Húnavaka - 01.05.2015, Blaðsíða 112
H Ú N A V A K A 110
SIGRÚN Á. HARALDSDÓTTIR frá Litladal:
Tinnuríma
Fyrsta ríma - Ferskeytt, hringhent
Leiða hindrar klárt og kvitt,
kvæði að mynda er gaman,
helst er yndi einatt mitt
orðin binda saman.
Vilji andinn ögn mig hrjá
eða vanda stundir
ljóðagandinn legg ég á
læt hann fl andra um grundir.
Hans til reikar hugurinn
helst er keik við strita
að vippa meiki vítt um kinn,
varir bleikar lita.
Alls er fl ekklaus elskhuginn,
augna´ans þekkur ljómi,
þráan slekkur þorsta minn
þýður rekka sómi.
-----
Þráð ég spinn úr þeli máls,
þræði, tvinna, laga,
ljóð mín kynni, létt og frjáls,
lítt þá vinnu klaga.
Orð úr þvögu allmörg tek,
úr þeim hög ég fl étta,
eina sögu saman rek,
set í bögu netta.
Væna blokk ég vel mér nú,
vísnafl okk að smíða
rímu um þokkafulla frú
fagra og lokkasíða.
Gefi ð hljóð og hlýðið á
hlaupa ljóð af tungu
senn í óði segi frá
svölu fl jóði ungu.
Vindur keim af vori bar,
vart hún gleymist stundin
blaut í heim er borin var,
bjarta seimagrundin.
Sporlétt hnáta, spræk og kát,
spaugi og hlátri unni,
lipur táta, laus við fát,
lítið gráta kunni.
Næst má kynna nafn er hlaut
nefnd var Tinna hrundin
gáfna sinna og galsa naut
glöð og stinn var lundin.
Óx úr grasi, ekki treg,
oft að masa og sprella,
tign í fasi, tíguleg
tággrönn hasargella.
-----
Dvínar skíma, daprast puð
dofnar víma og pressa
úti er tími, urið stuð,
endum rímu þessa.