Húnavaka - 01.05.2015, Blaðsíða 172
H Ú N A V A K A 170
Útför hennar var gerð frá Blönduósskirkju 9. maí og hlaut hún grafarstað
við hlið dóttur sinnar, Aðalheiðar, í Blönduósskirkjugarði.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
Rolf Fougner Árnason,
Blönduósi
Fæddur 3. nóvember 1937 – Dáinn 3. júní 2014
Rolf var fæddur á Vopnafirði. Hann var fæddur inn í stóran barnahóp, níundi
í röð ellefu systkina. Foreldrar hans voru Árni Vilhjálmsson (1894-1977) og
Aagot Fougner Vilhjálmsson (1900-1995) en hún var af norskum ættum.
Systkini Rolfs eru: Snorri (1921-1972), Kjartan (1922-1978), Árni (1924-
2002), Kristín Sigríður, f. 1926, Sigrún, f. 1927, Valborg, f. 1930, Vilhjálmur,
f. 1933, Aagot, f. 1935, Aðalbjörg, f. 1939 og Þórólfur, f. 1941.
Eftir barnaskólann á Vopnafirði tók við framhaldsskóli á Laugarvatni, þá
húsasmíðanám á Selfossi. Síðan lá leiðin til Tromsö í Noregi í tæknifræðinám
eða byggingatæknifræði.
Rolf var tvíkvæntur, fyrri kona hans var Guðlaug Sæmundsdóttir. Dóttur
hennar, Helgu Sædísi, ættleiddi hann og gekk í
föðurstað. Seinni kona Rolfs er Anna Lára Ár-
mannsdóttir, hún átti fjögur börn áður en hún og
Rolf tóku saman og milli Rolfs og barna Önnu
myndaðist góður vinskapur.
Hann var að eðlisfari glaðsinna og rólegur
maður. Hann var félagslyndur, þótti gaman að
gleðjast með vinum og kunningjum og þá gjarna
að spjalla og reifa málefni líðandi stundar.
Rolf vann vítt og breitt um landið og kynntist
mörgum í tengslum við sína vinnu. Hann vann
hjá Norðurverki við Laxárvirkjun og fyrir Lands-
virkjun við virkjanaframkvæmdir uppi á hálendi
landsins, hann starfaði sem byggingatækni fræð-
ingur hjá Reykjavíkurborg. Hingað norður kom hann til Skagastrandar sem
byggingafulltrúi og þaðan fór hann til Blönduóss sem byggingafulltrúi bæjar-
ins.
Þegar Rarik keypti hitaveituna á Blönduósi hóf Rolf störf hjá þeim. Hjá
Rarik vann Rolf síðast eða þar til hann lauk starfsferlinum.
Rolf og Anna, kona hans fluttu frá Blönduósi til Dalvíkur, því næst til
Hvera gerðis en komu aftur norður eftir sjö ár. Á Blönduósi áttu þau síðast sitt
heimili að Hnjúkabyggð 27.
Útför Rolfs var gerð frá Blönduósskirkju þann 7. júní og hlaut hann grafar-
stað í Blönduósskirkjugarði.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.