Húnavaka - 01.05.2015, Side 176
H Ú N A V A K A 174
bæjum. Síðastliðin þrjú ár, eftir að Þórey lést, var hann ávallt til taks á
Höskulds stöðum meðan þrek og kraftar leyfðu. Hann var áhugamaður um
hesta og átti þá marga og tamdi. Alla tíð fylgdu honum hundar sem hann leit
á sem vini sína, voru þau Þórey bæði elsk að dýrum.
Hreinn var meðalmaður á hæð, með rauðbirkið hár, gekk jafnan í
ullarsokkum og skyrtu með brjóstvasa. Hann var fastheldinn, fann gleði í
gömlum handtökum og vildi halda í gamalt verklag. Hann var fremur feiminn,
en hafði ákveðnar skoðanir þótt hann væri ekki ræðinn við ókunnuga og kunni
þá list að vera einn með sjálfum sér. Honum leið best innan um hesta og önnur
dýr. Hann skynjaði dýrin og náttúruna sem mikilfenglegt sköpunarverk og átti
sínar unaðsstundir í samneyti við hestana sína.
Hann lést á Landspítalnum í Fossvogi og var jarðsunginn frá Höskulds-
staða kirkju 23. ágúst 2014. Hann hvílir í Blönduósskirkjugarði.
Sr. Bryndís Valbjarnardóttir.
Guðrún Björnsdóttir,
Geithömrum
Fædd 14. mars 1920 – Dáin 18. ágúst 2014
Guðrún var fædd á Fjalli á Skaga, næstyngsta barn hjónanna, Kristínar
Jónsdóttur (1883-1950) og Björns Björnssonar (1884-1970) sem síðar bjuggu í
Efra-Holti og á Orrastöðum. Systkini Guðrúnar voru í aldursröð; Þorbjörg
(1908-2001), Ingvar (1912-1963), Jakobína (1916-1957), Lárus (1918-1995),
þá Guðrún. Yngstur var Sigurjón Elías (1926-
2010) .
Fyrstu tvö ár ævi sinnar var Guðrún með
móður sinni og systur, Jakobínu, að Þröm, fremsta
bæ í Svínavatnshreppi. Á Þröm bjuggu Sólbjörg
Björnsdóttir og Valdimar Jónsson. Sólbjörg og
Kristín, móðir Guðrúnar, voru mágkonur. Þau
Sólbjörg og Valdimar voru í huga Guðrúnar sem
aðrir foreldrar og sonur þeirra, Ástvaldur, sem
bróðir. Guðrún ólst síðan upp hjá foreldrum
sínum á ýmsum bæjum í Torfalækjarhreppi og að
nokkru leyti hjá Sólbjörgu og Valdimari á
Blönduósi en þangað fluttu þau frá Þröm.
Eftir barnaskóla- og unglinganám á Blönduósi
tók við nám í Kvennaskólanum á Blönduósi einn vetur, árið 1938-39.
Árin þar á eftir var Guðrún hjá foreldrum sínum á sumrin en á veturna í
vist. Á þeim tíma lágu saman leiðir hennar og Þorsteins Þorsteinssonar (1908-
1992) á Geithömrum, gengu þau í hjónband þann 22. júlí 1944 og hófu