Húnavaka - 01.05.2015, Blaðsíða 177
H Ú N A V A K A 175
búskap á Geithömrum. Húsin byggðu þau upp og endurbættu og stækkuðu
ræktarland og uppfærðu búskaparhætti.
Á Geithömrum bjó, með þeim Guðrúnu og Þorsteini, Halldóra Björnsdóttir,
móðir Þorsteins.
Guðrún og Þorsteinn eignuðust tvö börn. Þorsteinn, f. 1945, er bóndi á
Geithömrum. Hann er kvæntur Snjólaugu Þóroddsdóttur og eiga þau tvo syni.
Kristín Áslaug, f. 1946. Systurdóttur Guðrúnar, Kristínu Indriðadóttur, ólu
þau upp frá níu ára aldri.
Guðrún lifði fyrir fjölskyldu sína, hún var vinnusöm, samviskusöm og
hreinskiptin. Hún kom fram til góðs er vitnisburður samferðarfólks hennar.
Þegar hún og Þorsteinn maður hennar drógu sig út úr búskapnum komu þau
sér upp litlu timburhúsi sem stendur í landi Geithamra. Þar bjuggu þau og
gátu um leið fylgst með búskapnum heima á Geithömrum. Þegar Þorsteinn
féll frá bjó hún um skeið í litla timburhúsinu en á veturna var hún í nokkra
mánuði í senn hjá dóttur sinni í Reykjavík.
Árið 2003 flutti Guðrún á dvalardeild Heilbrigðisstofnunarinnar á
Blönduósi, þar andaðist hún og var útför hennar gerð frá Blönduósskirkju 30.
ágúst en grafarstað fékk hún í Auðkúlukirkjugarði við hlið mannsins síns.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
Ingibjörg Karlsdóttir,
Blönduósi
Fædd 16. apríl 1919 – Dáin 3. september 2014
Ingibjörg var fædd að Gunnfríðarstöðum, barn þeirra Karls Jónssonar (1884-
1950) og Guðrúnar Sigurðardóttur (1882-1979). Þau hjón eignuðust tíu börn
sem eru í aldursröð: Halldóra (1906-1984), Anna
(1908-2009), Katrín (1909-1924), Jón (1912-
1997), Herdís (1915-1988), Björn (1917-1991),
Ingibjörg (1919-2014), Guðni (1920-2008), Jón
Pálmi (1922-2004) og Júlíus (1923-1989).
Ingibjörg ólst upp frá þriggja ára aldri í
Vatnahverfi hjá þeim systkinum; Þorsteini,
Ingibjörgu og Guðbjörgu Eggertsbörnum.
Ingibjörg, eða Imma Karls eins og hún var
gjarnan kölluð, vann við sveitastörf frá blautu
barnsbeini. Á unglingsárum vann hún við
sveitastörf á ýmsum bæjum, lengst af á Efri-
Mýrum. Ung eignaðist hún dótturina, Þorgerði
Björk (1937-1993) með Guðlaugi Melsteð
Guðlaugssyni (1907-1990). Hún var gift Óskari Páli Axelssyni og eignuðust
þau sjö börn.