Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Blaðsíða 23
föstudagur 17. október 2008 23Umræða Lífið heldur áfram að ganga sinn vanagang þrátt fyrir dauða ný- frjálshyggjunnar sem lofaði gulli og grænum skógum með sykursætu brosi og kembdum vanga. Og enda þótt hin glennulega maddama hafi reynst rækallans lygamörður sem ætlaði sér aldrei neitt annað en að mala gull handa þeim sem áttu nóg af því fyrir – heldur lífið áfram að ganga sinn vanagang og það mun rigna og snjóa jafnt á réttláta sem rangláta. Raunar er það ekkert leyndar- mál að hið liðna góðæri með öll- um sínum glamúr bankaði alls ekki upp á hjá öllum þótt það væri sjald- an nefnt. Það er létt að fullyrða að á góðærisballinu hafi kjör hinna verst settu alls ekki verið góð, þeir hafi alltaf þurft að velta fyrir sér hverri einustu krónu, þeir hafi aldrei átt afgang til að kaupa hlutabréf hvað þá að þeir hafi getað lagt pen- inga í áhættusjóði; þeirra mál hafi alla daga snúist um það að skrimta. Af- komu- og bjargráð öryrkja og ann- ars láglaunafólks munu því örugg- lega koma mörgum manninum að notum næstu misserin þegar fjölg- ar í hópi þeirra sem ekkert eiga. Nema hvað, staðreyndin er sú að þrátt fyrir dauðsföll banka, niðurlægingu stóreignamanna og stjórnleysi stjórnmálamanna breytast náttúrulögmálin ekkert; við verðum bara að muna hver þau eru. Grunnurinn verður alltaf sá sami og hringrásin heldur áfram einsog ekkert hafi gerst og hún spyr ekki um kreppu. Fólk heldur áfram að fæðast og deyja, dagur og nótt skiptast á vöktum, náttúran litverp- ist, allt rennur sitt skeið og í öllum vanaganginum heldur fólk áfram að reyna að skilja veröldina. Og núna – akkúrat núna – vilja menn skilja hvernig þeir eiga að halda áfram sínu venju- bundna lífi í öllum tvöföldu skilaboðunum. Fólk á nefnilega erf- itt með að skilja þegar ráðamenn halda því fram að það hafi ekki verið mistök að selja bankana til einkaað- ila því með einkavæðingunni hefðu komið svo mikil verðmæti, nýsköp- un og úsandi kraftur. En svo hafi það gerst mitt í öllum látunum að menn bara steingleymdu að frelsinu fylgdi ábyrgð og því hafi allir verið ábyrgð- arlausir, stjórnmálamenn, stjórn- endur fyrirtækja, fjölmiðlar og eftir- litsstofnanir. Þetta segja ráðamenn fullum fetum og því verður maður að krefjast þess að það verði ekki eina ferðina enn þeir sömu og fóru með hið misnotaða vald og gleymdu ábyrgð sinni sem dæma í eigin sök. Því fari svo getum við sannarlega átt von á að upp rísi aftur sú lokkandi nýfrjálsa skepna sem telur fátækt- ina náttúrulögmál rétt einsog flóðið og fjöruna og birtuna og myrkrið og daginn og nóttina. Það má ekki gerast; stöndum saman um það þegar við velj- um fólk til að stokka spilin upp á nýtt með það í huga að hér verði réttlátt samfélag í framtíð- inni. Hver er maðurinn? „Þorsteinn stephensen, framkvæmdastjóri og eigandi Hr. örlygs.“ Hvað drífur þig áfram? „einhver innri orka. Ég hef alltaf nægan drifkraft.“ Hvar ertu uppalinn? „Í reykjavík, á Þórsgötu.“ ‘70, ‘80 eða ‘90? „Ég hef mestan áhuga á nútíðinni.“ Hvernig er lífið í Madríd? „Það er yndislegt þegar maður getur verið þar.“ Hvernig er að búa á tveimur stöðum? „Það hefur ýmsa kosti. Það er skemmtilegt en getur verið erfitt.“ Af hverju tónleikahald? „Það er nú eiginlega tilviljun. Þetta er spennandi og krefjandi starf sem hentar mér vel. Þetta er skorpu- vinna.“ Hvernig kviknaði hugmyndin að fyrstu Airwaves-hátíðinni? „upp úr þeirri augljósu staðreynd að það vantaði tónlistarhátíð á Íslandi og þeirri sannfæringu að þetta gæti gengið.“ Kom þróun hátíðarinnar þér á óvart? „Ég hugsa að fyrir tíu árum hefði mér ekki órað fyrir því að hún myndi dafna svona hratt og stækka. en á svona þriðja ári áttaði ég mig á að hún yrði stór.“ Er erfitt að halda hátíðina í núverandi efnahagsástandi? „Í grunninn er þetta eins þótt eitthvað sé erfiðara en áður.“ Hvaða band hlakkar þú mest til að sjá að þessu sinni? „Ég hlakka mikið til að sjá Pnau frá Ástralíu.“ Einhver draumasveit sem þú vildir sjá á hátíðinni? „Ég er bara með hugann við það sem er í gangi. Það eru engin markmið komin fyrir næsta ár.“ Hver er besta hátíðin af þeim níu sem á undan komu? „Það er erfitt að gera upp á milli barnanna sinna.“ Eitthvað að lokum? „gleðilega hátíð!“ Góðæri og náttúrulögmál EndAstöðin Hringrás tekur við efni til förgunar eða endurvinnslu og eru bílar þar á meðal. Málmurinn er ýmist fluttur beint á erlendan markað eða á athafnasvæði félagsins við sundahöfn þar sem hann er fullunninn og pressaður fyrir útflutning. MYnd dV / RAKEl ÓsK siguRðARdÓttiR Hefur þú áHyggjur af að útlendingar kaupi upp íslensk fyrirtæki? „Já, við ráðum ekki við neitt og erum búin að missa meydóminn og því miður, þótt ég sé nú bjartsýnn, óttast ég það versta.“ ÁsgEiR HAnnEs EiRíKsson 61 Árs eigandi blÁsteins „nei, þeir vita ekkert hvað þeir myndu sitja uppi með.“ sigRíðuR PoulsEn 49 Ára starfsMaður Á kelduM „nei, þau eru einskis virði.“ KRistjAnA BiRgisdÓttiR 30 Ára starfsMaður HJÁ Ístak „Já, ég hef nú áhyggjur af því, íslenska ríkið er skuldsettasta land í heimi.“ jÓn ÞÓRARinsson 27 Ára starfsMaður bónuss Dómstóll götunnar ÞoRstEinn stEPHEnsEn eigandi og framkvæmdastjóri Hr. örlygs, heldur nú tíundu airwaves- tónlistarhátíðina. Hann segist drifinn áfram af innri orku og hefur áhuga á nútíðinni. Hann lætur efnahags- ástandið ekki buga sig. Í tónleikahaldi fyrir tilviljun „Það væri bara hið besta mál, það hlaut að koma að þessari sprengingu.“ gísli KRistjÁn jÓnsson 43 Ára öryrki kjallari mynDin Vigdís gRíMsdÓttiR rithöfundur skrifar „Afkomu- og bjargráð öryrkja og annars lág- launafólks munu því ör- ugglega koma mörgum manninum að notum næstu misserin. “ maður Dagsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.