Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Blaðsíða 17
föstudagur 17. október 2008 17Helgarblað GESTAHÚS 21 m² 45 mm bjálki GARÐHÚS 4,7-9,7 m² 34 mm bjálki VH ehf · Sími 864-2400 VINSÆLU GESTA- OG GARÐHÚSIN ERU AÐ SELJAST UPP Því fer hver að verða síðastur að eignast hús frá okkur á gamla genginu. Næsta sending gæti hækkað um 20%. 08 -0 14 3 H en na r h át ig n Völundarhús.is hafa til sölu glæsileg ný gesta- og garðhús sem eru enn sterkbyggðari en áður. Nýju húsin eru bjálkahús frá 34 mm að þykkt og koma með tvöfaldri vatnslæsingu. Húsin eru tilvalin geymsla fyrir grillið og garðhúsgögnin. GESTAHÚS 15 m² 45 mm bjálki GESTAHÚS 25 m² 70 mm bjálki Margir bera ábyrgð Guðný Hrund Karlsdóttir er vara- maður Sigríðar Ingibjargar í banka- ráðinu. Hún segir að ekki hafi enn komið til þess að hún taki sæti í ráð- inu. „Ég hef ekki heyrt hvort stjórn- inni verði skipt út eða hvað verður gert. Ég hef ekki fengið boðun um að mæta og myndi taka ákvörðun þeg- ar þar að kæmi,“ segir Guðný en hún er varaþingmaður Samfylkingarinn- ar. Hún segir að ef til komi, muni ákvörðun hennar ráðast af því hverj- ir sætu í ráðinu. Hún vill hins vegar ekki fara nánar út í þá sálma. Aðspurð hvaða ábyrgð banka- ráðið beri á þeirri stöðu sem upp er komin segir Guðný að margir beri heilmikla ábyrgð. „Ég skal ekki segja hvar bankaráðið er í þeirri röð,“ seg- ir Guðný en hún vill ekki svara því hvort hún styðji seðlabankastjóra. „Þetta er sorglegt hörmungarástand sem upp er komið,“ segir hún. Formaðurinn hefur menntaskólapróf Laun þeirra sem sitja í bankaráði eru 130 þúsund krónur á mánuði. Bankaráðsformaður fær tvöfalda þóknun, eða 260 þúsund. Athygli vekur að þrír af sex fulltrúum ráðsins eru komn- ir á eftirlaunaaldur. Halldór Blöndal og Ragnar Arnalds eru sjötíu ára. Þá er Jónas Hallgrímsson 67 ára en nánar má lesa um bak- grunn bankaráðs- manna hér til hlið- ar. Meðalaldur þeirra sem í ráð- inu sitja er rétt liðlega 61 ár. Meðalald- ur karl- manna í ráðinu er 65 ár. Þegar litið er á menntun þeirra sem í ráðinu sitja kemur í ljós að Erna Gísladóttir er hagfræðingur að mennt. Jón Sigurðsson hefur mast- ersgráðu í þjóðhagfræði og tölfræði. Aðrir í bankaráði Seðlabanka Íslands hafa ekki menntun á sviði viðskipta- eða hagfræði. Halldór Blöndal hefur ekki lokið öðru námi en stúdentsprófi og Jónas Hallgrímsson hefur versl- unarpróf frá VÍ og búnaðarskólapróf frá Hólum. Hannes Hólmsteinn er prófessor í stjórnmálafræði og Ragn- ar Arnalds hefur lögfræðipróf frá HÍ. Ekkert tilefni til að reka þá Ragnar Arnalds er fulltrúi vinstri- grænna í bankaráði Seðlabankans. Aðspurður hvort hann hafi íhugað að fylgja fordæmi Sigríðar Ingibjarg- ar Ingadóttur og segja sig úr ráðinu svarar Ragnar: „Mér finnst það út í bláinn. Bankaráðið er ekki ábyrgt fyrir þeim ákvörðunum sem bank- inn tekur í peningamálum. Það tekur ekki ákvarðanir um stýrivaxtahækk- anir og heldur ekki um gengi,“ segir hann. Ragnar segist aðspurður bera traust til bankastjórnar Seðlabankans og segir fráleitt að skella skuldinni á hana. „Þessum mönnum er lögum samkvæmt falið að taka ákvarðanir í Seðlabankanum. Þó að menn séu ósáttir við þær ákvarðanir sem þeir taka er ekkert tilefni til að reka þá,“ segir hann og bætir því við að þeim sé ætlað að fylgja skynsamlegustu peningamálastefnu hvers tíma. Það sé ekki einfalt en stýrivaxtabreyting- ar séu það stjórntæki sem Seðlbank- inn geti notað til að slá á verðbólgu. Hagfræðingar hafi lengst af verið sammála ákvörðunum Seðlabank- ans í þeim efnum, en undanfarna mánuði hafi skiptar skoðanir verið um ákvarðanir bankans. Þess ber að geta að sjónarmið Ragnars virðast ganga þvert á skoð- anir formanns vinstri-grænna en Steingrímur J. Sigfússon hefur lýst því yfir að skipta eigi alfarið um þá sem stjórna í Seðlabankanum. Ekkert að rekstri Seðlabankans Þegar Hannes Hólmsteinn Giss- urarson var beðinn um að svara því hver ábyrgð bankaráðs Seðlabank- ans væri á stöðu mála í efnahagslíf- inu bað hann blaðamann að útskýra spurninguna betur. Hann sagðist ekki vita til þess að nokkuð væri að í rekstri Seðlabankans en vísaði svo á lögin um Seðlabankann. Þar kæmi fram hvar ábyrgðin lægi. Í lögum um Seðlabankann frá 2001 segir með- al annars: „Yfirstjórn Seðlabanka Ís- lands er í höndum forsætisráðherra og bankaráðs svo sem fyrir er mælt í lögum þessum. Stjórn bankans er að öðru leyti í höndum bankastjórnar.“ Formaðurinn skellir á Þegar blaðamaður DV hringdi á þriðjudagskvöldið í Halldór Blön- dal, formann bankaráðs, og kynnti sig, greip Halldór af honum orðið og sagði ákveðið: „Ég er í hinum síman- um.“ Því næst lagði hann á. Þegar DV reyndi svo að ná tali af honum í gær, fimmtudag, sagði Halldór áður en blaðamanni tókst að bera upp erindi sitt: „Ég er í öðrum síma.“ Svo skellti hann á. Endurteknar tilraunir til að ná í Halldór báru ekki árangur. Tveir hagfræðingar og einn sTúdenT „Laun þeirra sem sitja í bankaráði eru 130 þús- und krónur á mánuði. Bankaráðsformaður fær tvöfalda þóknun, eða 260 þúsund.“ Davíð Oddsson seðlabankastjóri Nýtur trausts fulltrúa vinstri-grænna í bankaráði seðlabankans. Bankaráð seðlaBanka íslands JónaS HallgríMSSOn var varaþing- maður fyrir framsóknarflokkinn meira og minna frá 1987 til 2002. Hann var framkvæmdastjóri austfars hf. á seyðisfirði sem sér um rekstur norrænu. Jónas hefur verslunarpróf frá VÍ og búnaðarskólapróf frá Hólum. Jónas var forseti bæjarstjórnar seyðisfjarðar í rúman áratug, frá 1986 til 1998. Jónas situr í ráðinu fyrir framsóknarflokkinn. Jónas er 63 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.