Húnavaka - 01.05.2015, Blaðsíða 169
H Ú N A V A K A 167
Brekku trúlofuðu sig árið 1946 en hann hafði verið kaupamaður á Hnjúki um
alllangan tíma. Ári seinna fluttu þau til Reykjavíkur og bjuggu þar í ein átta
ár. Þau gengu í hjónaband 18. janúar 1948 heima á Eiríksgötu 35 í Reykjavík.
Á árunum í Reykjavík keyptu þau Hnjúk og hófu þar uppbyggingu
íbúðarhúss en gamla íbúðarhúsið þar hafði brunnið. Að Hnjúki fluttu þau
1955 og byrjuðu sinn búskap.
Guðrún og Sigurður eignuðust þrjá drengi;
elstur er Jón Þórhallur, f. 1947, maki hans var
Alda Snæbjört Björnsdóttir (1946-1994), Þau
voru barnlaus en ólu upp eina fósturdóttur..
Magnús Rúnar, f. 1951, maki hans er Anna
Eiríks dóttir. Magnús á fjögur börn. Stefán Stein-
dór, f. 1955, kona hans er Aasne Jangrav. Hann á
tvo syni. Eina stúlku, Laufeyju Sigurðardóttur,
tóku þau til sín og ólu upp frá fimm ára aldri.
Árið 1994 fluttu Guðrún og Sigurður til
Blöndu óss á Mýrarbraut 25 þar var heimili
Guðrúnar síðast. Til Blönduóss fluttu þau eftir að
son ur þeirra og tengdadóttir tóku við búinu.
Hún fylgdist með málefnum líðandi stundar. Hún tók þátt í störfum kven-
félagsins í Sveinsstaðahreppi og var þar formaður, hún var í stjórn Heimilis-
iðnaðarsafnsins og lagði því lið. Hún var safnaðarfulltrúi sinnar sóknarkirkju,
Þingeyrakirkju.
Nunna andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi, útför hennar var
gerð frá Blönduósskirkju 11. apríl og hlaut hún grafarstað við hlið mannsins
síns í Þingeyrakirkjugarði.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
Guðfinna Einarsdóttir,
Stóradal
Fædd 19. desember 1921 – Dáin 23. apríl 2014
Guðfinna (Stella í Stóradal) var fædd í Reykjavík, dóttir hjónanna, Þóru
Valgerðar Jónsdóttur (1898-1988) og Einars Guðmundssonar (1898-1946).
Hún var elst fjögurra systkina, næstur henni í aldri er Guðmundur, f. 1925, þá
Jón Þórir (1927-2007) og yngst er Valgerður, f. 1930.
Stella ólst upp ásamt systkinum sínum, hún lauk gagnfræðaprófi og fór
síðan að vinna, m.a. í Veiðarfæragerðinni í Reykjavík. Nokkrum árum síðar fór
Guðfinna til náms við K vennaskólann á Blönduósi. Nyrðra kynntist hún
mannsefni sínu, Jóni Jónssyni í Stóradal, f. 1912. Jón hafði nýlega lokið
búfræðinámi í Danmörku og hófu þau Stella og Jón búskap í Stóradal í tvíbýli
með Hönnu, systur Jóns og manni hennar, Sigurgeiri Hannessyni. Hjónavígsla
beggja þessara sæmdarhjóna var 16. september 1944.