Húnavaka - 01.05.2015, Blaðsíða 173
H Ú N A V A K A 171
Magnús Ólafur Hjaltason
frá Skeggjastöðum
Fæddur 28. nóvember 1941 – Dáinn 16. júní 2014
Magnús fæddist á Skeggjastöðum í Skagabyggð. Foreldrar hans voru Hjalti
Árnason frá Víkum á Skaga (1915-2010) og Anna Lilja Magnúsdóttir frá
Skeggjastöðum (1912-2000). Magnús var þriðja barn þeirra hjóna, eldri eru
Árný Margrét, f. 1939 og Baldvin Valgarð, f. 1940, þau yngri eru Ingunn Lilja,
f. 1943, María Línbjörg, f. 1946, Árni Páll, f. 1948, Hallgrímur Karl, f. 1953,
Hjalti Sævar, f. 1954 og Svavar Jónatan, f. 1956.
Það var stór hópur barna sem ólst upp á Skeggjastöðum við ástríki foreldra.
Húshaldið var í föstum skorðum og börnin gengu inn í þau störf er sinna
þurfti eftir aldri og þroska.
Skólaganga Magnúsar var hefðbundinn sveitafarskóli. Hann fór á nokkrar
vertíðar suður eins og títt var um unga menn á þessum árum. Hann stundaði
búskap á Bakka á Skagaströnd en eftir að búskap lauk vann hann hjá
Trésmiðju Helga Gunnarssonar á Skagaströnd með hléum. Inn á milli sótti
hann sjóinn á smá bátum, ásamt því að stunda
búskap.
Magnús ólst upp við hestamennsku og deildi
því áhugamáli meðal annars með föður sínum.
Áttu þeir feðgar um dagana margan góðan gæð-
inginn.
Maggi, eins og hann var jafnan kallaður, fór 17
ára gamall að vinna á tamningastöð á Blönduósi
og var strax tekið eftir því hversu næmur og
laginn hann var við tamningar. Hann var góður
að taka gang úr hesti og tekið var eftir hversu
hestar gengu vel undir honum.
Magnús felldi hug til Jónu Kristjánsdóttur frá
Háagerði á Skagaströnd. Hann festi kaup á
Bakka í Skagabyggð og byrjuðu þau Jóna sinn
búskap í gamla bænum. Síðan byggðu þau þar upp á nýtt, hús og hlöðu. Þar
var bæði fjárbúskapur og kúabú en eftir 1975 var þar eingöngu fjárbúskapur.
Þau eignuðust fjögur börn: Ernu Rós. f. 1967, maki Þórarinn Gunnar
Sverrisson og eiga þau tvö börn. Fyrir átti Erna Rós tvö börn. Hjalti, f. 1969,
maki Sigurlaug Reynaldsdóttir og eiga þau fjögur börn. Anna Lilja, f. 1972,
maki Guðmann Bragi Birgisson og eiga þau tvö börn. Yngstur er Kristján, f.
1973, maki Sigríður Inga Rúnarsdóttir og eiga þau einn son.
Jóna og Magnús skildu og urðu tvö elstu börnin eftir hjá honum en þau
yngri fylgdu móður sinni.
Magnús hóf sambúð með Valdísi Bjarnþórsdóttur og eignuðust þau dóttur-