Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Qupperneq 35

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Qupperneq 35
föstudagur 17. október 2008 35 Lýður og Ágúst Guðmundssynir í Bakkavör Bakkavarar-bræður voru á meðal þeirra sem efnuðust hvað mest á uppganginum í íslenska fjármálaheiminum. Þeir stofnuðu Bakkavör árið 1987 og hafa stýrt fyrirtækinu allar götur síðan. Bakkavör gekk inn í Meið, sem síðar varð Exista, fyrir sex árum. Við gjaldþrot Kaupþings varð kjölfestueign Existu í bankanum að engu. Markaðsverðmætið var 134 milljarðar króna. Í framhaldinu keyptu bræðurnir Bakkavör út úr Existu fyrir 8,4 milljarða króna. Lýður sagði við Fréttablaðið að salan væri neyðarráð til bjargar verðmætum. „Þróun mála er þyngri en tárum taki,“ bætti hann við en tók fram að hlutur Existu í Kaupþingi hefði verið skuldlaus og því kæmi þrotið ekki eins harkalega við félagið og ætla mætti. Björgólfur Thor Björgólfsson Björgólfur Thor Björgólfsson fæddist þann 19. mars árið 1967. Hann lauk námi í viðskiptafræði frá New York University árið 1991 og fór fljótlega eftir það til Rússlands ásamt föður sínum til að setja á fót gosdrykkjaverksmiðju. Rekstur verksmiðjunnar var erfiður framan af, bæði vegna málaferla innan fyrirtækisins og erfiðra viðskiptaaðstæðna í Rússlandi. Björgólfur byrjaði snemma að stunda viðskipti og hefur risið bæði hratt og hátt en hann er gjarnan kallaður fyrsti milljarðamæringur Íslands. Í fyrra náði kaupsýslumaðurinn ungi þeim árangri að vera í 249. sæti á lista bandaríska tímaritsins Forbes yfir ríkustu menn heims. Eignir Björgólfs Thors voru þá metnar á 3,5 milljarða dala, jafnvirði 235 milljarða króna. Í ár seig Björgólfur niður um nokkur sæti á listanum mikla og var skráður í 307. sæti á nýjum lista Forbes yfir ríkustu menn heims og nema eignir hans 3,5 milljörðum dollara, eða um 227 milljörðum króna. Féll hann því um 58 sæti frá því í fyrra en þá voru eignir hans metnar jafnhátt. Í grein Forbes er þess getið að Björgólfur hafi ásamt öðrum stofnað Bravo-bjórverksmiðjuna í Rússlandi og selt Heineken hana í febrúar 2002. Ágóðann hafi hann nýtt til fjárfestinga á Íslandi og í Austur-Evrópu. Einnig er bent á að Björgólfi Thor hafi gengið vel í viðskiptum sínum undanfarið. Að hann hafi keypt Actavis, selt hlut í búlgarska símafyrirtækinu BTC fyrir um 150 milljarða og hlut í búlgarska bankanum ElBank fyrir um 20 milljarða. Þá kemur fram að Björgólfur eigi hlut í Landsbankanum, pólska fjarskiptafyrirtækinu Play og fasteignir í Rúmeníu, Skandinavíu, Spáni, Tyrklandi og víðar í Austur-Evrópu. Gunnar Smári Egilsson Gunnar Smári á að baki langan og skrautlegan fer- il í fjölmiðlum. Lengst af var hann utangarðsmaður á íslenskum blaðamarkaði og á heiðurinn af ófáum götublöðum sem öll lognuðust út af eða fóru á hausinn. Gunnari Smára er að mestu eignaður heiðurinn af velgengni Fréttablaðsins. Sú ævintýralega velgengni gerði hann að milljónamæringi og kom honum í yfirburðastöðu á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Blaðið fór að vísu á hausinn eftir fyrsta starfsárið en Gunnari Smára tókst að endurreisa Fréttablaðið með liðsinni Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Þegar peningar og auglýsingar Baugs komu inn í reksturinn varð uppgangur Fréttablaðsins með ólíkindum. Það malaði eigendum sínum gull og Jón Ásgeir treysti því Gunnari Smára til þess að stýra Dagsbrún en þá var gamli götublaðastrákurinn allt í einu orðinn æðsti stjórnandi Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vodafone. Í þessari draumastöðu rann útrásarhamurinn á Gunnar Smára sem keypti prentsmiðju í Bretlandi og lagði grunninn að fríblaðaútrás í Danmörku með Nyhedsavisen og í Bandaríkjunum með Boston Now. Honum mistókst þó algerlega að endurtaka Fréttablaðsævintýrið í útlöndum og bæði þessi blöð lögðu upp laupana með gríðarlegu tapi. Þá tapaði Dagsbrún stjarnfræðilegum upphæðum í tíð Gunnars Smára sem hvarf af vettvangi og hefur lítið haft sig í frammi síðustu misseri. Hannes Smárason Hóf feril sinn hjá deCODE, en hann og Kári Stefánsson fjárfestu í Fjárfestinga- banka atvinnulífsins sem seinna varð Íslandsbanki. Hannes hóf síðar samstarf við þáverandi tengdaföður sinn, Jón Helga Guðmundsson eiganda BYKO. Tengdafeðganir keyptu saman ráðandi hlut í Flugleiðum í nafni eignarhaldsfélagsins Oddaflugs. Hannes fjárfesti einnig í Húsasmiðjunni ásamt Baugi og Baugur fjárfesti í Flugleiðum. Á endanum keypti Hannes þá fyrrverandi tengdaföður sinn út úr Flugleiðum. Hann stóð fyrir kaupum á hlut í lággjaldaflugfélaginu EasyJet en seldi 17 prósent í flugfélaginu. Hannes stóð einnig fyrir 380 milljóna króna kaupum í Glitni og síðar keypti FL Group stóran hlut í Sterling fyrir 14,6 milljarða íslenskra króna. FL Group fjárfesti einnig í bruggverksmiðju í Hollandi, Bang&Oulfsen, Finnair, Royal Unibrew og nokkrum fjármálafyrirtækjum svo eitthvað sé nefnt. FL Group hrap- aði svo eftir kaup í bandaríska flugfélaginu American Airlines. Tap á rekstri þess hafði gríðarleg áhrif á FL Group. Bréf félagsins féllu gríðarlega jafnt og þétt eftir kaupin í American Airlines. Á endanum var FL Group breytt í Stoðir, Hannes vék og við tók Jón Sigurðsson. Fyrir hálfum mánuði óskaði Stoðir eftir greiðslustöðvun. Hannes hefur nú aðsetur í London, býr í 120 fermetra íbúð í Kensington-hverfinu í London, og er sagður una hag sínum vel. Hann er sagður koma að rekstri matarheimsendingafyrirtækis sem hann átti hlut í áður en FL Group- ævintýrið var úti. Hann á enn hús sín tvö við Fjölnisveg 9 og 11 sem eru talin með þeim glæsilegustu í Reykjavík. Björgólfur Guðmundsson Þó að umsvif Björgólfs hafi verið mest hér á landi markaðist upprisa hans eftir Hafskipsmálið af vel heppnaðri útrás. Björgólfur hlaut dóm fyrir þátt sinn í Hafskipsmál- inu svokallaða en átti síðar eftir að rísa upp aftur með eftirminnileg- um hætti. Hann tók við Vikingbrugg á Akureyri. Reksturinn fyrir norðan gekk vel og svo fór að hann fylgdi verksmiðjunni til Rússlands. Sonur hans, Björgólfur Thor, var með í því ævintýri. Þeir feðgar stofnuðu svo bruggverksmiðjuna Bravo ytra, ásamt Magnúsi Þorsteinssyni, og óhætt er að segja að það ævintýri hafi gengið vel því á endanum seldu þeir Bravo fyrir 400 milljónir dala til Heineken. Eftir það sneru feðgarnir heim og keyptu ráðandi hlut í Landsbankan- um fyrir 12 milljarða. Fyrir hrunið var bankinn metinn á um 240 milljarða króna. Þegar Björgólfur og sonur hans og nafni höfðu fengið bjórmilljarðanna í hendur tók Björgólfur yngri að mestu við útrásinni. Helsta útrás Björgólfs eldri var fólgin í kaupum hans á knattspyrnufélaginu West Ham United. Liðið heldur enn velli þrátt fyrir miklar hrakfarir Björgólfs og þjóðarinnar undanfarið. Jón Ásgeir Jóhannesson Jón Ásgeir Jóhannesson útskrifaðist frá Verzló árið 1989 og stofnaði sama ár fyrstu Bónus verslunina með föður sínum, Jóhannesi Jónssyni. Árið 1998 gerðist hann forstjóri Baugs Group og jók umsvif fyrirtækis- ins til muna. í maí 2002 hætti hann sem forstjóri en gerðist þess í stað stjórnarformaður fyrirtækis- ins. Það entist þó bara í nokkra mánuði en í nóvember sama ár tók hann aftur við forstjórastóln- um. Undir lok ársins 2003 hafði Baugur Group vaxið gríðarlega og þá sérstaklega fyrir tilstilli Jóns Ásgeirs sem forstjóra. Ekkert annað íslenskt fyrirtæki hafði jafmikil umsvif erlendis á þessum tíma og var Baugur jafnframt orðinn stærsta fyrirtæki landsins. Árið 2005 féll skuggi á frægðarljóma Jóns Ásgeirs þegar hann og fleiri voru ákærðir fyr- ir fjörutíu brot, meðal annars á bókhaldslögum. Flest brotin vörðuðu millifærslur milli Jóns og fyrirtækisins. Baugsmálið svokallaða er umfangsmesta sakamáli síðari ára fyrir íslenskum dómstólum en því lauk í júní á þessu ári þegar Hæstiréttur staðfesti ársgamlan héraðsdóm og þótti niðurstaðan heldur snautleg fyrir ákæruvaldið og rannsóknaraðila en eftir allt havaríið fékk Jón Ásgeir þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsis- dóm. Gísli Gíslason Gísli er lærður lögfræðingur og einna þekktastur fyrir að koma fasteignakeðjunni Remax hingað til landsins og hafa milligöngu í sölu á þekktasta hóteli Danmerkur. Margir hafa haft orð á því að hann sé mikill ævintýramaður þegar kemur að viðskiptum. Gísli hóf útrás á íslensku pítsunni og opnaði hinn sívinsæla veitingastað Pizza 67 á sjálfu Strikinu með pompi og prakt fyrir nokkrum árum. Sá staður gekk um tíma en hvarf síðar rétt eins og hérna heima. Pizza 67 var einnig opnaður í Færeyjum við mikinn fögnuð og sá staður starfar enn. Gísli seldi Remax-keðjuna hér á landi og hélt til Danmerkur. Þar gerði hann aðra atrennu að dönskum mörkuðum þegar hann hugðist gera Remax- keðjuna að stærstu fasteignasölu Danmerkur. Remax var á þeim tíma með starfsemi í öllum löndum Evrópu nema Danmörku og Frakklandi. Þetta gekk þó ekki sem skyldi og Gísli fór að sinna hinum og þessum ráðgjafarstörfum í Danmörku. Hann verður þó alltaf þekktastur fyrir að hafa haft milligöngu um sölu Hotel D´Angleterre við Kongens Nytorv í Kaup- mannahöfn. D´Angleterre er þekktasta og virtasta hótel Kaupmannahafnar og jafnvel Danmerkur. Kaupandi hótelsins var Gísli Reynisson, forstjóri Nordic Partner. Deilur urðu á milli þeirra vegna þóknunar Gísla fyrir söluna. Hann fékk þó að lokum fúlgur fjár og festi kaup á húsi í Kópavogi þar sem hann hefur nú aðsetur. Helgarblað FíFldjarFir víkingar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.