Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Blaðsíða 22
Bakkabræður þeir fyrri tóku sig einhverju sinni til og gerðu sér hús með nýju lagi að því leyti að þeir höfðu
engan glugga á því og eins og nærri
má geta var alltaf kolniðamyrkur inn-
andyra. Gluggaleysið var þó vissulega
tilkomið af praktískum ástæðum þar
sem bræðurnir á Bakka töldu víst að á
vetrum yrði alltaf hlýtt innan í glugga-
lausu húsi enda segir það sig nánast
sjálft að þar sem öngvir eru gluggar
kemst frostið ekki inn. Bræður þessir
reiddu nú ekki vitið í þverpokum og
brugðu því á það ráð að reyna að bera
myrkrið út úr húsinu í húfum sínum
og að sumra sögn jafnvel í trogum.
Þeir tóku sig því til einn góðan veðurdag þegar glaðast var sólskin um hásumarið og fóru að bera út myrkrið úr
húsinu í húfum sínum, sumir segja í
trogum, hvolfdu úr þeim myrkrinu,
en báru aftur inn í þeim sólskin í
húsið og hugðu nú gott til birtunn-
ar eftirleiðis. En þegar þeir hættu um
kvöldið og settust að í húsinu sáu þeir
ekki heldur en áður handa sinna skil.“
Svona er aðförunum og dapurlegum
árangrinum lýst í Þjóðsagnasafni Jóns
Árnasonar.
DV heldur utan um þjóðsög-ur samtímans og þar las Svarthöfði í gær að Bakka-bræður væru enn að byggja
hús. Bakkabræður vorra tíma eru að
vísu tveir en ekki þrír og eru miklu,
miklu klárari en þeir Gísli, Eiríkur og
Helgi. Annar þeirra er að reisa sér
magnaða glæsivillu í Fljóts-
hlíðinni og henni fylgir
hvorki meira né minna
en neðanjarðarbyrgi.
Svarthöfði áttar sig
nú ekki almenni-
lega á hvað íslenskur
auðmaður ætlar sér
með slíkt byrgi. Ef
til vill er þó ekki svo
galið að geta skriðið í
öruggt skjól fari svo illa
að sauðsvartur
almúginn
ryðj-
ist fram með kyndla og heykvíslar á
lofti, innblásinn af heift í garð útrásar-
og óreiðumanna sem hinn smurði
leiðtogi hefur fordæmt fyrir að hafa
sett þjóðarbúið á hausinn. Þá efast
Svarthöfði ekki um að Bakkabróðirinn
verði með einhverjum ráðum búinn
að bera myrkrið út og ljósið inn í þetta
athvarf sem í næsta góðæri verður
hægt að leigja út sem sviðsmynd í
James Bond-mynd.
Þótt fáar hliðstæð-ur megi finna með heimskum Bakka-bræðrum fortíðar og
þeim sem í krafti gáfna sinna
og áræðis hafa komist í álnir
á 21. öldinni hafa þeir þó
allir farið halloka í viðskipt-
um. Einu sinni voru Gísli,
Eiríkur og Helgi á ferð og
hittu fyrir mann með kött í
fanginu. Bræðurnir heilluð-
ust mjög af þessari kynja-
skepnu sem sögð var drepa
mýs og eyða þeim úr hús-
um. „Það þykir þeim
bræðrum mikil
gersemi og spyrja
hvort kötturinn
sé ekki falur.
Maðurinn segir
að svo megi
þeir mikið
bjóða að
hann
selji
þeim hann og varð það úr að þeir
keyptu köttinn fyrir geipiverð.“
Bræðurnir fóru svo heim með kisa og voru býsna ánægð-ir með viðskiptin þangað til þeir áttuðu sig á því að þeir
gleymdu að forvitnast um hvað kattar-
kvikindið æti. Þeir fóru því á fund þess
sem seldi þeim dýrið og spurðu hvað
kötturinn æti. „Bölvaður kötturinn
étur allt,“ var svarið og runnu þá í það
minnsta tvær grímur á þá bræður.
Eftir að hafa melt þessar upplýsingar
dágóða stund gera þeir sér grein fyrir
háskanum sem fólginn er í því að hafa
slíka skepnu á heimilinu. „Bölvað-
ur kötturinn étur allt og hann bróður
minn líka,“ sagði svo hver þeirra um
sig. Þeir fengu því mann til þess að
kála kettinum fyrir sig og græddu því
ekkert á kattarkaupunum.
Þeir Lýður og Ágúst þurfa varla að óttast ketti enda steðja stærri vandræði að þeim en svo að þau rúmist í litl-
um, krúttlegum ferfætlingi. Þá þætti
það örugglega saga til næsta bæjar
ef músagangur yrði í nýju höllinni í
Fljótshlíðinni. Hættan á því að Bakka-
bræður hinir nýju verði étnir er þó
öllu meiri en hjá þeim gömlu. Bakka-
bræður hafa nefnilega auðgast í krafti
kapítalismans og frjálsra viðskipta
og nú er komið á daginn að bölvað-
ur kapítalisminn er eins og helvítis
kötturinn og étur allt. Ekki síst þá sem
fitnuðu í krafti hans. Nú er virkilega illt
í efni þar sem botninn í útrásinni er
suður í Borgarfirði.
föstudagur 17. október 200822 Umræða
BakkaBræður Byggja hús
svarthöfði
reynir TrausTason riTsTjóri skrifar Danir eiga skuggalega fortíð gagnvart smáþjóðum.
Frændur eru verstir
Leiðari
Sorglegt er að sjá þá Þórðargleði sem gripið hefur um sig í Bretlandi og Bandaríkjunum vegna vandans
heimatilbúna sem nú hefur sligað íslenskt
efnahagslíf. Frá Danmörku berast þær
fregnir að nú hlakki í nýlendukúgurun-
um sem áður arðrændu Ísland. Íslending-
ar í Danmörku sæta áreiti og í fjölmiðlum
þykir sjálfsagt að höggva til Íslendinga og
fjalla um ástandið hér með niðurlægjandi
hætti. Auðvitað stendur ekki öll danska
þjóðin að þjóðernisárásunum á Íslendinga
en áberandi hluti hennar er ábyrgur. Danir
eiga skuggalega fortíð gagnvart smáþjóð-
um. Þeir eru enn nýlenduveldi og níðast
sem slíkir á Grænlendingum. Um 10 þús-
und Danir búa á Grænlandi þar sem þeir hafa grafið um sig eins
og maðkar í embættismannakerfinu og hirða bestu störfin. Ís-
lendingar höfðu gæfu til brjótast undan þeim í síðari heimsstyrj-
öldinni. Nú glefsa danskir vesalingar til liggjandi Íslendinga upp-
fullir af stórlæti þess sem gjarnan notar aflsmun til að kúga hina
smærri undir sig. Sama er uppi á teningnum í öðru nýlenduveldi,
Bretlandi, þar sem forsætisráðherrann hefur í heimsku sinni
beitt vinaþjóð hryðjuverka-
lögum til að knésetja stórfyr-
irtæki. Breska pressan hefur
farið hamförum gegn Íslandi
og allt er gert til að niðurlægja
hnípna þjóð í vanda. Meira að
segja hafa verið dregnir á flot
afdankaðir sjóarar í Grimsby
og Hull til að hlakka yfir sögu-
legri hefnd. Bretar arðrændu
Íslandsmið og veiddu á togur-
um sínum uppi í kálgörðum
þegar okkur tókst með harð-
fylgi að flæma þá heim til sín og
sækja þann sjálfsagða rétt að
nýta eigin fiskimið. Ræfildóm-
ur þeirra sem nú tala um sögulega hefnd er algjör. Íslendingar
verða að standa saman um að halda stolti sínu gegn þessum þjóð-
um sem reknar eru áfram af illmennsku og heimsku. Augljóst er
að við sækjum þangað hvorki stuðning né vináttu og við verðum
að halla okkur að öðrum þjóðum og vinsamlegri. Pólitískt verðum
við að gera málið upp inn á við og refsa þeim sem brugðust. Síðan
verðum við að velja erlenda vini okkar betur.
spurningin
„Kapítalisminn hefur
ekki beðið skipbrot
þó að kapítalistarnir,
vinir Ólafs Ragnars
Grímssonar, hafi ef til
vill tapað miklu fé og
valdið öðrum skaða,“
segir Hannes
Hólmsteinn
Gissurarson
prófessor. ólafur ragnar grímsson
forseti sagði að hinn hömlulausi
kapítalismi hefði beðið skipbrot.
hefur auðvaldið
Beðið skipBroT?
sandkorn
n Skyndilegt brotthvarf Tryggva
Þórs Herbertssonar úr ráð-
gjafahlutverki hjá Geir H.
Haarde forsætisráðherra hefur
vakið nokkra athygli. Tryggvi
Þór hefur staðfest að um hafi
verið að
ræða eitt at-
vik en neitar
að upplýsa
hvað er ná-
kvæmlega
þar að baki.
Trúnaðar-
brestur er
því á borð-
inu en Tryggvi mun hafa þótt
tala á köflum allt að því gáleys-
islega og bárust forsætisráð-
herra kvartanir vegna þess.
n Ólafur Ragnar Grímsson, for-
seti Íslands, hefur undanfarið
heimsótt vinnustaði í því skyni
að róa fólk á erfiðum tímum.
Víðast hefur hann fengið góðar
móttökur. Forsetinn hefur verið
beittur í tali og talað um hrun
auðvaldsins sem óneitanlega
minnir á þá tíma þegar hann
var formaður Alþýðubanda-
lagsins. Það kvað við annan tón
í Háskólanum í Reykjavík þar
sem Úlfar Erlingsson dósent
beinlínis hjólaði í forsetann
vegna vináttu hans og auð-
manna. Þetta mun hafa komið
flatt upp á forsetann sem lenti í
nauðvörn í stað þess að hvetja
fólk með eldmessu.
n Pistill kanónunnar Kolbrúnar
Bergþórsdóttur í Mogganum til
varnar bankastjórn Seðlabank-
ans hefur vakið ágæta athygli.
Ekki þó endilega vegna afstöð-
una til Seðlabankans, heldur
vegna þess
að Kolbrún
vitnar í pistl-
inum með
jákvæðum
hætti til
skrifa koll-
ega síns,
Agnesar
Bragadótt-
ur. Engum á Mogganum hefur
dulist að kuldi ríkir milli kvenn-
anna tveggja eftir að Agnes sneri
aftur til starfa eftir nokkurt hlé
sem varð í framhaldi uppnáms
á ritstjórnarfundi. Litið er á til-
vitnun Kolbrúnar sem framlag
til að slá á mesta frostið.
n Óbein sameining Fréttablaðs-
ins og Morgunblaðsins í hag-
ræðingarskyni mun leiða af sér
miklar breytingar. Því er spáð
að útgáfa blaðanna, Árvakur,
muni leggja mikla áherslu á
að styrkja
Morgun-
blaðið
og snúa
rekstrin-
um úr tapi
í hagnað.
Búist er við
að Frétta-
blaðið
muni minnka í arðbæra stærð
og dregið verði enn frekar úr
dreifingu í hvert hús. Þá er stöð-
ugur kvittur um að Þorsteinn
Pálsson, ritstjóri Fréttablaðs-
ins, muni fá langþráðan draum
uppfylltan og skipta um stól
við Ólaf Stephensen, ritstjóra
Moggans.
LyngháLs 5, 110 Reykjavík
Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf.
Stjórnarformaður: hreinn Loftsson
framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir
ritStjórar:
jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
fréttaStjórar:
Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is
og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is
auglýSingaStjóri:
ásmundur helgason, asi@birtingur.is
dv á netinu: dv.is
aðalnúmer: 512 7000, ritstjórn: 512 7010,
áskriftarsími: 512 7080, auglýsingar: 515 70 50.
Umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur.
dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
„Egill gerði sig að
fífli. Og ef ég hefði
verið yfirmaður
hans hefði ég
rassskellt hann.“
n Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsstjóri á ÍNN,
um Egil Helgason og fræga viðtalið hans í Silfri
Egils við Jón Ásgeir Jóhannesson síðastliðinn
sunnudag. - visir.is
„Við gætum
alveg farið þá
leið.“
n Björgvin G. Sigurðsson
viðskiptaráðherra um að íslenska ríkið gæti farið
með Icesave-málið fyrir dómstóla. - Fréttablaðið
„Spurningarnar
voru óvæntar og
hann svaraði
þeim nokkuð
vel.“
n Úlfar Erlingsson, dósent í tölvunarfræði, um
þær spurningar sem hann lagði óvænt fyrir
forseta Íslands á fyrirlestri í Háskólanum um
tengsl hans við auðmenn. - DV
„Ég vil ekki tala
um þessa
hluti.“
n Sigurjón Þ. Árnason,
fyrrverandi bankastjóri
Landsbankans, um hvort hann
og aðrir ráðamenn bankans hafi fengið
bónusgreiðslur áður en ríkið tók yfir. - DV
„Vextirnir eru ennþá
í geðsjúkum
hæðum.“
n Guðmundur Ólafsson
hagfræðingur, sem er ekki vanur
því að skafa utan af hlutunum, er
ekkert að missa sig úr gleði yfir þeirri ákvörðun
bankastjórnar Seðlabankans að lækka stýrivexti
sína um þrjú og hálft prósent. - dv.is
bókstafLega