Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Side 20
Þeir Bakkabræður, Ágúst og Lýður Guðmundssynir, eru miklir smekk- menn en þeir standa nú báðir í bygg- ingu sumarhúss, einn í Fljótshlíð en hinn við Þingvallavatn. Ágúst er þó heldur hóflegri en bróðir hans þar sem sumarhúsið hans er 900 fer- metrum minna en Lýðs. Það er þó ekki vegna peningaleysis enda notar Ágúst þyrlu við bygginguna. Steypir með þyrlu Fjölmargir gestir og nágrann- ar í þjóðgarðinum kvörtuðu sáran í sumar þegar þyrlur fóru að sveima yfir Þingvöllum með tilheyrandi há- vaðamengun. Frétt þess efnis birtist í fjölmiðlum í júlí en þó var ekki tekið fram að þyrlan væri á vegum Ágústar. Þyrlan fékk það verkefni að sækja steypu í steypubíl Mest og fljúga síðan með hana að sumarhús- inu, sem er á Valhallarstíg 15, þar sem vaskir verka- menn dreifðu henni um grunninn. Þingvallanefnd var þó fljót að taka í taumana, með Björn Bjarnason dómsmálaráðherra í broddi fylking- ar, og bannaði þyrlur yfir sumartím- ann eða frá miðjum júlí til 1. október. Bannið er því ekki lengur í gildi en þó sjást engar þyrlur. Vill lítið láta á sér bera Ekki er hægt að kenna peninga- leysi auðmanna um það að engar þyrlur hafa sést á Þingvöllum eft- ir 1. október heldur vilja sveitungar og verkamenn á svæðinu, sem DV ræddi við, meina að Ágúst vilji ekki flagga auðæfum sínum í kreppunni. Þess vegna sótti Ágúst um undan- þágu vegna notkunar á sérstökum steypufjórhjólum sem núna keyra um Valhallarstíginn. Undir venju- legum kringumstæðum má aðeins ganga um þennan stíg en ekkert er þó venjulegt í kringum byggingar- gleði auðmannanna. Engin gæsla er í kringum bygg- ingarsvæðið á Þingvöllum enda er þjóðgarðurinn eign allra Íslendinga. Smátt út af reglum DV greindi frá því í gær að bróðir Ágústar, Lýður Guðmundsson, væri að byggja þúsund fermetra glæsi- villu í Fljótshlíðinni. Sumarhús Ág- ústar er níu sinnum minna eða tæp- lega hundrað fermetrar. Lýður er þó ekkert ríkari en Ágúst. Ástæðan fyrir stærðarmuninum er einfaldlega sú að reglugerð er snýr að byggingum í þjóðgarðinum segir að sumarhús megi ekki vera stærri en níutíu fermetrar. Einhverjir auð- menn á svæðinu virðast þó hafa farið yfir þá stærð því sumir grunnar sem nú þegar hafa verið steyptir eru tölu- vert stærri en níutíu fermetrar. En hvað ætli níutíu fermetra sumarhús kosti í dag? 250 milljóna sumarhús Samkvæmt heimildum DV er áætlaður kostnaður við gerð sumar- húss Ágústar í kringum 250 milljónir króna. Það verður að teljast ansi há fjárhæð fyrir aðeins níutíu fermetra föstudagur 17. október20 Helgarblað BakkaBróðir Byggir með þyrlu Einhverjir auðmenn á svæðinu virðast þó hafa farið yfir þá stærð því sumir grunnar sem nú þegar hafa verið steyptir eru töluvert stærri en níutíu fer- metrar. Steypuþyrla Ágústar Þyrlan fór fjölmargar ferðir í sumar með steypu að sumarhúsi Ágústar eða þar til Þingvallanefnd bannaði allt þyrluflug í þjóðgarðinum til 1. október síðastliðins. Atli MÁr GylfASon blaðamaður skrifar: atli@dv.is Bakkabróðirinn Ágúst Guðmundsson fer nýjar leiðir við byggingu 250 milljóna króna sumarhúss við Þingvallavatn. Sumarhúsið er á besta stað inni í sjálfum þjóðgarðinum en Ágúst hefur meðal annars notað þyrlu til að flytja steypu að grunni hússins. Undan- farið hefur Ágúst þó látið bera minna á framkvæmdum og í stað þyrlunnar eru komn- ir verkamenn á sérstökum steypufjórhjólum. Fleiri auðmenn byggja á Þingvöllum en lóðirnar í þjóðgarðinum eru með dýrustu sumarhúsalóðum á Íslandi. lýður Guðmundsson byggir töluvert stærra sumarhús en bróðir hans eða samtals 900 fermetrum stærra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.