Húnavaka - 01.05.2015, Blaðsíða 181
H Ú N A V A K A 179
1947, börn hans eru fimm. Sigurjón, f. 1948, börn hans eru tvö. Hörður, f.
1950, maki Anna Sigríður Friðriksdóttir og eiga þau þrjú börn. Kristbjörg
Róselía, f. 1951, börn hennar eru fjögur. Guðrún, f. 1953, börn hennar eru
tvö. Guðríður, f. 1954, hún á tvö börn og 3 stjúpbörn. Páll Valdimar, f. 1956,
maki Sigurbjörg Sveinbjörnsdóttir og eiga þau 3 börn. Kjartan, f. 1959, maki
Rut Jónasdóttir og eiga þau alls þrjú börn.
Þau hjón slitu samvistum, Ólafur hóf búskap með Rögnu Ingibjörgu Rögn-
valdsdóttur og bjuggu þau á Sólvangi á Blönduósi. Þau eignuðust tvo drengi:
Elvar, f. 1960, hann á sex börn. Þorstein Ragnar, f. 1971, maki Þórunn Sig-
urðardóttir og eiga þau alls fjögur börn.
Áhugamál Ólafs voru útivist og skotveiði. Hann sá um grenja vinnslu í
sýslunni ásamt öðru. Alla tíð hélt hann skepnur, hesta og sauðfé. Hann hafði
ánægju af góðum hestum, hann var söngvinn, hafði gaman af söng og
hljóðfæraleik og þá harmonikuleik.
Ólafur andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi, þar hafði hann
dvalið um árabil. Útför hans var gerð frá Blönduósskirkju 20. desember og
hlaut hann grafarstað í Blönduósskirkjugarði.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
Margrét Matthildur Árnadóttir,
Blönduósi
Fædd 15. september 1929 – Dáin 22. desember 2014
Margrét var fædd í Þverdal í Aðalvík í Sléttuhreppi á Hornströndum. Foreldrar
hennar voru Hallfríður Ingveldur Guðnadóttir (1893-1981) og Árni Finn-
bogason (1889-1933). Margrét var hjá foreldrum sínum og systkinum til
þriggja ára aldurs er faðir hennar lést. Þá var hún sett í fóstur til móðursystur
sinnar, Halldóru Guðnadóttur og sonar hennar, Sölva Páls Jónssonar, sem
bjuggu í Stakkadal í Aðalvík. Hjá þeim var Margrét í fóstri ásamt Maríu systur
sinni til ársins 1943. En systkini Margrétar eru í aldursröð: Þórarinn (1910-
2001), Sigrún (1914-2004), Guðrún Kristín Sólveig (1917-1999), Finney Rakel
(1919-2009), Þorstína María (1922-2002), Rannveig Guðmunda Þórunn
(1935-2012). Yngstur er Herbert Finnbogi, f. 1930.
Árið 1944 flutti Margrét til Reykjavíkur þá 14 ára. En æsku- og uppeldisstað
sínum unni hún alla tíð. Í Reykjavík var hún hjá Halldóru fóstru sinni og
Sölva syni hennar. Fjórum árum síðar, flutti Margrét norður í Húna vatnssýslu
ásamt barnungri dóttur sinni, Signýju Magnúsdóttur og gerðist Margrét
vinnukona á Tindum. Þar kynntist hún Sigurbirni Sigurðssyni (1912-2002) og
hófu þau sambúð árið 1949 en giftu sig nokkrum árum seinna eða þann 30.
desember árið 1954. Sigurbjörn var frá Brúará í Bjarnarfirði á Ströndum.
Margrét og Sigurbjörn bjuggu fyrst að Hamri í Svínavatnshreppi hjá yngstu
systur Sigurbjörns, Kristbjörgu Róselíu og hennar manni, Bjarna Halldórssyni.
Þaðan fóru þau í Dalsmynni. Frá Dalsmynni fluttu þau í hús sem þau keyptu