Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Blaðsíða 18
föstudagur 17. október 200818 Umræða DV Séra Gunnþór Ingason hefur undanfarið fært Svani Elíassyni, Sverri Ólafssyni og Helga Jakobssyni mat en þeir búa í húsbílum sínum. Þremenningarnir segja ástandið sífellt fara versnandi en þrátt fyrir alkóhólisma fá þeir ekki inni á Vogi. Ögmundur Jónasson þingmaður heimsótti félagana um daginn en leist ekki vel á að- stöðuna, að þeirra sögn. Svanur segir félagslega kerfið hafi brugðist þeim 150 prósent. KLÖKKNA YFIR GJÖFUM GUNNÞÓRS „Skátarnir hafa verið rosalega almennilegir og þeir hafa hleypt okkur í salernisaðstöðu þegar er opið hjá þeim, annars höfum við þurft að fara út í trén og runnana.“ „Við erum hérna algjörlega vegalaus- ir og nánast útskúfaðir úr þjóðfélag- inu. Hér er samt gott fólk sem hefur sýnt okkur svo mikla velvild að við verðum bara klökkir,“ segir Svan- ur Elí Elíasson við DV. Svanur hefur búið í húsbíl sínum á tjaldsvæði á höfuðborgarsvæðinu frá því í sumar en félagar hans, þeir Sverrir Ólafs- son listamaður og Helgi Jakobsson, búa í öðrum húsbíl við hliðina. Þeir segja ástandið fara sífellt versnandi og að úrræðaleysið sé algjört, enginn þeirra fær inni í íbúð. Fá ekki inni á Vogi „Félagslega kerfið hefur brugð- ist okkur 150 prósent,“ segir Svan- ur sem tekur fram að um leið og þeir hafi byrjað að drekka á nýjan leik hafi farið að halla undan fæti. Þeir hafa allir haft samband við Vog síðustu vikur en enginn þeirra hef- ur fengið pláss. Svanur segist skilja það vel að SÁÁ eigi í erfiðleikum nú þegar stærsti bakhjarlinn sé fallinn en Landsbankinn hefur lengi styrkt dyggilega við starf meðferðarstöðv- arinnar. Honum þykir þó sárt að sitja úti í kuldanum og fá hvergi að- stoð. Einn þremenninganna datt úr efri koju húsbílsins og slasaði sig illa fyrir nokkru og hann var fluttur með sjúkrabíl á Landspítalann en skilað aftur í húsbílinn daginn eftir. Svanur segir það slæma meðferð að senda manninn allan lemstraðan beint aft- ur í húsbílinn. Sérann ætti að fá fálkaorðuna „Við erum að hugsa um að opna okkar eigin afvötnunarstöð, þegar við erum búnir að ná okkur á strik. Við ætlum að fá þangað fólk sem er virkilega veikt og þarf virkilega um- önnun til að fá lausn sinna mála,“ segir Svanur og tekur fram að honum sé full alvara. Hann ber Georg Við- ari Björnssyni góða söguna en hann stofnaði Samhjálp á sínum tíma. „Georg hefur reynt eins og hann get- ur að koma okkur á Hlaðgerðarkot,“ segir Svanur. Hann segir einnig að séra Gunnþór Ingason hafi staðið eins og klettur við bakið á þeim und- anfarið en Gunnþór hefur fært þeim mat sem hann greiðir fyrir úr eigin vasa. Svanur tekur fram að ef einhver ætti að fá fálkaorðuna, þá væri það séra Gunnþór. Góðir gestir „Skátarnir hafa verið rosalega al- mennilegir og þeir hafa hleypt okk- ur í salernisaðstöðu þegar er opið hjá þeim, annars höfum við þurft að fara út í trén og runnana,“ segir Svan- ur. Ögmundur Jónasson þingmaður kíkti á þá um daginn og færði þeim mat. Svanur segir Ögmund hafa sagt að hann skildi ekki hversu langt þetta hefði fengið að ganga. Jurg Alt- herr, gamall félagi Sverris og þekkt- ur myndhöggvari í Evrópu, heim- sótti hann á miðvikudag en honum brá við að sjá aðstöðu gamla kollega síns. „Við erum orðnir svo samrýmd- ir og góðir vinir í þessum hörmung- um okkar og við styðjum hver ann- an eins og við getum fram í rauðan dauðann, ef út í það fer,“ segir Svanur að lokum. JÓn BJarkI maGnúSSon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Séra Gunnþór Svanur segir séra Gunnþór hafa bjargað lífi þeirra undanfarið en hann hefur fært þeim mat sem hann hefur borgað úr eigin vasa. MYND: HEIÐA Séra Gunnþór svanur segir séra gunnþór hafa bjargað lífi þeirra undanfarið en hann hefur fært þeim mat sem hann hefur borgað úr eigin vasa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.