Húnavaka - 01.05.2015, Blaðsíða 207
205H Ú N A V A K A
skipa; Rúnar Örn Guð-
mundsson formaður,
Ólaf ur Magnússon vara-
formaður, Áslaug Inga
Finnsdóttir gjaldkeri, Elín
Ósk Guðmundsdóttir rit-
ari og Kristján Þorbjörns-
son með stjórnandi.
Neisti fékk Hvatningar-
verðlaun USAH á árs-
þingi USAH. Erum við
einstaklega stolt og þakk-
lát fyrir það og tileinkum
þau eljusemi og dugnaði
Selmu Hreindal Svavars-
dóttur sem unnið hefur
óeigingjarnt starf fyrir
hesta mannafélagið.
Mót ársins voru nokkur að vanda,
yfir vetrarmánuðina er mótaröð
Neista sem samanstendur af ístölti,
T7, fjórgangi, smala, tölti og fimm-
gangi, mótum sem flest eru haldin
inni í reiðhöllinni. Mótaröðin er
stigakeppni fyrir Neistafélaga, þar
sem 3 stigahæstu keppendur í hverjum
flokki fyrir sig hljóta verðlaun fyrir
samanlagðan árangur á mótunum.
Úrslit í stigakeppninni urðu:
Barna- og unglingaflokkur:
Sigurður Bjarni Aadnegard 46 stig
Áhugamannaflokkur:
Rúnar Örn Guðmundsson 54 stig
Opinn flokkur:
Jakob Víðir Kristjánsson 48 stig
Félagsmót Neista, sem einnig var
úrtaka fyrir Landsmót hestamanna,
var haldið 14. júní. Í framhaldi af
félagsmótinu héldu fulltrúar okkar á
Landsmót hestamanna sem haldið
var á Hellu. Þar stóðu allir sig með
stakri prýði.
Ungir knapar í Neista voru að
venju duglegir að mæta á mót, tóku
þátt í mótaröð Neista, Grunnskóla-
mótaröðinni, þar sem Grunnskóli
Húna þings vestra, Blönduskóli,
Húna vallaskóli, Varmahlíðarskóli,
Ár skóli og Grunnskólinn austan Vatna
etja kappi. Þeir tóku einnig þátt í
félagsmóti Neista og Unglingalands-
móti UMFÍ.
Hestamannafélagið Neisti stóð
fyrir, í samvinnu við Hestamanna-
félag ið Þyt í Vestur-Húnavatnssýslu,
Ís-Landsmóti á Svínavatni sem haldið
var 1. mars. Þar voru keppnisgreinar
þrjár og ráslistar að að venju langir og
mörg þekkt nöfn mættu á svæðið.
Barnastarfið var að venju fjölmennt
þar sem börnin eru dugleg að sækja
námskeiðin sem félagið býður upp á
og tóku 30 börn þátt í vetrarstarfinu.
Reiðkennarar voru þau Heiðrún Ósk
Eymundsdóttir og Pétur Örn Sveins-
son.
Yngstu börnin eru á reiðnám-
skeiðum en þau eldri í Knapamerkj-
Á tölti.