Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Page 15
föstudagur 17. október 2008 15Helgarblað „ÉG SKAMMAST MÍN FYRIR AÐ VERA ÍSLENDINGUR“ Kristín Gunnarsdóttir er öryrki og býr í Danmörku. Hún er í skuld við bankann og býst ekki við að fá örorku- bæturnar frá Íslandi um næstu mánaðamót því dönsku bankarnir vilja ekki sjá íslensku krónuna. Kristín sér fram á að missa húsnæði sitt um mánaðamótin og enda á götunni. Hún er afar niðurdregin vegna ástandsins og ætlar að leita sér læknishjálpar. Ég veit um fólk sem hefur þegar farið þá leið. Það er náttúrlega allsvakalegt ef fólk þarf að grípa til þeirra örþrifa- ráða að binda enda á eigið líf því það sér enga aðra leið út úr vandanum.“ Kristín hefur verið í miklu ójafn- vægi að undanförnu. „Það er ekki hægt að fara svona með fólk,“ seg- ir hún með grátstafinn í kverkunum. „Ég er að fara til læknis og ætla að fá róandi lyf hjá honum. Ég stend ekki undir þessu.“ Vill ekki vera baggi á neinum Kristín er þegar í skuld við bank- ann sinn og sér fram á að ástandið versni enn um næstu mánaðamót. „Þeir koma ekki til móts við mig þeg- ar ég get ekki borgað mínusinn sem ég er í núna. Ég er komin á götuna um leið og ég borga ekki leiguna. Það er hundrað prósent öruggt að ég get það ekki. Ég ætla að tala við leigusalana eftir helgina og segja þeim að ég verði að stoppa leigugreiðslur til þeirra. Ég get ekki annað. En ég veit að ég fæ engan frest,“ segir Kristín sem leigir íbúð sína hjá leigufélagi. Hún er handviss um að margir Íslendingar í Danmörku séu í sömu stöðu og hún. Kristín segir börnin sín öll af vilja gerð til að hjálpa henni. „Næstelsta dóttir mín býr hér á vesturströnd- inni. Hún vill að ég flytji til sín en ég geri það ekki. Ég bý ekki inni á öðr- um. Ég hef aldrei verið baggi á nein- um og ætla ekki að byrja á því núna. Ég myndi upplifa mig sem bagga á hennar fjölskyldu. Ég er stolt og vil ekki vera upp á neinn kominn,“ seg- ir hún. Kristín hefur íhugað margar leið- ir til að bjarga sér. „Ég var búin að ákveða að fara niður í bæ með betli- bauk með íslenska fánanum og betla peninga. Til að geta lifað. En ég ætla ekki að gera það. Ég ætla ekki að aug- lýsa að ég er Íslendingur. Ég sé enga leið út úr vandanum.“ Henni finnst þó ósanngjarnt að heilli þjóð sé kennt um mistök nokkurra Íslendinga. Ekki hvarflaði að henni að efna- hagsástandið á Íslandi væri jafnslæmt og raun ber vitni. „Þetta var áfall fyrir mig eins og alla aðra. Ég er íslensk- ur ríkisborgari. Ég hef hingað til ver- ið stolt af mínu heimalandi en ég veit ekki lengur hversu stoltur maður get- ur verið. Það er vandamálið.“ Afneitar upprunanum kristín gunnarsdóttir flúði Ísland og flutti til dan- merkur fyrir tuttugu árum. Hún hefur þó alltaf verið stolt af uppruna sínum en segir að ef einhver spyrði hana nú myndi hún ekki segjast vera Íslendingur. Mynd HenriK KAstensKoV „Þennan mánuð- inn hef ég borðað það sem ég átti í frystinum en sá matur er bráðum búinn.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.