Húnavaka - 01.05.2015, Blaðsíða 238
H Ú N A V A K A 236
Þeir sem fengu fræðslustyrki voru á
aldrinun 17 til 67 ára. Félagið greiddi
sjúkradagpeninga og ýmsa styrki úr
sjúkrasjóði fyrir tæpar 16 milljónir
króna. Eins og áður veitti félagið
styrki til aðila á félagssvæðinu, s.s. til
útgáfustarfs í grunnskólunum og styrki
til starfsemi ungmenna- og íþrótta-
félaga.
Fjórar ungar konur, félagsmenn
Stéttarfélagsins Samstöðu, fóru á
Nord isk Forum sem haldið var í
Malmö 12.-15. júní. Félagið styrkti
þær til ferðarinnar.
Iðnsveinafélag Húnvetninga sam-
þykkti sameiningu við Stéttarfélagið
Samstöðu á aðalfundi sínum þann 11.
september 2014 og yfirtók Stéttar-
félagið Samstaða allan rekstur þess frá
1. október 2014. Endanleg sameining
varð 1. janúar 2015. Þar með er búið
að stofna Iðnaðarmannadeild í Stétt-
ar félaginu Samstöðu sem verður aðili
að Samiðn, sambandi iðnfélaga.
Stjórn Stéttarfélagsins Samstöðu
skipa: Ásgerður Pálsdóttir formaður,
Aðalbjörg Valdimarsdóttir vara for-
maður, Stefanía A. Garðarsdóttir
gjald keri, Vigdís E. Þorgeirsdóttir rit-
ari, Sigríður Guðmundsdóttir, Guð-
mundur Finnbogason, Birkir Freysson,
Guðrún Sigurjónsdóttir og Skúli
Sigfússon.
Ásgerður Pálsdóttir.
LÉTTITÆKNI.
Árið 2014 var gott hjá Léttitækni
og fjölbreytt verkefni unnin. Það hófst
á verkefni fyrir Þvottahús Ríkis spítal-
anna með smíði á 25 stórum grinda-
vögnum en þess má geta að Léttitækni
smíðaði 50 svona vagna fyrir þá árið
2003 og er þetta áframhaldandi end-
ur nýjun á eldri innfluttum vögnum.
Húsdýragarðurinn í Reykjavík
keypti 5 Segway hjól til þess að hafa í
leigu í garðinum og eru því Segway
leigurnar orðnar 4 talsins, ein í Vest-
mannaeyjum og þrjár í Reykjavík. Að
þeysast um á Segway er frábær
skemmtun og hvetjum við Hún-
vetninga sem og aðra til þess að skella
sér í Segway túr hjá einhverri af leig-
unum.
Léttitækni er stærsti hjólainn flytj-
andi á landinu og sá partur af fyrir-
tækinu fer ört vaxandi. Við flytjum
inn ógrynni tegunda, loft, plast,
massíft gúmmí, poly, hitaþolin, ryðfrí,
demparahjól og margt fleira. Sem
dæmi höfum við flutt inn hjól þar sem
burðargeta á hvert hjól er 10 tonn,
þannig að það eru lítil takmörk hvað
hægt er í þessum málum.
Léttitækni hefur sýnt það síðustu ár
að það skipar fastan sess hjá mörgum
stórum og smáum fyrirtækjum en þar
má nefna Marel, ÁTVR, Össur,
Héðinn, Ísloft, Icelandair, Umslag,
skóla, hótel, sjúkrahús, öll álverin og
ótal önnur fyrirtæki. Okkar aðalsmerki
frá upphafi hafa verið vandaðar og
endingargóðar vörur og góð þjónusta
og hefur það skilað sér í dyggum og
góðum hópi viðskiptavina.
Það er mjög mikilvægt fyrir fyrir-
tæki eins og Léttitækni að staðna ekki
og eru starfsmenn vakandi alla daga
fyrir nýjum tækifærum, stór partur af
því er að sækja sýningar út um allan
heim til þess að fylgjast með nýjungum
og var síðasta ár engin undantekning
þar á.
Ánægjulegur þáttur í rekstrinum
hjá okkur hefur alltaf verið að taka á
móti gestum, bæði einstaklingum og
hópum og sýna þeim starfsemina okk-
ar og aðstöðuna sem við erum einstak-
lega stolt af.