Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Blaðsíða 20
Þeir Bakkabræður, Ágúst og Lýður Guðmundssynir, eru miklir smekk- menn en þeir standa nú báðir í bygg- ingu sumarhúss, einn í Fljótshlíð en hinn við Þingvallavatn. Ágúst er þó heldur hóflegri en bróðir hans þar sem sumarhúsið hans er 900 fer- metrum minna en Lýðs. Það er þó ekki vegna peningaleysis enda notar Ágúst þyrlu við bygginguna. Steypir með þyrlu Fjölmargir gestir og nágrann- ar í þjóðgarðinum kvörtuðu sáran í sumar þegar þyrlur fóru að sveima yfir Þingvöllum með tilheyrandi há- vaðamengun. Frétt þess efnis birtist í fjölmiðlum í júlí en þó var ekki tekið fram að þyrlan væri á vegum Ágústar. Þyrlan fékk það verkefni að sækja steypu í steypubíl Mest og fljúga síðan með hana að sumarhús- inu, sem er á Valhallarstíg 15, þar sem vaskir verka- menn dreifðu henni um grunninn. Þingvallanefnd var þó fljót að taka í taumana, með Björn Bjarnason dómsmálaráðherra í broddi fylking- ar, og bannaði þyrlur yfir sumartím- ann eða frá miðjum júlí til 1. október. Bannið er því ekki lengur í gildi en þó sjást engar þyrlur. Vill lítið láta á sér bera Ekki er hægt að kenna peninga- leysi auðmanna um það að engar þyrlur hafa sést á Þingvöllum eft- ir 1. október heldur vilja sveitungar og verkamenn á svæðinu, sem DV ræddi við, meina að Ágúst vilji ekki flagga auðæfum sínum í kreppunni. Þess vegna sótti Ágúst um undan- þágu vegna notkunar á sérstökum steypufjórhjólum sem núna keyra um Valhallarstíginn. Undir venju- legum kringumstæðum má aðeins ganga um þennan stíg en ekkert er þó venjulegt í kringum byggingar- gleði auðmannanna. Engin gæsla er í kringum bygg- ingarsvæðið á Þingvöllum enda er þjóðgarðurinn eign allra Íslendinga. Smátt út af reglum DV greindi frá því í gær að bróðir Ágústar, Lýður Guðmundsson, væri að byggja þúsund fermetra glæsi- villu í Fljótshlíðinni. Sumarhús Ág- ústar er níu sinnum minna eða tæp- lega hundrað fermetrar. Lýður er þó ekkert ríkari en Ágúst. Ástæðan fyrir stærðarmuninum er einfaldlega sú að reglugerð er snýr að byggingum í þjóðgarðinum segir að sumarhús megi ekki vera stærri en níutíu fermetrar. Einhverjir auð- menn á svæðinu virðast þó hafa farið yfir þá stærð því sumir grunnar sem nú þegar hafa verið steyptir eru tölu- vert stærri en níutíu fermetrar. En hvað ætli níutíu fermetra sumarhús kosti í dag? 250 milljóna sumarhús Samkvæmt heimildum DV er áætlaður kostnaður við gerð sumar- húss Ágústar í kringum 250 milljónir króna. Það verður að teljast ansi há fjárhæð fyrir aðeins níutíu fermetra föstudagur 17. október20 Helgarblað BakkaBróðir Byggir með þyrlu Einhverjir auðmenn á svæðinu virðast þó hafa farið yfir þá stærð því sumir grunnar sem nú þegar hafa verið steyptir eru töluvert stærri en níutíu fer- metrar. Steypuþyrla Ágústar Þyrlan fór fjölmargar ferðir í sumar með steypu að sumarhúsi Ágústar eða þar til Þingvallanefnd bannaði allt þyrluflug í þjóðgarðinum til 1. október síðastliðins. Atli MÁr GylfASon blaðamaður skrifar: atli@dv.is Bakkabróðirinn Ágúst Guðmundsson fer nýjar leiðir við byggingu 250 milljóna króna sumarhúss við Þingvallavatn. Sumarhúsið er á besta stað inni í sjálfum þjóðgarðinum en Ágúst hefur meðal annars notað þyrlu til að flytja steypu að grunni hússins. Undan- farið hefur Ágúst þó látið bera minna á framkvæmdum og í stað þyrlunnar eru komn- ir verkamenn á sérstökum steypufjórhjólum. Fleiri auðmenn byggja á Þingvöllum en lóðirnar í þjóðgarðinum eru með dýrustu sumarhúsalóðum á Íslandi. lýður Guðmundsson byggir töluvert stærra sumarhús en bróðir hans eða samtals 900 fermetrum stærra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.