Húnavaka - 01.05.2015, Blaðsíða 85
H Ú N A V A K A 83
Það var einhverju sinni í bláskammdeginu að
ég var seint á ferðinni frá Blönduósi, það var
hríðarfjúk og 12 gráðu frost. Ég reið gömlum,
völdum hesti er Jarpur hét og hafði með mér
ljósgulan hund er Polli nefndist, hann var af
skosku kyni. En um fjölda ára vorum við þrír
ferðafélagar. Mér gekk ferðin vel, ljós voru á
bæjum, ég undi mér vel einn á ferð eins og
jafnan, oft voru þetta líka mínar bestu stundir ef
veður var sæmilegt.
En veðrið fór nú versnandi og loks skall hann
saman og átti ég þá skammt eftir til Lækjardals.
Ég var staddur á víðáttunni og af einhverju
reynsluleysi og kjánaskap fór ég af baki, hugðist
rata með hestinn í taumi. Ég hafði misst
vegslóðina, ráfaði nú um melana, sá Laxá, kom
að læk einum sem lá eins og Laxá í geysidjúpum farvegi í sandinum. Ég
svitnaði, fékk suðu fyrir eyrun og varð sljór. Ég kom að sömu kennileitum, ég
var farinn að fara hringi. Ég settist niður á melþúfu, hélt í hestinn. Það skyldi
þó eigi vera hér mannadysin, ég minntist þess að eigi var lengra síðan en 40
ár er förumaður varð
úti á melunum.
Ég greip til hnakk-
tösku minnar, fann þar
harðfisk og fór að eta.
Ég róaðist og hug leiddi
villu mína, mér var
ljóst ég hafði farið í
hring en ég hlaut að
vera fyrir neð an Laxár-
brú, átti því að fylgja
ánni og hafa hana á
vinstri hönd er ég færi
upp með henni. Ég
stóð upp og hélt áfram,
hitti von bráðar á Laxá
er rann milli skara í
sín um djúpa farvegi. Mér varð nú ljóst ég hafði séð ána renna öfugt. Ég hélt
upp með ánni, hafði hana á vinstri hönd og fann eftir nokkra stund vegar-
spottann við Laxárbrú. Ég sté á bak en er veginn þraut norðan brúarinnar sté
ég af baki og teymdi hestinn, það gekk vel en eitthvað var ég þjakaður. Ég
hvíldi mig góða stund undir túngarðinum á Höskuldsstöðum. Ég lét svo
hestinn inn en fann nú hvergi húslykilinn. Ég barði upp um miðja nótt, aldur-
hnigin móðir mín kom til dyra og hafði eigi vænt komu minnar í þessu veðri.
Enda mælti hún: „Þú verður að þessu næturgaufi þangað til þú drepur þig.“
Hundurinn Polli.
Gamla brúin yfir Laxá á Refasveit.