Húnavaka - 01.05.2015, Blaðsíða 175
H Ú N A V A K A 173
vörubíl, einnig keypti hann ásamt fleirum jarðýtu og var unnið á henni við
jarðrækt, vegavinnu og lagningu byggðalínu.
Árið 1989 stofnaði Jón vöruflutningafyrirtæki á Blönduósi og hóf þar
rekstur. Ári seinna fluttu hann og Margrét til Blönduóss að Brekkubyggð 22.
Flutningafyrirtæki sitt rak hann síðan allt til ársloka 2004, þá var fyrirtækið selt
en þar vann Jón síðast.
Hann kom að félagsmálum, sat í hreppsnefnd, var í skólanefnd Torfa-
lækjarhrepps og í byggingarnefnd Blönduósskirkju.
Jón hafði ánægju af hljóðfæraleik og söng. Hann spilaði á dansleikjum frá
unglingsaldri, sína fyrstu harmoníku keypti hann mjög ungur. Hann var einn
af stofnendum Félags harmoníkuunnenda í Húnaþingi og spilaði með þeim
við ýmis tækifæri. Jón hafði líka ánægju af kórsöng og var einn af stofnendum
karlakórsins Vökumanna.
Jón andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi og var útför hans gerð
frá Blönduósskirkju 27. júní. Jarðsett var í Blönduósskirkjugarði.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
Hreinn Ingvarsson
frá Ásum
Fæddur 15. júní 1940 – Dáinn 15. ágúst 2014
Hreinn fæddist á Kárastöðum í Svínavatnshreppi. Foreldrar hans voru
Sigurlaug Jósefína Sigurvaldadóttir (1914-1986) og Ingvar Friðrik Ágústsson
(1906-1996) Börn þeirra voru 11. Sigurvaldi Óli (1935-2012), Sigmar, f. 1936,
tvíburasysturnar, Erla og Guðlaug, f. 1938, Hreinn, f. 1940, Hannes, f. 1945,
Erlingur Bjartmar, f. 1946, Hörður Viðar, f. 1949,
Guðmundur, f. 1951, Sigurlaug, f. 1952 og Bára,
f. 1954 .
Ingvar og Sigurlaug hófu búskap á Kárastöðum
en fluttust síðan á næsta bæ, Ása, sem er á Bak-
ásum við Blöndu.
Hreinn var snemma settur til verka, eins og
þau systkini og var góður verkmaður. Skólagangan
var farskóli sem þá var algengasta menntun
barna og ungmenna til sveita. Hann hóf sambúð
með Þóreyju Daníelsdóttur (1926-2011) frá Litla-
Búrfelli, í A-Hún. og byrjuðu þau búskap á
Blöndu ósi.
Hreinn og Þórey eignuðust dótturina Aldísi
Kristínu, f. 1970, maki Ólafur Kristjánsson frá Höskuldsstöðum og eiga þau
tvo syni. Fyrir átti Aldís Kristín eina dóttur.
Hreinn var alla tíð bóndi í sér þótt hann starfaði sem mjólkurbílstjóri á
Blönduósi í 30 ár. Hann var vinnusamur, vel liðinn og hjálpaði til á nágranna-