Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Blaðsíða 54
föstudagur 17. OKtÓBEr 200854 Tíska DV
Christina aguilera
stEig stÓrt tísKufEilspOr
á dögunum:
Aðeins of
mikið?
Söngkonan Christina Aguilera
á það til að stíga stór feilspor í
fatavali. Oft lítur hún einstaklega
gervilega út, hreinlega eins og
brúða, en núna fór hún aðeins
yfir strikið í litagleðinni. Aguilera
var á Englandi í fyrsta skipti eftir
að hún eignaðist soninn Max
og stal svo sannarlega senunni
á Africa Rising-kvöldverðinum
í Royal Albert Hall. Aguilera var
í öfgaskreyttum Pucci-míníkj-
ól í öllum regnbogans litum við
fjólubláa Yves Saint Laurent skó.
Hún ákvað einnig að fara litaðar
leiðir í förðun með allt bleikt,
augnskugga, kinnalit og varalit.
Stundum er bara betra að gera
of lítið en of mikið.
skó-regnhlíf
Að fara út að morgni til í vinn-
una í sólskini og blíðu í ball-
erínuskónum og koma svo út
seinnipartinn í rigningu og roki
er nokkuð sem við íslenskar
konur ættum að þekkja. Það er
alltaf jafnóþolandi að blotna
í fæturna svo ekki sé minnst
á hversu svekkjandi það er að
eyðileggja litlu sætu tátiljurnar.
Þess vegna ætti hin nýja upp-
finning Shuella að eiga heima í
öllum kvenveskjum. Shuella er
eins konar regnhlíf fyrir skóna
sem þú bara smellir yfir skóna
þegar byrjar að rigna og lappirn-
ar haldast þurrar og fínar.
ný flott netverslun ný töff netverslun
leit dagsins ljós í gær en verslunin kallast Cult
of Chic og er slóðin einfaldlega cultofchic.co.uk.
Það er íslensk stelpa að nafni Heba Björg sem
er heilinn á bak við síðuna en Heba hefur lengi
verið í tískubransanum. á síðunni má finna ýmsa
flotta merkjavöru fyrir stelpur. allt frá skarti upp
í sparikjóla. Verðið er á bilinu 30 upp í 120 pund
svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi og í
sínum verðflokki á síðunni.
Skóladressið
guðrún soffía Ólafsdóttir er hárgreiðslunemi í Iðnskólanum í Reykjavík og starfar með
náminu í Þjóðleikhúsinu. Henni finnst fátt skemmtilegra en að kaupa sér föt og þá sérstak-
lega erlendis en Guðrún fór einmitt í verslunarferð með vinkonunum til London í sumar.
Útidress
Heimagallinn
Kjóll: topshop
Sokkabuxur: Cobra
Skór: H&m
Armband: gyllti kötturinn
Hálsmen: urban Outfitters
„mér finnst mjög gaman að
skreyta mig með skarti og
vera þá frekar í plain fötum.
svo finnst mér pallíettur líka
alveg æðislegar þegar ég er
að fara eitthvað fínt.“
DjammdressiðBuxur: miss sixty
Peysa: Cheap monday, keypt í
london
Skór: gs skór í Kringlunni
„mér finnst ótrúlega gaman að vera
svolítið fín svo ég reyni að klæða mig
svolítið fínt í bland við þægileg föt
þegar ég fer í skólann.“
Peysa: Vero moda
Buxur: spútnik
„mér finnst voðalega gott að skella
mér í eitthvað mjúkt og kósí þegar ég
er heima hjá mér.“
Úlpa: diesel, keypt í deres
Húfa: gjöf frá ömmu
Buxur: all saints
„Ég nota rosalega mikið húfur í öllum
litum og gerðum og á alveg heilan
helling af þeim. Þegar ég fer út klæði
ég mig bæði eftir veðri og svolítið
pæjulega í leiðinni.“
tíska
Umsjón: Krista Hall Netfang: krista@dv.is
litaþema hjá Christinu
spurning að splæsa samt ekki í
allt bleikt í förðuninni næst?
Christina aguilera í Pucci-
kjól söngkonan stal heldur
betur senunni í london í
þessum marglitaða kjól.
Á Helling
Af HÚfum
MYnDir Kristinn MagnÚsson