Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Blaðsíða 36
föstudagur 17. október 200836 Helgarblað Plöturnar eru báðar mjög per-sónulegar. Það fer alltaf svo-lítið af sjálfri mér í lögin,“ segir Lovísa Elísabet Sigrún- ardóttir, tónlistarkona og lagahöf- undur, betur þekkt undir listamanns- nafninu Lay Low. Hún söng sig inn í hug og hjarta Ís- lendinga fyrir tveimur árum er fyrsta plata hennar, Please don´t hate me, kom út. Platan seldist gríðarlega vel og sópaði hún að sér tilnefningum til íslensku tónlistarverðlaunanna það árið. Aðdáendur söngkonunnar heyra hreinskilnina á fyrstu plötunni. Blaðamaður spyr hvort hún upplifi sig berskjaldaða á plötunni og svar- ar hún játandi. „Flestir setja sjálfa sig inn í lögin sem þeir semja, auð- vitað mismikið en svo fer það algjör- lega eftir textunum,“ segir Lovísa sem vann nýju plötuna sín, Farewell Good Night’s Sleep, í London með upptökustjóranum Liam Watson sem tók meðal annars upp plötuna Elephant með The White Stripes. Betri söngkona „Helsti munurinn á nýju plötunni og þeirri gömlu er að þær eru unnar á mjög ólíkan hátt. Fyrsta platan var var tekin upp heima og það var mik- ill kósí fílingur yfir henni. Nýja platan var unnin í stúdíói með reynslumikl- um upptökustjóra og heilli hljóm- sveit. Það er aðeins meira um að vera á þessari plötu,“ útskýrir Lovísa. „Það er meira kántrí á þessari plötu. Hún er samt mun hressari en fyrri platan og ég er ótrúlega ánægð með útkom- una,“ bætir hún við. Lovísa viðurkennir að erfitt hafi verið að sleppa plötunni frá sér. „Ég hefði getað unnið að henni enda- laust. Einhver varð að koma og segja stopp,“ segir hún og hlær. Þar sem plötur hennar eru afar persónulegar forvitnast blaðamaður um hvaðan innblásturinn kemur. „Ég leita í svo margt, tilfinning- ar mínar, lífsreynslu mína og sög- ur af vinum mínum.“ Hún segir að breytingar hafi orðið á henni sem söngkonu á þessum tveimur árum. „Þegar fyrri platan kom út var ég til- tölulega nýbyrjuð að syngja og var frekar óreynd á því sviði. Þó að ég sé ekki með mestu reynsluna í dag, heyri ég mikinn mun á rödd minni.“ Ekki æst í sviðsljósið Lovísa varð stjarna á nánast einni nóttu. Hún viðurkennir að mikl- ar breytingar hafa orðið á lífi henn- ar. „Auðvitað var þetta mikil breyt- ing fyrir mig. Ég fór frá því að vera óþekkt í það að vera frekar mikið út á við. Mér finnst ég samt vera mjög heppin, hvernig þetta er allt saman búið að fara. Ég hef fengið tækifæri til að vinna við það sem mér finnst skemmtilegt og því fylgir að vera meira út á við,“ viðurkennir Lovísa og bætir við: „Það þjálfast að vera í sviðsljósinu en ég er ekki æst í það.“ Auk þess að sinna sínum eigin söng- ferli er Lovísa í rokksveitinni Benny Crespo´s Gang sem einnig spilar á Airwaves í ár. Magnús Öder, bassa- leikari sveitarinnar, og Lovísa voru gift um tíma. Sambandið gekk ekki upp og þau skildu. Lovísa gerir lít- ið úr því þegar blaðamaður spyr út í hjónabandið. „Þetta er ekkert stór- mál. Við vorum ung. Við erum góðir vinir í dag og spilum enn saman.“ Fjölskyldan sameinast á tónleikum Lovísa er uppalin af móður sinni í Reykjavík. En móðir hennar bjó um tíma í London á Englandi þar sem hún kynntist föður Lovísu, Hiran sem er ættaður frá Sri Lanka. „Mamma og pabbi kynntust í London. Seinna skildu þau og ég flutti ásamt mömmu mjög ung til Ís- lands. Ég á varla neinar minningar þaðan.“ Blaðamaður spyr hvernig sam- band hennar sé við föður sinn eða hvort það sé eitthvað samband. „Ég fór alltaf á sumrin til hans og við eyddum miklum tíma saman í sumar til dæmis er ég var að taka upp plötuna,“ segir hún. „Við erum mikl- ir vinir og hann er rosalega spennt- ur yfir tónlistarferli mínum. Hann er einmitt staddur hér á landi núna og var viðstaddur útgáfutónleikana og ætlar að koma með mér á Airwaves- hátíðina,“ segir Lovísa. Hiran, faðir hennar, á aðra dóttur sem einnig er stödd hér á landi um þessar stundir. „Svo kom amma mín sérstaklega til landsins, en hún býr í Portúgal. Það var sannkallað ættarmót í Fríkirkj- unni,“ segir Lovísa og hlær. Fær að gera það sem hún elskar Í kjölfar velgengni Please don’t hate me fékk Lovísa nokkur merkileg verkefni upp í hendurnar. Hún söng lag inn á kvikmyndina Brúðgumann og var tónlistarstjóri í leikverkinu Ökutímar. „Ég var titluð sem tónlistarstjóri og fannst mér það frekar stórt verk- efni. En það var mjög skemmtilegt og ágætis tilbreyting frá því að spila og túra og fara síðan í svona stab- ílt verkefni. Mér fannst þetta erfitt og tónlistin kom ekki auðveldlega. En ég var þarna eins og leikari á öll- um æfingum og samdi lögin í kring- um það,“ viðurkennir Lovísa. Verkið Ökutímar, sem sýnt var hjá Leikfé- lagi Akureyrar, verður sýnt í Borgar- leikhúsinu næsta vor og mun Lovísa einnig koma að því verkefni. Tónlist- in var tilnefnd til Grímunnar í ár og hreppti verðlaunin örugglega. Í dag hefur Lovísa fengið það tækifæri að vinna einungis við tón- listina sem hún elskar meira en allt. „Eins og er geri ég ekkert annað, en ég veit ekki hvernig verkefnin verða seinna meir. Ég sé bara til.“ Helgin fer að mestu í Airwaves. „Ég spila á Rósenberg á laugardeg- inum og ég spila líka með Benny Crespo´s Gang. Þess á milli langar mig að sjá aðrar sveitir og auðvit- að verja tíma með pabba mínum. Ég fæ að taka hann með mér þegar ég er að spila, en ég veit ekki hvort hann fari á hátíðina sjálfa,“ segir hún hlæjandi. Söngkonan Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir sendir frá sér sína aðra breiðskífu sem Lay Low. Hún hefur fengið gífurlega góðar undirtektir hjá gagnrýnendum. Lovísa hélt útgáfutónleika í Fríkirkjunni í gær og hélt síðan beinustu leið á NASA þar sem hún kom fram sem hluti af Airwaves-hátíðinni. Öll fjölskyldan var samankom- in til þess að styðja söngkonuna. Faðir hennar flaug frá London til að vera viðstaddur tónleikana ásamt systur hennar. Hún segir hann rosalega spenntan yfir tónlistarferli dóttur sinnar. Amma hennar flaug einnig frá Portúgal þar sem hún er búsett til að bera barnabarn sitt augum. Ættarmót á útgáfutónleikum Lay Low gefur út sína aðra breiðskífu sem hlotið hefur heitið farewell good Night’s sleep. MYND HEIÐA HELGADÓTTIR Ástsæl söngkona Íslendingar tóku ástfóstri við Lovísu elísabetu er fyrsta plata hennar kom út. Hún segist elska að vinna við tónlistina. MYND HEIÐA HELGADÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.