Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Page 25
FÖSTUDAGUR 17. okTóbeR 2008 25Fókus Hvað er að GERAST? föstudagur n Munich í Listasafninu Dönsku Íslandsvinirnir í Munich spila á Airwaves í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu í kvöld á miðnætti. Þeir sem skelltu sér á tónleika sveitarinnar á organ fyrr á árinu ættu að vita að þetta eru tónleikar sem þú vilt ekki missa af. n Skakkamanage á NASA Íslenska krúttsveitin Skakkamanage spilar á Airwaves-hátíðinni í kvöld klukkan korter í níu á NASA. Sveitin spilar gleðipopp af bestu gerð og er þekkt fyrir skrautlega og lifandi sviðsframkomu. n Simian Mobile Disco á Tunglinu breska sveitin Simian Mobile Disco spilar á Airwaves klukkan hálf þrjú í nótt á Tunglinu. Það er svo sannarlega gott mál að enda frábært tónleikakvöld á góðu dansiballi við taktfasta og dansvæna tóna sveitarinnar. n Familjen á Tunglinu Sænska eins manns sveitin Familjen hefur svo sannarlega slegið í gegn á íslenskum skemmtistöðum í sumar með smellinum Det Snurrar í min skalle og ætti ekki að svíkja neinn á Airwaves í kvöld. Familjen spilar á Tunglinu klukkan kortér yfir tíu. n Reykjavík! á Organ Rokkararnir í Reykjavík! kunna svo sannarlega að halda tónleika og það er fátt betra en að slamma aðeins svona í lok kvöldsins. Þeir eru þekktir fyrir að vera villtir, trylltir og alveg stórskemmtilegir á tónleikum. Reykjavík! spilar á organ klukkan tvö eftir miðnætti laugardagur n CSS í Listasafninu brasilíska greddupoppsveitin CSS spilar í Hafnarhúsinu í kvöld en hér er um að ræða gríðarlega skrautlega og skemmtilega tónleikasveit og án efa einn af hápunktum Airwaves í ár. CSS spilar klukkan ellefu í kvöld. n Vampire Weekend í Listasafninu eftir CSS liggur beinast við að hinkra í Listasafninu eftir að næsta sveit stígi á svið en það eru bresku indírokkararnir í Vampire Weekend á miðnætti. Sveitinni hefur mikið verið hrósað af breskum tónlistarmiðlum að undanförnu og á eflaust eftir að standa fyrir sínu í kvöld. n Singapore Sling á NASA Það er leitun að svalari rokksveit en Singapore Sling. Hljómsveitin kemur fram á Airwaves í kvöld á NASA klukkan 21.30. ef þú ætlar að vera svalur um helgina eru þetta tónleikar sem þú mátt alls ekki missa af. n Crystal Castles á Tunglinu kanadíska hljómsveitin Crystal Castles flyt- ur okkur yfir í nýjan sólahring með töffaralegum og dansvænum tónum sínum á Tunglinu í kvöld. Sveitin stígur á svið á miðnætti en þetta tvíeyki hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir sviðsfram- komu sína. n UMTBS á Hressó Hljómsveitin með langa nafnið, Ultra Mega Teknóbandið Stefán spilar á Hressó klukkan kortér yfir tíu í kvöld. Lagið 3D Love hefur verið gríðarlega vinsælt jafnt í viðtækjum sem og skemmtistöðum í sumar og þarna er svo sannarlega á ferðinni dans, dans, dans og meiri dans. THe AMAziNg TRUTH ABOUT QUeeN RAQUeLA Snotur mynd um strák með brjóst. m æ li r m eð ... FóLkið í BLOkkiNNi Leiksýning sem nú á erindi við alla þjóðina. Við erum aðeins fólk í einni blokk. RAFMögNUð ReykjAVík Töff mynd sem heldur manni alveg við efnið. HAFSkip í SkOTLíNU Fróðleg og gagnleg bók um skuggaleg- ar aðfarir sem á stundum minna helst á spennandi reyfara. m æ li r eK Ki m eð ... RigHTeOUS kiLL Það er leiðinlegt að sjá hetjur á borð við Pacino og De Niro stíga svona feilspor. uðum aldri og þessi lífsreynda kona sem hún túlkar í sýningunni. „Ég hugsaði: „Ég skil hana vel. Hvað á hún að gera annað? Drengurinn orðinn nítján ára og nennir ekki að vinna!“ Áróra er ómenntuð en hún elst upp við að vera dóttir þessa far- sæla skipstjóra og vera sætasta stelp- an í bænum. Þegar pabbi hennar siglir svo skipinu í strand hrynur rík- idæmið. Jökull er svolítið að minna á smáborgaraháttinn í landsmönnum. Um leið og þú hefur ekki lengur efni á Lloyd-skónum hrynurðu í áliti hjá fína fólkinu.“ Minnir á atburði síðustu vikna Ekki er laust við að manni verði hugsað til þeirra atburða sem gengið hafa á í þjóðfélaginu að undanförnu þegar maður hlustar á þessi orð Elvu. Í kynningartexta um leikritið segir líka að í því horfi fólk á nýja tímann ryðja þeim gamla á brott. Nýi tím- inn á Íslandi samtímans hefur held- ur betur verið að ryðja þeim gamla burt síðustu árin með einkavæðingu bankanna, linnulausri útrás og fjár- festingum fjármálamógúla. Og ekki þarf að fjölyrða um að sú þróun beið harkalegt skipbrot á dögunum. „Þetta er alveg sláandi líkt,“ seg- ir Elva. „Við höfum oft staldrað við á æfingatímanum, og sérstaklega síðustu daga, og sagt eitthvað í lík- ingu við „Karlinn er bara symból fyrir Baugsveldið“ og fleira. Mað- ur getur alveg horft á þetta þannig. Ég held því að það geti verið mjög gaman fyrir áhorfendur að horfa á þetta gagnrýnum augum og tengja þetta nútímanum. Þetta er náttúr- lega skrifað árið 1962 og fyrst þegar ég las þetta fannst mér það á köfl- um svolítið gamaldags. En eins og við setjum þetta upp er þetta nokk- uð tímalaust. Þórhallur [Sigurðsson leikstjóri] er líka algjör snillingur í að gera það. Auðvitað minnir þetta á gömlu dagana því við erum ekkert að hræra í tungumálinu, en lífið hef- ur ekkert breyst. Við höfum svo lít- ið þróast. Og eftir að hafa horft upp á þessi átök undanfarna daga finnst manni eins og maður gæti lent aftur þarna, jafnvel í torfkofunum. Þetta er því líka mjög merkilegt leikrit upp á söguna að gera.“ Aðspurð hvort það geti verið hollt fyrir Íslendinga að horfa á Hart í bak nú um stundir, í ljósi þeirrar kata- strófu sem skall á landinu á dögun- um, segist Elva ekki frá því. „Fólk á allavega að fara í leikhús, ég tala nú ekki um á svona tímum. Ég var að spila með hljómsveitinni minni Heimilistónum á balli um síðustu helgi og fólkið skemmti sér svo vel. Kreppa hjálpar líka menningunni að blómstra. Það er líka í eðli manneskj- unnar að vilja deyfa sig á einhvern hátt og ýta vandamálunum frá sér um stundarsakir. Þá er rosalega gott að fara í leikhús, á tónleika eða eitt- hvað annað.“ karakterinn kemur í skömmtum Aðspurð hvernig hún undirbúi sig fyrir svona verk og svona kar- akter eins og Áróra sé, segir Elva að hún hafi vissulega lesið sér aðeins til um hvernig íslenskt þjóðfélag var í kringum 1960. Áróra hafi svo komið í skömmtum. „Ég finn að ég bæti við mig í hverri viku. Og óneitanlega á mað- ur alltaf sinn banka í hausnum. Það er kannski ljótt að segja það en mað- ur hugsar alltaf til vissra manneskna þegar maður er að vinna hlutverk. Maður getur alltaf notað eitthvað úr karakterum sem maður þekkir. Ég er ekki að segja að maður kópíeri ein- hverja vini sína, en það eru stundum svona litlir hlutir hjá fólki sem maður getur nýtt sér. Og Jökull skrifar hana þannig að það er ekki hægt að gera hana eitthvað væmna eða einhvern veginn öðruvísi en hún er. Hún er fyrst og fremst áhugaverður karakter og rosalega íslensk,“ lýsir Elva. Hún bætir um betur og segir Áróru norðlenska í sínum huga. „Það er svona ...“ segir Elva og staldrar að- eins við. „Ég bjó á Dalvík í eitt ár og þar talar fólk svolítið eins og það sé að skamma mann,“ bætir hún við og tekur síðan lítið tóndæmi. „Hún er einhvern veginn mitt á milli Soffíu frænku og Júlíu í Rómeó og Júlíu. Sumir taktar í henni minna mig á Soffíu en svo hefur hún líka mjúkar hliðar sem minna meira á Júlíu. Hún minnir ennfremur svolítið á Möggu í laginu Braggablús.“ Rækta okkar fólk Eins og áður kom fram er Þórhall- ur Sigurðsson leikstjóri uppfærsl- unnar. Elva hefur unnið mikið með honum, til að mynda í Gauragangi og Þreki og tárum, og lætur vel af. „Það er svakalega gott að vinna með Þórhalli. Það er svo gott þegar fólk er svona þroskað og laust við hroka og fordóma. Og hann er einfaldlega góður og flinkur leikstjóri. Leikar- arnir eru auðvitað líka virkilega fín- ir,“ segir Elva en auk þeirra sem áður eru nefndir leika í sýningunni Pálmi Gestsson, Kjartan Guðjónsson, Est- er Talía Casey, Hjalti Rögnvaldsson, Friðrik Friðriksson, Þóra Karítas Árnadóttir og Þórunn Lárusdóttir. Þrír dagar eru í frumsýningu þeg- ar spjallið fer fram. Elva segir aldrei hægt að spá fyrir um hvernig sýn- ingar fari í fólk, sama hversu stutt er í frumsýningu. „Þetta er alltaf lottó. En ég vona svo innilega að þetta fari vel í landann, ekki síst vegna þess að við erum svo fátæk af íslenskum leik- skáldum. Og við eigum að rækta okk- ar fólk og fara að sjá bæði íslenskar bíómyndir og íslensk leikrit.“ kristjanh@dv.is Ted Grey er svaka metnaðarfullt uppabarn sem hefur sannað sig á menntabrautinni. Hann er við nám í meinafræði og kemur nýr inn í hóp sem er ekki allur þar sem hann er séður. Manni er strax komið í skiln- ing um að meinafræðin snýst um líf- fræði sem er spennandi á hvítu tjaldi. Líkamar sem hafa orðið fyrir of- beldi, dópi, sjúkdómum, eiturefnum eða skaða af brjálsemi eru tilvaldir í mynd af þessu tagi. Lítt þekktir leikarar og mikið af blóði. Þannig sá maður fyrir sér ræm- una og vissulega kemur fram mikil vanvirðing við mannslíkamann. En einhvern veginn er meiri næmni fyrir blóðinu en oft áður og myndin er ekki undirlögð splatteröfgum. Gorið styð- ur í raun söguna en ekki öfugt. Einnig telst það jákvætt að hér eru ekki þess- ar endalausu, ástæðulausu bregðu- senur sem eru ódýr fylgifiskur slíkra mynda. Myndin lítur sæmilega út í heild og það er fínn standard á tón- listinni sem oft er fín. Myndin kem- ur þannig á óvart og pirrar mann ekki eins mikið og maður bjóst við. En engu að síður er hér á ferðinni alveg stórfurðuleg og ósannfærandi mynd í meira lagi. Við erum að tala um há- skólanema í meinafræði sem eru í einhverjum fáránlegum unglinga- stemmara. Flippaðar klappstýruleg- ar týpur, hrekkjusvín og menn sem keyra fullir og eiga í barnalegri sam- keppni í anda „highschool“-mynda. Maður situr uppi í eins konar „Grease Horror“. Nemarnir hafa myndað með sér Morðklúbb með lífssýn sem rétt- lætir aðgerðir þeirra. En maður kaupir aldrei hvernig læknanemar eru skyndilega orðnir dómarar upp á líf og dauða. „Vondi kallinn“ er kjána- legur en varla eins ósannfærandi og „hetjan“ Ted Grey sem er ótrúlega áhrifagjarn og lítið heilsteyptur kar- akter. Hann er strax kominn á band hinna nemendanna og tekur þátt í undarlegum leikjum þeirra. Hann er meðvirkur og á of lágu plani siðferð- islega til að fá samúð áhorfandans. En ef þú ert Marilyn Manson goth- barn sem ferð í bíó til að upplifa af- brigðilegt kynlíf, dóp, fræðileg morð og geðveiki geturðu hiklaust rambað sáttur út af þessari. Erpur Eyvindarson Kynlífsbrenglun, eiturlyf, og fræðileg morð kvikmyndir Pathology Leikstjóri: Marc Schoelermann Aðalhlutverk: Milo Ventimiglia, Michael Weston, Alyssa Milano, Lauren Lee Smith pathology „„Vondi kallinn“ er kjánalegur en varla eins ósannfærandi og „hetjan“ Ted Grey sem er ótrúlega áhrifagjarn og lítið heilsteyptur karakter.“ pATHOLOgy „Vondi kallinn“ er kjánalegur en varla eins ósannfærandi og „hetjan“ Ted Grey sem er ótrúlega áhrifagjarn og lítið heilsteyptur karakter. elva ósk ólafsdóttir „Mér finnst alveg ótrúlegt hvað hann var skarpur svona ungur. Hvað hann gat búið til hreina og sterka karaktera,“ segir elva um Jökul Jakobsson, höfund Hart í bak. MyND gUNNAR gUNNARSSON ekki einhliða „Áróra er ótrúlega skemmtileg manneskja og sem betur fer ekki einhliða. Hún er ekki bara með kjaft og læti,“ segir elva um Áróru. MyND ÞjóðLeikHúSið/eDDi sæta stelpan sem varð vændisKona

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.