Húnavaka - 01.05.2015, Blaðsíða 125
H Ú N A V A K A 123
bekkinn og afhausað, síðan hefst fláningin.
Þeir flá í akkorði, Jói á Beinakeldu, Rikki á
Fjósum, Georg á Eldjárnsstöðum, Frímann
á Fremstagili og Júlli Karls. Þeir eru
kappsamir og það bogar af þeim svitinn
þótt þeir séu heljarmenni – allir með tölu.
Svo er hengt upp og þar má sjá Bjössa
Karls og Jónmund í Kambakoti, líka hjón-
in Imbu og Gúa á Sölvabakka, einnig
bræðurna frá Felli, Óskar og Geira Axels-
syni í gufumekkinum frá nýflegnum skrokk-
unum.
Það er tekið innanúr og skammt frá er
Gerða í Lækjardal og foreldrar hennar, þau
Guðmundur og Ingibjörg Karls. Hún vann
38 haust á sláturhúsinu og missti ekki af
einu einasta lokaballi. Þarna er líka Jón í
Köldukinn, harmóníkusnillingur og dregur
ekki af sér. Innyflin fara í rennu niður á
neðrihæðina og Stefanía í Efstabænum
(Brúarlandi) og Tóta í Hreppshúsinu skilja
að, hreinsa vambir og rekja ristla.
Þarna er Helga á Höskuldsstöðum og
þarna kemur Anna á Sléttu Karlsdóttir
heldur betur við sögu, sú harðduglega
kona, sem gekk í öll störf og sat við hann-
yrðir í frítímum, þá sjaldan sem slíkir tímar
gáfust, þá lét Hedda dóttir hennar ekki sitt
eftir liggja og gekk í flest störf. Þarna er líka
Gulla í Skuld, sem gekk til verka í
sláturhúsinu þótt barnahópurinn væri stór
heima. Prúðar og penar unnu þær sín verk,
systurnar Helga Ragga og Lauga Nonna
og systurnar þrjár, Guðný, Tolla
(Torfhildur) og Helga, dætur Möggu og
Kidda Júl. Þær eru allar vanar mikilli
vinnu, samhliða uppeldi barna sinna.
Hausarnir koma ofan af loftinu og
Mangi klippir hornin af, milli þess sem
hann hrærir í blóðinu. Mangi er vel við
aldur þegar skrásetjari man eftir honum
þarna en hann bjó einn í litlu húsi fyrir
innan á og hans er minnst á Ósnum fyrir
að arfleiða Héraðshælið, sem þá var í
byggingu, að öllum eigum sínum eftir sinn
Stefanía Guðmundsdóttir
(d. 1982)
Þórunn Sigurjónsdóttir
(d. 2000)
Anna Karlsdóttir
(d. 2009)
Guðlaug Nikódemusdóttir
(d. 2001)
Jón Kristjánsson
(d. 2014)
Helga Valdimarsdóttir
(d. 1993)
Sigurlaug Valdimarsdóttir
(d. 2000)
Guðný Kristjánsdóttir
(d. 2001)
Torfhildur Kristjánsdóttir
(d. 1997)
Helga Kristjánsdóttir
(d. 1998)