Húnavaka - 01.05.2015, Blaðsíða 119
H Ú N A V A K A 117
Þegar hún var farin fram nefndi ég við Sigurð að hún talaði í bundnu máli.
Auðbjörg hefur alltaf gert það, segir hann, eins og það sé bara alvanalegt.
Talið barst síðan að öðru, meðal annars tíðarfarinu sem var erfitt fyrir
bændur á Skagaströnd sumarið 1957 og útlit með sprettu ekki gott.
Að lokum stend ég upp, fer fram í gang og hringi eina langa, fæ samband
við símstöðina og þaðan við Sigga Sölva sem lofaði að geyma pakkann.
Ég kveð nú húsráðendur og aftur kveður Auðbjörg í bundnu máli. Ég horfi
nokkuð hissa á hana og segi: Þú talar í bundnu máli. Já, það geri ég, svarar
hún.
En ég veit bara ekkert hvernig ég á að taka því, flýti mér á bak og ríð áfram
inn að Höskuldsstöðum. Merkileg kerling, hugsa ég á leiðinni inneftir. Gaman
að hitta hana.
Svo gleymdi ég þessu atviki en það rifjaðist upp við að lesa greinina um
hana sem er skrifuð af Stínu Gísladóttur. Þar stendur:
„Æskuárin í Neðstabæ einkenndust af leik og starfi, námi, sögum og
kveðskap. Mikið var lesið og skrifað og einn vetur gáfu systkinin út blað sem
nefndist „Aftanskin“....... Hún var iðin við ljóðagerð og skriftir, hafði gaman
af að ferðast og fræðast og vera innan um fólk.“
Eftir flutninginn til Blönduóss orti hún:
Hugurinn leitar heim í sveit
þar hlýjum reit skal farga.
Ævin breytist, enginn veit,
ellin þreytir marga.
Þig ég kvaddi, því er ver,
þín eru fögur löndin,
ellin bar mig burt frá þér,
blessuð Skagaströndin.
Þegar ég las þetta kvæði, hugsaði ég hve sterk böndin til heimahaganna geta
verið. Þessari löngun skilaði hin hagmælta húsfreyja til okkar sem lifum áfram.
Blessuð sé minning hennar.
1) Sigurður Sölvason kaupmaður
2) Margrét Konráðsdóttir, kona Sigurðar
3) Guðmann Magnússon, bóndi á Vindhæli
4) María Ólafsdóttir, kona Guðmanns
5) Stefán Hólm, bóndi á Höskuldsstöðum
6) Björg Pálsdóttir, kona hans.