Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Qupperneq 21
FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 21Helgarblað BakkaBróðir Byggir með þyrlu sumarhús en eitthvað hlýtur það þó að kosta að nota þyrlu við bygging- una. Sumarhúsið verður glæsilegt í alla staði miðað við teikningu af húsinu sem DV hefur undir höndum. Ágúst fær stórt og gott hjónaherbergi auk þess sem hann getur boðið gestum sínum að gista í litlu gestahúsi sem verður við hlið sumarhússins. Á ver- öndinni verður heitur pottur og að- staða fyrir grill, töluvert látlausara en hjá Lýð sem verður með neðanjarð- arbyrgi undir veröndinni sinni. Bróðir í neðanjarðarbyrgi Lýður er ekki langt frá bróður sín- um en DV birti myndir af glæsivill- unni hans í Fljótshlíðinni í gær. Mikil öryggisgæsla er í kringum það bygg- ingarsvæði enda getur Lýður rekið fólk af sinni einkalóð á meðan Ágúst byggir á landi sem allir Íslendingar eiga. Lýður vill aðeins það besta við gerð hússins og því er notast við byggingarefni á borð við blágrýti og „zebravið“ en slíkur viður er ekki fá- anlegur á Íslandi og því verður að sérpanta hann til landsins. Undir glæsivillu Lýðs er síðan fjögur hundruð fermetra neðan- jarðarbyrgi og má því segja að hann geti komið fyrir fjórum sumarhús- um bróður síns í kjallaranum sín- um. Samkvæmt heimildum DV verð- ur neðanjarðarbyrgið meðal annars notað undir bílageymslu og aðstöðu fyrir starfsfólk. Ágúst fær ekkert slíkt við sitt sum- arhús, ekki einu sinni bílskúr vegna reglna um byggingar í þjóðgarðin- um. Auðmenn vilja Þingvelli Ágúst Guðmundsson er samt sem áður ekki eini auðmaðurinn sem vill sumarhús á Þingvöllum. Einar Örn Jónsson, einn af eigendum Saxhóls og stór hluthafi í Glitni í gegnum fyr- irtækið Saxbygg, er með stórglæsi- lega höll í byggingu við Þingvalla- vatn. Glæsivillan er í raun falin inni í stórum grashól og minnir húsið óneitanlega á eitthvað úr kvikmynd- um á borð við James Bond. Einar Örn sparar ekkert við fram- kvæmdina en eins og má sjá á mynd- um sem DV birtir verður Einar Örn með bílskúr og geymslu á frekar óvenjulegum stað eða undir sjálfu húsinu. Þar getur Einar Örn geymt tvo bíla eða jafnvel einn bát og einn bíl en rýmið er skilgreint sem báta- og bílageymsla á teikningunum. Undir húsinu er líka gert ráð fyrir stóru og miklu frístundarými. Á jarðhæð hússins verður flott- ur arinn en strompurinn er hann- aður eins og stór varða ofan á þaki þess. Þá getur Einar Örn boðið fullt af fólki í heimsókn því fyrir utan bílageymsluna undir húsinu verð- ur bílskýli fyrir framan húsið sem rúmar þrjá bíla. Rangur bróðir Vegna mistaka við lokafrágang fimmtudagsblaðs DV birtist mynd af röngum manni með frétt um framkvæmdir Lýðs Guðmundssonar í Fljótshlíð þar sem ver- ið er að reisa veglegt hús með mikilli neð- anjarðarbyggingu. Myndin sem birt- ist var af Ægi, bróður Lýðs. Beðist er velvirðingar á þeim mistökum. Vilja breyta reglum Þingvallanefnd vinnur nú að nýj- um reglum um sumarhúsin í þjóð- garðinum en samkvæmt heimildum DV snúast reglurnar um meðal ann- ars bann við nýbyggingum og girð- ingum um einkalóðir. Bannið fer ekki vel í byggingaglaða auðmenn landsins og því hefur ekki samstaða náðst um nýju reglurnar. „Tillögur að nýjum reglum hafa verið ræddar í nefndinni en ekki af- greiddar,“ segir Björn Bjarnason, for- maður Þingvallanefndar, spurður um stöðu mála. Í lögum segir meðal annars að Þingvellir við Öxará skuli vera frið- lýstur helgistaður allra Íslendinga og að landið megi aldrei selja eða veðsetja. Þess vegna hafa umrædd- ir auðmenn gert lóðarsamninga við íslenska ríkið en þeir eru gerðir til tíu ára í senn og renna næst út árið 2010. Það verður þó að teljast ansi ólíklegt að einhverjir aðrir en þeir sem standa nú í framkvæmdum fái lóðirnar eftir tvö ár. Í byggingu Höll Einars Arnar er í byggingu en þó er komin einhver mynd á hana. DV mynD SigtRygguR ARi Ágúst guðmundsson Hlakkar eflaust til að geta slakað á í þjóðgarðinum. Höllin í Fljótshlíð Lýður reisirum þúsund fermetra glæsivillu. Þar af er mikil neðanjarðarbygging sem tengist húsinu, gólfflötur hennar er 400 fermetrar. DV mynD SiGTRyGGUR ARi Byggt á Þingvöllum Ágúst byggir öllu minni bústað en bróðir hans. DV mynD SiGTRyGGUR ARi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.