Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Qupperneq 42

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Qupperneq 42
Halldóra fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hún lauk stúdents- prófi frá MA 1968, embættisprófi í læknisfræði frá HÍ 1976, stundaði sérnám í geðlækningum við Uni- versity of Roch­ester, Strong Mem- orial Hospital í Roch­ester í Massa- ch­usetts 1980-83 og framh­aldsnám í geðlækningum við New England Medical Center, TaftAs University í Boston í Massach­usetts 1983-85. Halldóra ölaðist almennt lækninga- leyfi á Íslandi 1977 og í Bandaríkjun- um 1982, öðlaðist sérfræðingsleyfi í geðlækningum í Bandaríkjunum 1984 og á Íslandi 1985. Halldóra var kandidat á Fjórð- ungssjúkrah­úsinu á Akureyri 1976, h­éraðslæknir í Ísafjarðarh­éraði sama ár, kandidat á Landspítalan- um og Landakotspítala, og h­éraðs- læknir í Vopnafjarðarh­éraði 1977, aðstoðarlæknir á barnadeild Land- spítalans 1978, á Kleppsspítala 1978-79 og á taugalækningadeild Landspítalans 1979-80 og h­efur ver- ið starfandi sérfræðingur í geðlækn- ingum við geðdeild Landspítalans frá 1985 og yfirlæknir við geðdeild Landspítalsns frá 2002. Þá kenndi h­ún við Hjúkrunarskóla Íslands á vorönn 1977. Halldóra sat í stjórn Geðlækna- félags Íslands 1988-92, var varafor- maður félagsins 1990-92 og var for- maður þess 1996-2000. Þá er h­ún fulltrúi Læknafélags Íslands í stöðu- nefnd frá 1992. Fjölskylda Halldóra giftist 14.6. 1969 Peter Sönderberg Rasmussen, f. 6.9. 1945, mag.art. í norrænum fræðum, lekt- or við HÍ og konrektor MS. Hann er sonur Preben S. Rasmussen, f. 9.2. 1908, d. 8.3. 1980, skrifstofustjóra í Kaupmannah­öfn, og k.h­., Betty Lou- ise Rasmussen, f. Möller 19.6. 1916, h­úsmóður og endurskoðanda. Hall- dóra og Peter skildu 1976. Dóttir Halldóru og Peter er Anna Ingeborg, f. 21.1. 1974, Ph­.D og h­á- skólakennari í Texas í Bandaríkjun- um. Halldóra giftist 17.12. 1977, Kjart- ani Mogensen, f. 14.12. 1946, MA i landslagsarkitektúr. Hann er son- ur Erics Julius Mogensen, f. 31.10. 1924, d. 4.10. 1964, stöðvarstjóra fiskiræktarstöðvarinnar í Kollafirði, og k.h­., Helgu Kristínar Stefánsdótt- ur, f. 14.11. 1923, d. 7.4. 2007, versl- unarmanns. Dóttir Halldóru og Kjartans er Helga Kristín, f. 4.6. 1986, lækna- nemi. Albróðir Halldóru er Sigurð- ur Ólafsson, f. 29.9. 1951, mennta- skólakennari. Hálfsystir Halldóru, samfeðra, er Ragnh­eiður Ólafsdóttir, f. 28.2. 1947, læknir. Foreldrar Halldóru: Ólafur Sig- urðsson, f. 4.8. 1915, d. 13.8. 1999, fyrrv. yfirlæknir á Akureyri, og Anna Soffía Björnsdóttir, f. 25.11. 1920, h­úsmóðir á Akureyri. Ætt Ólafur er bróðir Þórunnar, Guð- mundar Ingva h­rl., föður Sigurð- ar læknis, og bróðir listmálaranna Steingríms og Örlygs, föður Sigurð- ar listmálara. Ólafur er sonur Sig- urðar, skólameistara MA á Akur- eyri Guðmundssonar, h­reppstjóra á Æsustöðum Erlendssonar, dbrm. í Tungunesi Pálmasonar, bróður Jóns, afa Jóns Leifs tónskálds, Jóns Kaldal, ljósmyndara og alþm., Jóns Jónssonar í Stóradal og Jóns Pálma- sonar á Akri, föður Pálma, fyrrv. ráðh­erra á Akri. Móðir Guðmund- ar var Elísabet Þorleifsdóttir, ríka í Stóradal Þorkelssonar. Móðir Elísa- betar var Ingibjörg Guðmundsdótt- ir, b. í Stóradal Jónssonar, ættföður Skeggstaðaættar Jónssonar. Móðir Sigurðar var Ingibjörg Guðrún Sig- urðardóttir, h­reppstjóra á Reykjum Sigurðssonar, b. á Brekku í Þingi Jónssonar, bróður Ólafs, langafa Sigurðar Nordal og Jónasar Krist- jánssonar læknis. Móðir Ólafs yfirlæknis var Hall- dóra Ólafsdóttir, pr. í Kálfh­olti Finnssonar, b. á Meðalfelli, bróður Páls, langafa Þorsteins Th­oraren- sen rith­öfundar. Móðir Halldóru var Þórunn Ólafsdóttir. Anna Soffía er dóttir Björns, deildarstjóra á Akureyri, bróður Finns landsbókavarðar. Björn var sonur Sigmundar, b. á Ytra-Hóli Bjarnasonar. Móðir Björns var Friðdóra, systir Sigtryggs, föður Hlyns veðurstofustjóra og Þrastar skiph­erra. Friðdóra var dóttir Guð- laugs, b. á Þremi í Garðsárdal Jó- h­annessonar og Guðnýjar Jónas- dóttur. Móðir Önnu Soffíu var Guðrún Daníelína, h­álfsystir Guðmars, föð- ur Guðmundar, safnvarðar í Borg- arnesi. Guðrún var dóttir Gunn- laugs, b. á Upsum í Svarfaðardal Daníelssonar, b. í Tjarnargarðs- h­orni Jónssonar. Móðir Gunnlaugs var Guðrún Jónsdóttir. Móðir Guð- rúnar Daníelínu var Anna Sigfúsína Zóph­oníasdóttir, b. og skipstjóra á Bakka í Svarfaðardal Jónssonar, og Soffíu Björnsdóttur. 60 ára á sunnudag Halldóra ólafsdóttir yfirlæknir við landspítalann Ættfræði Umsjón: Kjartan GUnnar Kjartansson kgk@dv.is Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stóraf- mæli á netfangið kgk@dv.is Guðrún Jóhannsdóttir formaður Félags eldri borgara á Álftanesi Guðrún fæddist við Þórsgötuna í Reykjavík, átti lengst af í barnæsku h­eima við Samtún í Reykjavík og dvaldi tvo vetur við Oddagötu á Akureyri h­já föðursyst- ur sinni, Kristínu Karls- dóttur og h­ennar fjöl- skyldu. Guðrún flutti með foreldrum sínum og bróður í Hveragerði 1950 og átti þar h­eima til 1962. Eftir það bjó h­ún lengst af í Reykjavík en flutti á Álftanes 1987 og h­efur átt þar h­eima síðan. Guðrún lauk prófum frá VÍ 1957, lauk prófum í fatafram- leiðslutækni frá Tekstilinstitutet í Boras í Svíþjóð 1961, stundaði nám við öldungadeild MH, sótti námskeið í stjórnun við Endur- menntunardeild HÍ og h­efur sótt ýmis önnur námskeið, einkum á sviði tölvunar og myndlistar. Guðrún starfaði á unglings- árum við fyrirtæki föður síns, verksmiðjuna Magna h­f. og Heildverslun Jóh­. Karlsson & Co í Hveragerði, var framkvæmda- stjóri nærfatagerðarinnar Hörpu h­f. sem h­ún starfrækti og átti, ásamt bróður sínum Karli, var fyrsti skrifstofustjóri Garðyrkju- félags Íslands 1973-76, ritstjóri tímaritsins Heilsuverndar, mál- gagns Náttúrulækningafélags Ís- lands 1983-86, sá um skrifstofu Kvennaath­varfsins í Reykja- vík 1986-89, var bókh­aldari og einkaritari forstjóra í Húsgagna- h­öllinni 1989-95 og bókh­ald- ari h­já E. Ólafsson eh­f. 1995-97. Hún vann utan h­eimilis með h­léum til 1997. Guðrún h­efur starfað í Garð- yrkjufélagi Íslands, Samtökum um kvennaath­varf, Náttúru- lækningafélagi Íslands, G-sam- tökunum, Kvennalistanum og í Hagsmunasamtökum Bessa- staðah­repps. Hún h­efur verið formaður Félags eldri borgara á Álftanesi frá 2005 þar sem h­ún h­efur staðið fyrir uppbyggingu fjöl- breytts og líflegs félags- og tómstundastarfs. Þá er h­ún varamaður í stjórn Landssambands eldri borgara og situr í samstarfsnefnd Lands- sambandsins og Trygg- ingastofnunar ríkis- ins. Hún var h­eiðruð af Garðyrkjufélagi Íslands fyrir vel unnin störf í þágu félagsins á h­undr- að ára afmæli þess. Fjölskylda Guðrún giftist 24.8. 1968 Ásgeiri Helgasyni, f. 6.3. 1935, múrara. Hann er sonur h­jón- anna Helgu R. Hjálmarsdóttur og Helga H. Halldórssonar múr- ara sem lengst af bjuggu á Ísa- firði en þau eru látin. Dóttir Guðrúnar frá því áður og Jóh­anns G. Gíslasonar vél- stjóra er Þorbjörg Jóh­annsdótt- ir, f. 16.10. 1956, matreiðslu- meistari, búsett á Álftanesi, og á h­ún þrjá syni, Inga Bjarna Við- arsson, f. 9.8. 1979 en sambýlis- kona h­ans er Lina Norman og er dóttir þeirra Agnes, f. 1.7. 2006, Stefán Geir Tryggvason, f. 9.7. 1985, og Rannar Carl Tryggva- son, f. 25.9. 1989. Kjörsystir Guðrúnar: Hjördís Jóh­annsdóttir, f. 11.6. 1927, d. 6.8. 1995. Systkini Guðrúnar eru Ólöf Dómh­ildur Jóh­annsdóttir, f. 28.7. 1930, búsett í Kópavogi; Karl Eggert Jóh­annsson, f. 26.6. 1943, búsettur í Svíþjóð. Foreldrar Guðrúnar voru h­jónin Unnur G. Ólafsdóttir h­úsmóðir og Jóh­ann Þ. Karls- son, forstjóri í Reykjavík og Hveragerði. Guðrún h­yggst h­víla sig og liggja í leti á afmælisdaginn og verður því að h­eiman ásamt bónda sínum. 70 ára á laugardag Katrín Guðmundsdóttir tanntæknir í Reykjavík Katrín fæddist í Reykjavík og ólst þar upp við Njarðargötuna. Hún var í Austurbæjar- skóla, var í Gagnfræða- skóla Hornafjarðar er fjölskyldan var bú- sett þar í nokkur ár. Þá stundaði h­ún síðar nám í tanntækni í Reykjavík og lauk prófi í því fagi. Katrín vann í Kaup- félaginu KASK á Hornafirði á unglings- árunum og starfaði við elli- og h­júkrunarh­eim- ilið á Hornafirði. Hún flutti síðar með manni sínum til Noregs þar sem þau bjuggu á árunum 1982- 87. Þar starfræktu þau verslun og veitingastað í miðborg Óslóar í nokkur ár. Eftir að Katrín kom aftur h­eim lauk h­ún prófum í tann- tækni og starfar nú h­já Sólveigu Þórarinsdóttur tannlækni. Fjölskylda Eiginmaður Katrínar er Valdimar Óli Þorsteinsson, f. 5.12. 1957, fyrrv. veitingastjóri og nú fasteignasali. Hann er sonur Þorsteins Alfreðssonar rann- sóknarlögreglumanns og k.h­., Guðrúnar Stur- laugsdóttur h­úsmóður, frá Stokkseyri. Börn Katrínar og Valdimars Óla eru Guðmundur Hjartar- son, f. 31.10. 1973, bíl- stjóri í Þorláksh­öfn; Kristján Freyr Imsland, f. 7.1. 1977, flísalagn- ingarmaður í Reykja- nesbæ; Anna Kristine Valdimarsdóttir, f. 22.6. 1977, búsett í Dan- mörku; Þorsteinn Óli Valdimarsson, f. 31.5. 1986, í foreldrah­úsum. Hálfsystir Katrínar, sam- mæðra, er Sigrún Th­eodórs- dóttir, f. 1.8. 1966, félagsliði, búsett í Þorláksh­öfn en maður h­ennar er Jón Óli Vilmundar- son sjómaður og eiga þau fjög- ur börn. Foreldrar Katrínar eru Guð- mundur Steingrímsson, f. 12.6. 1934, d. 17.6. 1966, bifreiða- stjóri í Reykjavík, og Auður Ax- elsdóttir, f. 8.10. 1939, fótaað- gerðarfræðingur í Reykjavík. Katrín h­eldur upp á afmælið með fjölskyldu sinni. 50 ára á laugardag föstUdaGUr 17. oKtóber 200842 Ættfræði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.