Húnavaka - 01.05.2015, Blaðsíða 47
H Ú N A V A K A 45
sæðingastöð var sett á fót á
Blönduósi og sæðingar voru
teknar upp. Sigfús Þorsteins-
son ráðunautur var góður
ráðgjafi, einkum á sviði
fjárræktar og afurðir jukust.
Pabbi færði nákvæmt
bókhald yfir sitt búfé og
fargaði afurðarminni grip-
um. Þegar gæðastýring var
tekin upp í sauðfjárrækt hér
á landi á mínum síðustu
búskaparárum töldu sumir
bændur fráleitt að fara að
gera slíkar skýrslur. Ég sagði einhvern tíma að ég gæti gert gæðastýringarskýrslu
fyrir sauðfjárbúskapinn á Sveinsstöðum alla búskapartíð pabba og afa, svo
nákvæmar skýrslur voru til um afurðir hvers grips og hvernig beit og annarri
umsýslu var háttað allt árið.
Góður búskapur
Ólafur R. Dýrmundsson, landnýtingarráðunautur hjá BÍ, kynntist pabba
vel þegar hann var í æsku fjölmörg sumur hjá afa sínum og ömmu í
Hnausum. Þá kom hann oft í Sveinsstaði til að sækja blöð, bréf og pakka.
Hann segist muna vel eftir öllu heimilisfólkinu og dásamlegum móttökum,
mjólk og kökum í eldhúsinu hjá Höllu, spjalli við Ólaf ef hann var innivið
og alltaf við Jónsínu ömmu. „Sannkallað menningarheimili“, segir
Ólafur, „snyrtilegur og góður búskapur og Ólafur faðir þinn var einn af
góðu fyrirmyndunum mínum í ýmsu. Það var ekki bara vegna þess að
hann var hreppstjórinn í Sveinsstaðahreppi. Hann var viðræðugóður, sló
gjarnan á létta strengi og var athugull, duglegur, reglusamur og vand-
virkur.“
Síðan bætir Ólafur við: „Frá Hnausum blasti við þegar verið var við útiverk
á Sveinsstöðum. Ólafur á sínum gráa Ferguson gaf sér þó tíma til að plægja
kartöflugarðana á báðum búum í Hnausum á vorin. Rösklega var tekið á
heyskapnum á Sveinsstöðum, áður en súgþurrkun kom vildi hitna í heyjum, ég
man oftar en einu sinni eftir föður þínum koma sveittum úr fjóshlöðunni eftir
geilagröft.
Af því hér hefur verið vitnað í Ólaf R. Dýrmundsson verður að láta eina
saklausa sögu um afa hans fljóta með. Eitt sinn kom Sveinbjörn að
Sveinsstöðum að hausti til og pabbi og hann ræddu saman eins og gengur. Þá
spyr pabbi. „Hvernig er það, Sveinbjörn, hefur þú ekki heyjað vel í sumar.“
Sveinbjörn var seinn til svars, hugsaði sig vel um eins og hans var oft háttur,
en segir svo. „Heyjað vel, ég veit það ekki“, gerði gott hlé á máli sínu, ræskti
Ólafur og nokkur barnabörn 1984.