Húnavaka - 01.05.2015, Blaðsíða 188
H Ú N A V A K A 186
með grillkjöt að heiman en grillin
voru á staðnum og var góð mæting í
grillveisluna og stemningin góð. Á
eftir var boðið uppá eftirréttahlað-
borð og svo voru tónleikar og ball um
kvöldið.
Á föstudeginum var góð þátttaka á
stóra fyrirtækjadeginum þar sem
fyrirtæki á Blönduósi opnuðu hús sín
fyrir gestum og gangandi. Hefur þetta
vakið mikla athygli og er áhugavert
jafnt fyrir gesti sem heimamenn að
koma og kynna sér fjölbreytt atvinnulíf
á svæðinu. Auk þess var opnuð
ljósmyndasýning í Íþróttamiðstöðinni,
bókamarkaður í bókasafninu, Zumba
partí, fótboltaleikur og fjölskylduball.
Á laugardeginum var mikill fjöldi
fólks á Blönduósi. Opna Gámaþjón-
ustugolfmótið fór fram á Vatnahverfis-
velli, Flugklúbburinn var með útsýnis-
flug og heimsmeistarmótið í Lomber
var haldið á Hótel Blönduósi og er
heimsmeistaramótið orðið að ár legum
viðburði. Um morguninn fóru fram
söngprufur í Míkróhúninum,
Blönduhlaupið fór fram á vegum
USAH og boðið var upp á vatnabolta,
Laser tag og Paint ball. Hefðbundin
hátíðahöld og markaður voru svo á
Bæjartorginu um miðjan dag á laug-
ardag. Dagurinn endaði eins og áður
með kvöldvöku og stórdansleik
með Páli Óskari í Félagsheimilinu
á Blönduósi.
Sunnudagurinn bauð svo upp á
safnaheimsóknir en söfnin voru
opin alla dagana og sérstök dagskrá
í gangi í þeim öllum. Hátíðin tókst
vel og var almenn ánægja með þær
nýjungar sem boðið var upp á.
Ruslið á rétta staði.
Meðhöndlun úrgangs hefur breyst
og er hlutfall endurunnins úrgangs
vaxandi. Úrgangur sem meðhöndlaður
var á vegum Blöndu ósbæjar á árinu
2013 var 455,1 tonn en árið 2014 í
565,0 tonn sem gerir talsverða
aukningu frá fyrra ári. Af því fóru
47% eða 263,9 tonn í urðun árið
2014 í stað 56% af heildarmagni eða
252,7 tonna árið 2013 í urðun í
Stekkjarvík. Endurvinnsla úrgangs fór
úr 44% eða 200,2 tonnum í 53% eða
301,2 tonn. Helstu endurvinnsluflokk-
ar eru brotamálmar, 53,2 tonn, bylgju-
pappi, 17,3 tonn, heyrúlluplast 11,3
tonn og dagblöð 0,8 tonn. Þá voru
trjá greinar og gras um 198,3 tonn og
flokkast sem endurnýtanlegur úr gang-
ur en allt gras er í dag notað til upp-
græðslu mela við Stekkjarvík. Rekstur
gámasvæðisins gekk vel en tekið er á
móti öllum sem koma með úrgang og
þeim leiðbeint um flokkun til að draga
úr urðun úrgangs. Íbúar Blönduós-
bæjar geta haft endurvinnslutunnu
við heimili sín og eru um 60 heimili
með endurvinnslutunnur en fjöldi
almennra sorptunna er um 380.
Sveitarstjórnarkosningar.
Kosið var til nýrrar sveitarstjórnar
Blönduósbæjar í stað bæjarstjórnar
sem áður var. Var það ákvörðun bæj-
ar stjórnar í tengslum við endurskoðun
Orri klippir alaskaviði í Brautarhvammi.
Ljósm.: Páll Ingþór.