Húnavaka - 01.05.2015, Blaðsíða 174
H Ú N A V A K A 172
ina, Þórdísi Guðrúnu, f. 1982, maki er Steinþór Jónas Einarsson og eiga þau
eina dóttur.
Eftir að Magnús selur jörðina Bakka flytur hann til Skagastrandar þar sem
hann bjó víða en þó lengst af á Akri. Hann slasaðist alvarlega árið 1979, sem
markaði einnig líf hans, útlit og persónuleika. Hann flíkaði ekki tilfinningum
sínum, var sjálfstæður, fylginn sjálfum sér og þrjóskur. Hann var ósérhlífinn í
gegnum veikindi sín, hafði gaman af að keyra um hesthúsahverfið og nágrenni
með kíkinn við hendina til að geta fylgst náið með hestunum.
Magnús Hjaltason lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi og var
jarðsunginn frá Hólaneskirkju 20. júní. Hann er jarðsettur í Spákonufells-
kirkjugarði.
Sr. Bryndís Valbjarnardóttir.
Jón Espólín Kristjánsson
frá Köldukinn
Fæddur 5. febrúar 1923 – Dáinn 20. júní 2014
Jón var fæddur að Köldukinn á Ásum. Foreldrar hans voru Guðrún Sigríður
Jónsdóttir Espólín (1890-1988) frá Mjóadal og Kristján Kristófersson (1890-
1973) bóndi frá Köldukinn. Jón var annað barn þeirra hjóna af þremur, elst
var Bergþóra (1918-2011) , yngstur Kristófer Björgvin, f. 1929.
Í Köldukinn ólst Jón upp með foreldrum sínum og systkinum. Skólaganga
hans var hefðbundin barnafræðsla þess tíma eða farskóli sveitarinnar en síðar
fór hann í nám í Bændaskólann á Hvanneyri.
Árið 1951 giftu þau sig Jón og Margrét Ásgerður Björnsdóttir, f. 1928, frá
Miðhópi í Vestur-Húnavatnssýslu. Börn þeirra
eru: Gunnþórunn, f. 1952, maki Halldór Sverris-
son og eiga þau þrjú börn. Björn Björgvin, f.
1954, maki Margrét Jóhannsdóttir og börnin eru
tvö. Kristján Þröstur, f. 1955, maki Guðbjörg Sig-
urðardóttir og eiga þau tvö börn. Júlíus Helgi, f.
1956, maki Íris Berglind Kjartansdóttir og börn
þeirra eru þrjú. Guðrún Ásgerður, f. 1957, hún á
einn son. Ingibjörg Eygló, f. 1959, maki Guð-
mundur Sæmundsson og þau eiga þrjú börn.
Magnús Ómar, f. 1961. Yngstur er Þorsteinn
Kristófer, f. 1967, maki Hrefna Aradóttir og eiga
þau tvö börn.
Jón vann sem mjólkurbílstjóri hjá Mjólkur-
samlagi A-Hún. áður en hann hóf búskap með föður sínum í Köldukinn. Þar
byggðu þeir upp íbúðarhúsið. Jón vann einnig ýmsa vinnu árin fyrir búskap og
með búskapnum, hann vann við skólaakstur, á haustin í sláturhúsi Sölufélagsins
og við endurskoðun reikninga kaupfélagsins. Hann átti og gerði út eigin