Húnavaka - 01.05.2015, Blaðsíða 225
223H Ú N A V A K A
Þegar fyrstu tvær teikningarnar eru
komnar á refilinn og þær nærri full-
saumaðar verður gaman að taka til
við þá þriðju en hún sýnir þegar
Ingimundur gamli kemur til Íslands
og fyrstu ár hans hér í héraði. Stefnt
er á að hafa sama opnunartíma og
undanfarin sumur, þ.e. frá miðjum
júní og fram um miðjan ágúst. Að
öðru leyti er opið eftir samkomulagi á
öðrum tíma.
Frá upphafi var hugmyndin að
þetta yrði sameiginlegt og samfélags-
legt verkefni okkar Húnvetninga og
gesta okkar ásamt ferðamönnum. Það
hefur gengið eftir og vil ég þakka
öllum þeim sem lagt hafa okkur lið við
að kynna Vatnsdælasögu á nýjan hátt
en þó gamlan með því að setja sín
spor í refilinn.
Jóhanna E. Pálmadóttir.
HÉRAÐSSKJALASAFN A-HÚN.
Keyptur var skápur fyrir teikningar
sem berast með gögnum til safnsins.
Einnig er áframhald á vinnu við
skönnun og skráningu á ljósmyndum.
Öryggismál voru tekin fyrir og bætt.
Fundur var haldinn með leikskóla-
stjór um sýslunnar, þar sem farið var
yfir meðhöndlun og frágang skjala og
afhendingarskyldu skólanna.
Eitthvað hefur verið um millisafna-
lán, veittar upplýsingar og beðið um
eitt og annað frá öðrum söfnum eftir
þörfum. Hægt er að fá skannaðar
mynd ir og sendar í tölvupósti ef þörf
er á.
Heimsóknir, símhringingar og
tölvu póstar voru 419 á árinu. Sjötti
bekkur úr Blönduskóla kom í heim-
sókn til að fræðast um starfsemi safns-
ins eins og undanfarin ár. Reynt hefur
verið eftir fremsta megni að verða við
öllum fyrirspurnum, bæði í formi
símhringinga og tölvupósta.
Að þessu sinni hafa 18 aðilar afhent
gögn til safnsins, og þakkar héraðs-
skjalavörður þeim fyrir. Sumir komu
tvisvar með gögn.
Eftirtaldir færðu safninu skjöl og myndir
árið 2014:
Sigursteinn Bjarnason, Stafni,
ÍSÍ-Íþrótta- og Ólympíusamband
Íslands, Reykjavík,
Ingi Heiðmar Jónsson, Selfossi,
Erlendur G. Eysteinsson, Blönduósi,
Þorgrímur Pálmason, Holti,
Héraðsskjalasafnið á Akureyri,
Rafn Sigurbjörnsson, Örlygsstöðum,
Lárus Ægir Guðmundsson, Skagaströnd,
Skarphéðinn Ragnarsson, Blönduósi,
Magnús Ólafsson, Blönduósi,
Ingunn Sigurðardóttir, Sauðárkróki,
Elísabet Þorsteinsdóttir, Kiel Þýskalandi,
Ingibjörg Eysteinsdóttir, Beinakeldu,
Kristín Hjördís Líndal, Kópavogi,
Ása Jóhannsdóttir, Reykjavík,
Sigurður Ingi Guðmundsson, Syðri-
Löngumýri,
Gísli Grímsson, Þingeyri,
Þorsteinn J. Vilhjálmsson, Reykjavík.
Svala Runólfsdóttir, héraðsskjalavörður.
HÉRAÐSBÓKASAFN A-HÚN.
Rekstur Héraðsbókasafns A-Hún.
var með hefðbundum hætti á árinu.
Bókasafnið er opið fjóra daga í viku
allt árið og að auki opið tvo laugardaga
fyrir jól. Opnunardagar safnsins árið
2014 voru 188 og fjöldi heimsókna
3009.
Auk hefðbundinna útlána sér safnið
um millisafnalán- og upplýsinga-
þjónustu og býður upp á aðgang að
internetinu, útprentun og ljósritun.
Hinn árlegi bókamarkaður var hald-
inn á Húnavöku og nemendur grunn-
skólans á Blönduósi komu í heimsókn