Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Side 13
föstudagur 17. október 2008 13Helgarblað verið spurður hvort hann væri með aðra áætlun um hvert hann færi ef honum yrði vísað úr landi. Það hafi hann ekki haft. Hefði honum verið vísað endanlega úr landi hefði það verið óbærilegt. Hrærður yfir umhyggju Ramses segir að það eina sem hafi bjargað honum frá andlegri glötun hér á landi hafi verið gott fólk, annars vegar hjá Rauða krossinum, og hins vegar þeir sem stóðu með honum þegar hann var fluttur til Ít- alíu á grundvelli Dublin-reglugerð- arinnar. Rauða krossinum þakkar hann fyrir að hafa rofið þá félags- legu einangrun sem hann lifði í. Að- spurður hvort hann hafi ekki fengið neinn félagsskap frá öðrum hælis- leitendum, segir Ramses að oft hafi verið erfitt að tengjast þeim og þá aðallega vegna tungumála- örðugleika. „Stundum varð maður hreinlega hrærður yfir því að einhverjum væri ekki sama um hvað yrði um mig,“ segir Ramses þegar hann rifjar upp tímann og þá helst með hryllingi. Lettinn Raymond var ekki jafn- heppinn. Svo virðist sem hann hafi ekki þolað óvissuna sem beið hans. Kunningi sem þekkti til hans á gisti- heimilinu sagði blaðamanni frá því að svo virtist sem Raymond hafi ótt- ast um líf sitt og hafi upplifað þá ógn mjög sterkt. Lögreglan reynir enn að hafa upp á ættingjum Raymonds í Lett- landi með aðstoð þarlendra yfir- valda. Hælisleitandi svipti sig lífi Gistiheimili hælisleitanda Lettinn raymond fannst látinn í herbergi sínu á gistiheimilinu fIt í síðustu viku. Hann hafði svipt sig lífi. Hann hafði lifað á Íslandi sem hælisleitandi í nokkra mánuði. Hvað verður um líkamsleifarnar? Lögreglan kappkostar að finna ættingja raymonds í Lettlandi. Þegar yfirvöld voru spurð hvað gert yrði við líkamsleifarnar fyndust ættingjar ekki, var fátt um svör. Aurora, skip samtakanna „Konur á öldum“, var væntanlegt til Valencia á Spáni á fimmtudaginn. Ætlunin er að Aurora, sem er hollenskt, haldi til á alþjóðlegu hafsvæði, utan lögsögu spænskra yfirvalda, og að um borð verði framkvæmdar fóstureyðingar. Andstæðingar fóstureyðinga á Spáni hafa af fremsta megni reynt að koma í veg fyrir að skipið legðist að bryggju. Samtökin Konur á öldum eiga skipið og bjóða ókeypis fóstureyðingu um borð og er það „táknræn viðleitni“ til að þrýsta á spænsku ríkisstjórnina með það fyrir augum að hún breyti núgildandi lögum sem lúta að fóstur- eyðingum. Fóstureyðingarnar verða fram- kvæmdar utan spænsks hafsvæð- is undir hollenskum lögum sem eru að öllu leyti frjálslegri. Aurora hefur komið víða við, til dæmis á Írlandi og í Póllandi. Engin lög brotin Það er spænskur kvensjúkdóma- læknir, Josep Luis Carbonell, sem mun sjá um aðgerðirnar og sagði hann að með komu skipsins væri hægt að „framkvæma fóstureyðing- ar utan ramma laga Spánar, í fyrsta skipti í nútímasögu Spánar, en án þess að brjóta þau.“ Rebecca Gomperts, hjá Konum á öldum, sagði að koma Auroru væri „... nauðsynleg leið til að svara frekju af hálfu krafta íhaldssemi, sem er leidd af kaþólsku kirkjunni, sem væri and- víg valfrelsi.“ Á meðal stuðningsmanna samtak- anna er Pilar Bardem, móðir leikar- ans víðfræga og óskarsverðlaunahaf- ans Javiers Bardem. „Fjármagnað af fóstureyðinga- iðnaðinum“ Floti minni skipa, á vegum and- stæðinga fóstureyðinga, hugðist koma í veg fyrir að Aurora kæm- ist inn í höfnina í Valencia. Á meðal þeirra sem eru á móti komu skipsins er borgarstjóri Valencia, íhaldsmað- urinn Rita Barbera. Einnig hafa kaþ- ólskir læknar og samtök „hlynnt lífi“ mótmælt komu þess. Rita Barbera sagði að uppátæki Kvenna á öldum væri hneykslanlegt og annar stjórnmálamaður, Javier Perez, sagði að þetta væri tækifæri til að sýna stuðning við líf. Samtök kaþólskra lækna á Spáni og önnur samtök reyndu að fá borg- arráð til að banna skipinu að leggja að. Jose Maria Simon, forseti lækna- samtakanna, sagði: „Þessi herferð er fjármögnuð af „fóstureyðingaiðnað- inum“. Þau framkvæma á milli eitt hundrað og tvö hundruð þúsund fóstureyðingar á ári hverju.“ Fóstureyðingar af heilsufarsástæðum Árið 1985 var löglegt að fram- kvæma fóstureyðingu innan tólf vikna, ef getnaður var afleiðing nauðgunar. Innan tuttugu og tveggja vikna má framkvæma fóstureyðingu ef fóstrið er verulega afmyndað. Ef heilsa móð- ur, líkamleg eða andleg, er í hættu má framkvæma fóstureyðingu, og engin tímamörk þar á. Síðastliðinn áratug hafa verið framkvæmdar um eitt hundrað þús- und fóstureyðingar á Spáni. Flest- ar voru þær gerðar vegna þess að móðirin óttaðist um geðheilsu sína. Fjöldi spænskra kvenna hefur leitað á einkastofur því vegna andstöðu við fóstureyðingar er aðeins brot þeirra framkvæmt á ríkissjúkrahúsum. And- stæðingar halda því fram að margar konur misnoti núgildandi lög til að fá fóstureyðingu og standi í raun og veru ekki frammi fyrir nokkurri áhættu hvað varðar geðheilsu sína þó þær eignuðust barnið. Nokkrar einkastofur hafa verið sakaðar um að framkvæma ólöglegar fóstureyðingar á síðari stigum með- göngu. Á skjön við mörg Evrópulönd Kvenréttindasamtök hafa lagt hart að spænskum stjórnvöldum að innleiða frjálslegri fóstureyðingalög, og með því nálgast það sem tíðkast í öðrum Evrópulöndum. Ríkisstjórn Spánar tilkynnti í síðasta mánuði að hún hygðist kanna leiðir til að inn- leiða endurbætur á lögunum á næsta ári og að ríkisstjórninni hugnaðist að lögin drægju dám af breskum fóstur- eyðingalögum, en samkvæmt þeim er frjálst að fá fóstureyðingu innan tuttugu og fjögurra vikna af með- göngu. Búið er að skipa ráð lögfræðinga, lækna og annarra lögfróðra manna og er því ætlað að koma með tillögur um hvernig eigi að breyta lögunum. „Þessi herferð er fjár- mögnuð af „fóstureyð- ingaiðnaðinum“. Þau framkvæma á milli eitt hundrað og tvö hundr- uð þúsund fóstureyð- ingar á ári hverju. Spænsk lög um fóstureyðingar stangast á við lög flestra Evrópu- ríkja. Til að þrýsta á stjórnvöld að breyta lögunum hyggjast sam- tökin „Konur á öldum“ bjóða upp á ókeypis fóstureyðingar um borð í skipi sínu, Auroru, fyrir utan spænska lögsögu. Aðgerðirn- ar verða framkvæmdar samkvæmt hollenskum lögum. fóstureyðingar á Hafi úti KolbEinn þorstEinsson blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Aurora boðið verður upp á ókeypis fóstureyðingar um borð í skipinu. Valencia á spáni borgaryfirvöld í Valencia eru ekki par ánægð með áform „kvenna á öldum“.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.