Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Qupperneq 8
föstudagur 17. október 20088 Helgarblað Hartnær sextíu prósent íbúa í tut- tugu og sex löndum telja að hækk- un matvæla- og orkuverðs á þessu ári hafi haft „veruleg áhrif“ á líf þeirra. Samkvæmt könnun sem BBC stóð fyrir hafa flestallar þjóð- ir fundið fyrir aukinni byrði vegna hækkandi verðlags, en ástandið væri sýnu verst hjá fátækari þjóð- um. Eitt þeirra landa sem hvað verst hafa orðið úti af fyrrnefndum ástæðum er Filippseyjar, en annars staðar, samkvæmt upplýsingum frá hjálparsamtökunum Oxfam, er hungur yfirvofandi hjá rúmlega níu hundruð milljónum manna vegna hríðhækkandi verðlags. Fimm mánuðum eftir að þjóðir hétu tólf billjörðum bandaríkjadala til að taka á matvælaskorti í heiminum hefur minna en einn billjarður skil- að sér, segir í skýrslu Oxfam. Í skýrslunni kemur einnig fram að vegna verðhækkana á grund- vallarmatvælum eins og hrísgrjón- um og korni hafi eitt hundrað og nítján milljónir færst til viðbótar að hungurmörkum það sem af er árinu. Hungrað fólk eða bankar á brauðfótum Síðan könnun BBC var gerð frá júlí fram í september hefur orku- verð lækkað frá því sem þá var og með lækkandi olíuverði standa vonir til þess að matvælaverð lækki einnig því þá lækkar kostnaður vegna áburðar, dreifingar og þátta henni tengdri. Hjálparsamtök hafa beint at- hygli sinni að hinum mikla mun á aðgerðum alþjóðasamfélagsins vegna efnahagskreppunnar annars vegar og hinum mikla drætti sem orðið hefur á að koma hungruðum heimi til aðstoðar hins vegar. „Auðugar þjóðir beina allri sinni athygli að hækkun eldsneyt- is og ólgunni í fjármálageiranum, en fjöldi vannærðra í heiminum jókst um fjörutíu og fjórar milljónir manns 2008. Nærri einn milljarð- ur manna á við hungur að stríða. Þegar skoðuð eru skjót viðbrögð heimsins vegna lánakreppunnar eru hæg viðbrögð [vegna matvæla- skorts] verulegt áfall,“ sagði tals- maður Oxfam. Áðurnefnd könnun sýndi að fjöldi fólks í þróunarlöndunum hefur einfaldlega neyðst til að neyta minni matar vegna hækkun- ar matvælaverðs. Jonathan Mitchell hjá hjálp- arsamtökunum Care hefur veru- legar áhyggjur af afdrifum fjölda fólks í Afríku. „Matvælaskortinum og örlögum sautján milljóna Afr- íkubúa hefur verið ýtt neðarlega á forgangslistann. Bætið efnahags- kreppu við það og ástandið gæti vart orðið verra,“ sagði Mitchell. Víða slæmt ástand Ástandið var hvað verst á Fil- ippseyjum og í Panama, en þar sögðu sextíu og þrjú prósent að- spurðra að þeir hefðu þurft að herða sultarólina. Í öðru sæti var Kenía þar sem sextíu og eitt prósent sögð- ust borða minna en áður. Níger- ía fylgdi á hæla Keníu. Fimmtíu og átta prósent höfðu neyðst til að draga saman seglin og borða minna. Ef horft er til allra tuttugu og sex landanna sem könnun BBC náði til sögðust fjörutíu og sex prósent hafa breytt mataræði sínu. Það kom skýrast fram í Panama þar sem sjötíu og eitt prósent keypti ódýran mat. Egyptaland kom næst með sextíu og sjö prósent, síðan Kenía með sextíu og fjögur pró- sent og Filippseyjar með sextíu og þrjú prósent. Óánægja með viðbrögð stjórnvalda Áhrifanna er einnig farið að gæta í þróuðu löndunum og í Ástr- alíu sögðust, til dæmis, tuttugu og sjö prósent aðspurðra að þeir hefðu tamið sér meiri nægjusemi hvað varðar mat vegna hærra verð- lags. Til samanburðar var hlutfall- ið tuttugu og fimm prósent í Bret- landi og tíu í Þýskalandi. Könnunin leiddi aukinheldur í ljós að sjötíu prósent, á heimsvísu voru óánægð með aðgerðir ríkistjórna sinna til að halda verðlagi á matvælum þannig að fólk hefði efni á að kaupa þau. Óánægja vegna aðgerða stjórn- valda, eða skorts þar á, var mest áberandi í Egyptalandi þar sem tæp níutíu prósent voru óánægð með störf leiðtoga sinna. Filipp- seyjar og Líbanon voru á svipuðu róli. En óánægjan er ekki eingöngu bundin við þróunarlöndin, en af þeim gætti mestrar óánægju í Frakklandi þar sem sjötíu og níu prósent voru óánægð með ríkis- stjórnina. Áhrif hækkunar orkuverðs Hvar sem drepið var niður fæti í könnuninni skáru Filippseyjar sig úr. Þegar könnuð voru áhrif orku- verðs töldu sextíu prósent íbúa þessara tuttugu og sex landa sem könnunin náði til sig verða fyr- ir verulegum áhrifum vegna verð- hækkana. Filippseyjar komu verst út með níutíu og sex prósent íbúa sem töldu sig verða illilega fyrir barðinu á hærra orkuverði. Síðan kom Eg- yptaland með 93 prósent, Indón- esía með 84 prósent, Kenía með 83 prósent og Mexíkó með 81. Hlutfall í nokkrum þróuðum löndum var sem hér segir: Ítalía 61 prósent, Frakkland 59 prósent og einu prósenti minna í Bandaríkj- unum. Í könnuninni var talað við 27.319 fullorðna íbúa í eftirtöldum löndum: Ástralíu, Brasilíu, Banda- ríkjunum, Bretlandi, Egyptalandi, Filippseyjum, Frakklandi, Ind- landi, Indónesíu, Ítalíu, Kanada, Keníu, Kína, Kosta Ríka, Líbanon, Mexíkó, Nígeríu, Pakistan, Pan- ama, Póllandi, Rússlandi, Sam- einuðu arabísku furstadæmunum, Suður-Kóreu, Spáni, Tyrklandi og Þýskalandi. Kolbeinn þorsteinsson blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is HINIR SOLTNU GLEYMAST Talsmenn hjálparsam- taka bera saman við- brögð stjórnvalda víða um heim við efnahags- kreppunni annars veg- ar og aðgerðum vegna vaxandi fjölda jarðar- búa sem býr við hungur eða fullkomna hungurs- neyð hins vegar. Hækk- andi verð á matvælum og orku kemur allajafna verst niður á þróunar- löndunum sem síst mega við því. Vannært barn í Keníu Íbúar keníu hafa orðið fyrir barðinu á hækkandi verðlagi orku og matvæla. bræður í nígeríu Í Nígeríu hafa íbúar neyðst til að skera við nögl þann mat sem neytt er.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.