Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Blaðsíða 12
föstudagur 17. október 200812 Helgarblað
Hælisleitandi af lettneskum upp-
runa svipti sig lífi á Hostel FIT í síð-
ustu viku en hann hafði beðið eftir
svari frá íslenskum yfirvöldum um
hvort hann fengi hæli hér á landi.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni á Suðurnesjum eru sjálfsvíg
hælisleitanda mjög sjaldgæf. Maður-
inn, sem hét Raymond að fornafni og
var á fimmtugsaldri, bjó tímabundið
á gistiheimilinu þegar hann svipti
sig lífi. Aðrir hælisleitendur eru ugg-
andi vegna fráfallsins en pari, sem
blaðamaður ræddi við, var verulega
brugðið.
Óljóst er hvað verður um lík Ray-
monds en lögreglan leggur kapp á að
finna aðstandendur hans í Lettlandi.
Þegar spurt var hvernig yrði brugðist
við ef þeir fyndust ekki, var fátt um
svör.
Hvað verður um
líkamsleifarnar?
„Það er verið að reyna ná sam-
bandi við ættingja í gegnum sendi-
ráðið,“ segir Gunnar Schram,
rannsóknarlögreglumaður hjá lög-
reglunni á Suðurnesjum, en emb-
ættið kappkostar að finna ættingja
Raymonds í heimalandi hans sem
hann flúði. Raymond hafði dvalið á
Íslandi í nokkra mánuði en hann var
tímabundið búsettur á gistiheim-
ili hælisleitenda í Njarðvík. Að sögn
Gunnars eru sjálfsmorð hælisleit-
enda mjög fátíð.
Spurður hvað verði um lík Ray-
monds segir Gunnar að hann von-
ist til þess að ættingjar finnist. Þeir
verði látnir vita og svo verður að sjá
hvað tekur þar við. Þegar Gunnar var
spurður hvernig brugðist yrði við ef
engir ættingjar fyndust, sagði hann
sýslumann betur í stakk búinn til
þess að svara þeirri spurningu.
Sýslumaður Reykjanesbæjar,
Þórólfur Halldórsson, svaraði sömu
spurningu á þá leið að það væri
fremst í ferlinu að finna ættingja Ray-
monds.
Innri átök erfið
„Maður hugsar rosalega mikið á
meðan maður bíður eftir hæli,“ seg-
ir Paul Ramses sem varð þekktur fyr-
ir baráttu sína fyrir því að fá hæli hér
á landi ásamt konu og barni. Hann
segir það taka svakalega mikið á að
flýja heimaslóðir sínar. Það bætir ekki
úr skák þegar hælisleitandinn óttast
einnig um líf sitt. Að sögn Ramses er
biðstaðan, sem hælisleitendur lenda
í hér á landi, hræðileg. Þeir vita ekki
hvað næsti dagur ber í skauti sér og
yfir vofir sífelld ógn heimalandsins.
„Maður þarf aðstoð við að takast á
við þau innri átök sem myndast þeg-
ar maður er strandaglópur á þennan
hátt,“ segir Ramses sem sjálfur var
tekinn frá konu sinni, Rosemary, og
barni þeirra. Þá var hann sendur til
Ítalíu vegna Dublin-reglugerðar-
innar.
Dauði eða kvalafullur dauði
„Í mínu tilfelli hugsaði ég um þá
kosti sem ég hafði í stöðunni. Annars
vegar var það að vera sendur heim
og þá var spurningin ekki hvort ég
yrði drepinn, heldur hvernig. Mað-
ur gerði ráð fyrir að dauðdaginn yrði
kvalafullur. Þess vegna íhugaði mað-
ur sjálfur að það væri þá fyrir bestu
að svipta sig lífi í stað þess að enda líf
sitt á hrottalegan hátt,“ segir Ramses
sem raunverulega íhugaði að svipta
sig lífi þegar engin von virtist vera í
hans stöðu. Hann ákvað að berjast
fyrir lífi sínu sem varð til þess að mál
hans var endurskoðað. Hann komst
aftur í faðm fjölskyldunnar og sér nú
framtíðina í fyrsta skipti.
Rauði krossinn til bjargar
Að sögn Ramses var það Rauði
krossinn og hans aðstoð sem fleytti
honum í gegnum erfiðan tíma hér á
landi. Hann segir einangrunina hafa
verið hrikalega. Allt tímaskyn hvarf
og tilgangsleysi dagsins varð algjört.
„Maður vaknaði, fékk sér að
borða og fór svo aftur að sofa,“
segir Ramses um
undarlegt tóm sem myndaðist í lífi
hans. Hann segist hafa upplifað sig
eins og hann væri einskis virði. Eins
og líf hans væri ekki krónu virði.
Hann þakkar Rauða krossinum fyrir
að hafa sótt sig heim vikulega. Bara
spurningin, hvernig hefur þú það?
kom honum í gegnum vikurnar.
Enginn annar spurði um líðan hans.
Svo virðist sem öllum stæði á sama á
meðan hann beið í óvissunni.
Óbærileg óvissa
Aðspurður hvort það komi hon-
um á óvart að Raymond hafi svipt sig
lífi, svarar hann því að það sé auð-
velt að missa tengslin á þann hátt að
menn bindi enda á eigið líf. Sjálfs-
morð er örvæntingarfullt úrræði
manns sem hefur engu að tapa.
„Maður þarf að hafa mikið and-
legt þrek til þess að koma sér í gegn-
um þessar aðstæður,“ segir Ramses
um upplifun sína sem hælisleit-
andi hér á landi. Hann seg-
ir að hann hafi
valuR gRettIsson
blaðamaður skrifar: valur@dv.is
Hælisleitandi svipti sig lífi
Hælisleitandi á fimmtugsaldri svipti sig lífi í síðustu viku á gistiheim-
ili fyrir flóttamenn. Maðurinn, sem hét Raymond að fornafni, fannst
látinn í herbergi sínu. Hann hafði beðið á Íslandi í nokkra mánuði eftir
svörum frá Útlendingastofnun varðandi hæli hér á
landi. Reynt er að fá upplýsingar um aðstandendur
Raymonds í heimalandi hans, Lettlandi. Engin svör
fást þegar spurt er hvað verði gert við
líkamsleifarnar finnist
enginn ættingi.
Paul Ramses og Rosemary
ramses þurfti að berjast hatrammlega fyrir
leyfi til þess að búa á Íslandi. Hann segir
biðina hafa verið helvíti og er ekki undrandi á
að flóttamenn fyrirfari sér við þessar
aðstæður.
„Stundum varð maður
hreinlega hrærður yfir
því að einhverjum væri
ekki sama um hvað
yrði um mig.“