Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Blaðsíða 16
föstudagur 17. október 200816 Helgarblað „Mér finnst að þegar um hægist þurfi að„Mér finnst að þegar um hægist þurfi að meta hæfni þeirra manna sem hafa setið í yfirstjórn Seðla- bankans. Fara þarf ofan í kjölinn á því hvernig framvegis verði skipað í bankaráð Seðlabankans,“ segir Björg Thorarensen, prófessor í stjórn- skipunarrétti, aðspurð hvort endur- skoða þurfi reglur um skipun í stöð- ur í bankanum. Hún segir þá miklu gagnrýni, sem erlendir og innlend- ir hagfræðingar hafi haldið uppi á Seðlabankann, kalli á endurskoðun. Skipan í stöður sé frábrugðin því sem gerist erlendis og því sé nauð- synlegt að taka út hvort gera þurfi breyt- ingar hér á landi. Sex sitja í ráðinu Bankaráð Seðlabanka Íslands samanstendur allajafna af sjö kjörn- um fulltrúum stjórnmálaflokkanna. Þeir eru kosnir með hlutfallskosningu á Alþingi að þingkosningum loknum. Eigi má kjósa stjórnendur eða starfs- menn lánastofnana eða annarra fjár- málastofnana sem eiga viðskipti við bankann til setu í bankaráði. Banka- ráðið kýs formann og varaformann úr sínum hópi en samkvæmt heima- síðu Seðlabankans hefur banka- stjórnin náið samráð við bankaráð um stefnumörk- un og ákvarðanir í mikilvægum málum. Nú eru fulltrúarnir hins vegar aðeins sex. Vilja afsögn 9. október sagði Sigríður Ingi- björg Ingadóttir, annar tveggja full- trúa Samfylkingarinnar, sig úr ráð- inu. Hún sagði að undanfarnar vikur og mánuði hafi verið gerð alvarleg mistök í hagstjórn Íslands og stjórn fjármálakerfisins. Seðlabanki Íslands bæri mikla ábyrgð á þeim mistök- um og nú væri íslenska hagkerfið að hruni komið. „Það er mitt álit að til að svo geti orðið verði að skipta um bankastjórn í Seðlabanka Íslands. Ég hvet því bankastjóra Seðlabanka Íslands, Davíð Odds- son, Eirík Guðna- son og Ingimund Friðriksson, til að axla sína ábyrgð á mistökunum og segja af sér nú þegar,“ sagði hún og bað þjóðina afsök- unar á því að hafa ekki axl- að ábyrgð sína fyrr. Síðustu daga og vik- ur hafa svo bæði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og for- maður Samfylkingarinnar, og Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður lýst yfir vantrausti á stjórn Seðlabank- ans. Sex fulltrúar eftir Nú eru því aðeins sex fulltrúar í bankaráði Seðlabankans. Þrír sitja þar fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. Það eru Halldór Blöndal, formaður ráðsins, Hannes Hólmsteinn Gissur- arson og Erna Gísladóttir. Fyrir hönd vinstri-grænna situr Ragnar Arnalds en Jónas Hallgrímsson fyr- ir hönd Framsóknarflokksins. Full- trúar Samfylkingarinnar voru í fyrra skipaðir Jón Sigurðsson, sem er vara- formaður ráðsins, og Jón Þór Sturlu- son. Jón Þór lét af störfum þegar hann varð aðstoðarmaður Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra. Í hans stað kom Sigríður Ingibjörg. Hún sagði af sér eins og að ofan er rakið. Halldór Blöndal, fyrrverandi land- búnaðarráðherra, samgönguráðherra og forseti alþingis, er núverandi formaður bankaráðs. Hann sat á þingi fyrir sjálfstæðisflokkinn frá 1979 til 2007, en hafði frá 1971 verið varaþingmaður. Hefur stúdentspróf frá Menntaskólanum á akureyri og nám í lögum og sagnfræði við HÍ, eins og segir á heimasíðu alþingis, en lauk ekki námi. Halldór er sjötugur að aldri. Jón SigurðSSon er varaformaður bankaráðs seðlabankans og formaður stjórnar fjármálaeftirlitsins. Hann situr í ráðinu fyrir samfylkingu. Jón var forstjóri Þjóðhagsstofnunar og síðar ráðherra á árunum 1987 til 1993. Jón var um tíma seðlabankastjóri. Hann var aðalbanka- stjóri Norræna seðlabankans frá 1995 til 2004. Hann hefur fil. cand.-próf í þjóðhagfræði og tölfræði og M.sc. econ.- prófi í þjóðhagfræði. Hann er 67 ára. Erna gíSladóttir, formaður viðskipta- og neytendanefndar sjálfstæðisflokksins, er hagfræðingur frá university of Navarra. Hún er fyrrverandi forstjóri b&L, dóttir gísla guðmundssonar, fyrrverandi forstjóra b&L, fyrrverandi formaður bílgreinasambandsins og stjórnarformaður Leifsstöðvar. Móðir ernu er bessí Jóhannsdóttir, fyrrverandi varaborgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins. erna er fertug að aldri. ragnar arnaldS situr í bankaráði fyrir hönd vinstri-grænna. Hann var þingmaður frá 1963 til 1999. Hann var ýmist samgöngu-, menntamála- eða fjármálaráðherra á árunum 1978 til 1983. Hann var um árabil formaður þingflokks alþýðuflokksins. ragnar hefur stúdents- próf frá Mr, nám í bókmenntum og heimspeki við háskóla í svíþjóð og lögfræðipróf frá HÍ frá 1968. ragnar er sjötugur að aldri. HannES HólmStEinn giSSurarSon er prófessor í stjórnmálafræði í félagsvísindadeild Háskóla Íslands og hefur einnig ba próf í heimspeki og sögu frá HÍ. Hann hefur lengi verið einn dyggasti stuðningsmað- ur davíðs oddssonar seðlabankastjóra og hefur verið í bankaráði seðlabankans frá 2001. Hannes er einn þriggja fulltrúa sjálfstæðisflokksins í ráðinu en hann er 55 ára. Meðalaldur þeirra fimm karlmanna sem sitja í bankaráði Seðlabanka Íslands verður 67 ár á þarnæsta ári. Meðalaldur í ráðinu er nú 61 ár, en þar situr ein kona. Aðeins sex fulltrúar eru nú starfandi í ráðinu en Sigríð- ur ingibjörg ingadóttir sagði sig á dögunum úr ráðinu. Varamaður Sigríðar hefur ekki ákveðið hvort hún muni taka sætið. ragnar arnalds, fulltrúi vinstri-grænna, treystir bankastjórn Seðlabankans en Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, hefur lýst því yfir að hann vilji skipta um allt settið. Aðeins tveir þeirra sem í bankaráði sitja hafa háskólamenntun á hagfræði- eða viðskiptasviði. Baldur guðmundSSon blaðamaður skrifar baldur@dv.is Tveir hagfræðingar og einn sTúdenT „Þessum mönnum er lögum samkvæmt fal- ið að taka ákvarðanir í Seðlabankanum. Þó að menn séu ósáttir við þær ákvarðanir sem þeir taka er ekkert til- efni til að reka þá.“ meðalaldur bankaráðsmanna er 61 ár aðeins tveir í bankaráði seðlabankans hafa menntun á hagfræði- eða viðskiptasviði. Bankaráð seðlaBanka íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.