hlaut dóm fyrir þátt sinn í Hafskipsmál- inu svokallaða en átti síðar eftir að rísa upp aftur með eftirminnileg- um hætti. Hann tók við Vikingbrugg á Akureyri. Reksturinn fyrir norðan gekk vel og svo fór að hann fylgdi verksmiðjunni til Rússlands. Sonur hans, Björgólfur Thor, var með í því ævintýri. Þeir feðgar stofnuðu svo bruggverksmiðjuna Bravo ytra, ásamt Magnúsi Þorsteinssyni, og óhætt er að segja að það ævintýri hafi gengið vel því á endanum seldu þeir Bravo fyrir 400 milljónir dala til Heineken. Eftir það sneru feðgarnir heim og keyptu ráðandi hlut í Landsbankan- um fyrir 12 milljarða. Fyrir hrunið var bankinn metinn á um 240 milljarða króna. Þegar Björgólfur og sonur hans og nafni höfðu fengið bjórmilljarðanna í hendur tók Björgólfur yngri að mestu við útrásinni. Helsta útrás Björgólfs eldri var fólgin í kaupum hans á knattspyrnufélaginu West Ham United. Liðið heldur enn velli þrátt fyrir miklar hrakfarir Björgólfs og þjóðarinnar undanfarið. Bjarni Ármannsson Bjarni var bankastjóri Glitnis, áður Íslandsbanka, allt frá því Fjárfestingarbanki atvinnulífsins sameinaðist Íslandsbanka árið 2000 (fyrst um sinn ásamt Val Valssyni). Bjarni var afar farsæll í því starfi og bankinn óx og dafnaði. Bjarni var afar vel liðinn hjá samstarfsfólki og umtalað hversu mannlegur hann væri miðað við ýmsa aðra fjármálamógúla. Áhersla hans á fjölskyldu- gildi og maraþonhlaup féll í kramið innan fyrirtækisins. Segja má að Bjarni hafi hætt í útrásarmaraþoninu á hárréttum tíma þegar hann lét stjórn Glitnis í hendur Lárusar Welding snemma á síðasta ári. Bjarni varð stjórnarformaður REI eftir að hann hætti hjá Glitni en félagið fékk vægast sagt harkalega lendingu strax í flugtaki í fyrrahaust eins og frægt er orðið. Þó skal aldrei segja aldrei og Bjarni gæti lumað á einhverjum trompum þar sem hann hefur það nú náðugt í Noregi. Árið 2007 hafði Barni nærri þrefalt hærri tekjur en árið 2006 þegar hann var forstjóri Glitnis. Þegar Bjarni hætti fékk hann níu hundruð milljóna króna starfslokasamn- ing. Samkvæmt tekjublaði Mannlífs fyrir síðasta ár hafði bankastjórinn þáverandi um það bil sextán milljónir í laun á mánuði. Bjarni, sem nú starfar sem sjálfstæður fjárfestir, hafði 44,8 milljónir króna í mánaðarlaun á síðasta ári. Stór hluti tekna Bjarna skýrist væntanlega af starfslokasamningi hans við Glitni. Helgarblað FíFldjarFir víkingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.