Húnavaka - 01.05.2015, Blaðsíða 144
H Ú N A V A K A 142
morguninn svo enginn kom, birti upp úr hádegi, þá reið ég til Skaga strandar,
messaði þar kl. 5, annan jóladag var ég að Hofi, messaði, samdi orlogsskrá,
skírði barn á næsta bæ.
Næsta dag reið ég heim, stóð við klukkutíma, reið svo til Blönduóss, kom við
á bæ við kauptúnið en þar var dáin kona, jarðaði hana á Blönduósi á fjórða.
Þá var svo mikil hríð er ég kom í kirkjugarðinn, það var rökkur um bjartan dag
og í veðurofsanum fauk ræðan ofan í gröfina og er þar enn.
Ég vona alltaf fastlega að eitthvert notalegt brauð losni sunnanlands sem ég
geti náð í því alltaf leiðist mér heldur þótt ég komist vel af.
Ráðskonan kom til mín 8. des. og er ráðinn til 8. mars, lengur vildi hún ekki
lofa sér. Það má Guð vita hvað þá tekur við ef hún fæst ekki til að vera lengur.
Þetta er ekkja með dreng, frændkona mín.
Þinn frændi, Pétur.
Sagði hvergi betra að vera en hjá mér en ég lét hana
samt fara
Í jólabréfinu árið 1945 kemur fram að nú hefur sr. Pétur haft sömu ráðskonuna í nær
samfellt tvö ár en hann er að missa hana. Laun prestsins eru frekar lág og fámennið og
uppgangurinn eftir stríðið gera það að verkum að samkeppnin er erfið. Móðir hans bjargar
svo málunum þegar mestu vandræðin eru.
Presturinn minnist einnig á framfarir á Skagaströnd, vegleysur og útvarpið.
Höskuldsstöðum 8/12 1945.
Góða frændkona.
Það er nú langt um liðið frá því ég hefi skrifað þér, ég hefi verið heldur
pennalatur undanfarið enda ýmislegt drifið á dagana sem gæti þó verið efni í
ekki óskemmtilegan kapítula. Ég hefi lengi ætlað suður, í vor var ég meira að
segja búinn að senda dót mitt inn á Blönduós, þar á meðal öskjuna er ég lofaði
þér hér um árið en þá kom jarðarför svo ekki gat orðið af suðurferð. Nú er
hríð úti og ég sit heima að hreinskrifa manntalið fyrir áramótin, það eru ca
850 nöfn í þremur eintökum. Ég fékk óvenju gott veður við húsvitjun því til
þessa hefur verið góð tíð.
Ráðskona sú er hefur verið í tvö ár hjá mér fór í haust, hún var aldrei ánægð
með kaup sitt, hafði hún þó 3.500 kr. í kaup og barn frítt um síðasta ár. Réð
hún sig í sláturhúsið í haust en varð veik, fór aldrei þangað og lá veik í fimm
vikur hjá mér og vildi nú vera kyrr og sagði hvergi betra að vera en hjá mér
en ég lét hana samt fara.
Ég hefi haft ungling meðan kvinnan lá, svo fyndinn náungi sagði að ég hefði
aðra til borðs en hina til sængur. Nú er telpa sú, er ég hefi haft, farin heim og
hefi ég verið einn með móður minni í hálfan mánuð en ég vona að þetta lagist
bráðum því ráðskonu verð ég að hafa. Af þessu máttu sjá að tilveran er heldur
erfið hinum ógifta presti, frænda þínum.
Hér hrærist allt í framförum, menn spá mikilli framtíð á Skagaströnd en þar