Húnavaka - 01.05.2015, Blaðsíða 248
H Ú N A V A K A 246
Guðsþjónustur utan við hið hefð-
bundna kirkjuár voru á konudegi. Á
konudegi flutti Birgitta Halldórsdóttir
frá Syðri-Löngumýri erindi. Á kirkju-
degi aldraðra var ræðumaður dr.
Pétur Pétursson prófessor við Guð-
fræðideild Háskóla Íslands. Faðir
Péturs, Pétur Sigurgeirsson, fyrrum
biskup Íslands, var upphafsmaður
þess að gera uppstigningardag að
kirkjudegi aldraðra.
Á þjóðhátíðardaginn var guðs-
þjónusta í Blönduósskirkju. Auk þess
var sóknarprestur ræðumaður á úti-
hátíð staðarins á þessum degi.
Fermingarundirbúningur og það
starf er á sínum stað. Á haustdögum
2014 fóru fermingarbörn í Húna-
vatnsprófastsdæmi í fimm daga ferm-
ingarferð í Vatnaskóg, þar voru saman
komin fermingarbörn úr Húnavatns-
og Skagafjarðarsýslum. Ferðin í Vatna-
skóg er liður í undirbúningi ferm-
ingarinnar og dagana fimm skipt ist á
leikur og nám, gagn og gaman.
Þess skal jafnframt geta að ferm-
ingarbörnin í Austur-Húnavatnssýslu
tóku þátt í landssöfnun fermingar-
barna í samstarfi við Hjálparstarf
kirkjunnar. Safnað var framlögum í
vatnsverkefni, það er að segja að
byggja vatnsbrunna í Afríku. Í Afríku
deyja börn daglega sem drekka
mengað vatn úr óhreinum vatnsbólum
og eru því góðir, hreinir vatnsbrunnar
brýnt verkefni að styðja við.
Sameiginleg aðventuhátíð var í
Blönduósskirkju annan sunnudag í
aðventu fyrir allar kirkjur presta-
kallsins. Þorleifur Ingvarsson, bóndi í
Sólheimum, flutti hugvekju. Á gaml-
árs degi var ræðumaður í Blönduóss-
kirkju, Jón Björnsson frá Húnsstöðum.
Sóknarnefndafundir og fundir í
Kirkjugarðsstjórn Blönduóss kirkju-
garðs eru þættir í starfi sóknarnefnda
kirknanna og prestsins og er það nefnt
hér í þessu yfirliti yfir starfið í Þing-
eyraklaustursprestakalli.
Að lokum má geta þess að Þing-
eyra klausturskirkja og Blönduóss-
kirkja voru opnar ferðamönnum yfir
sumarmánuðina, starfsfólk var opnun-
artímann í kirkjunum og sá um
fræðslu, leiðsögn og gæslu.
Þess skal líka geta að Auðkúlukirkja
er fornfrægur kirkjustaður, þar hafa
staðið kirkjur frá fyrstu kristni á
Íslandi. Auðkúlukirkju heimsækir líka
töluverður fjöldi ferðmanna og fer
vaxandi með hverju ári.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
KIRKJUSTARF Í
SKAGASTRANDARPRESTAKALLI.
Í Skagastrandarprestakalli eru sex
sóknarkirkjur: Bergsstaðakirkja í
Svart árdal, Bólstaðarhlíðarkirkja í
Ævarsskarði, Holtastaðakirkja í
Langa dal, Hólaneskirkja á Skaga-
strönd, Höskuldsstaðakirkja og Hofs-
kirkja í Skagabyggð.
Séra Bryndís Valbjarnardóttir var
skipuð sóknarprestur í prestakallinu
frá 1. september eftir niðurstöðu val-
nefndar þann 2. júní. Áður hafði hún
þjónað til eins árs í afleysingu og sem
settur sóknarprestur frá því sr. Ursula
Árnadóttir sagði embætti sínu lausu.
Sr. Dalla Þórðardóttir, prófastur, setti
sóknarprest inn í embætti þann 12.
október.
Kirkjustarf í Hólaneskirkju er
fjölbreytt og vel sótt. Jafnan er messað
hálfsmánaðarlega. Í sveitakirkjunum
er messað á hátíðum kirkjunnar eftir
ákveðnu fyrirkomulagi.
Tveir kórar þjóna prestakallinu,
annars vegar undir stjórn Sigrúnar