Húnavaka - 01.05.2015, Blaðsíða 97
H Ú N A V A K A 95
miður sló hann á léttari strengi. Fór þá jafnan að ganga betur. Jónas Tryggva-
son, bróðir Jóns, var maður einstakra hæfileika. Ungur að árum tapaði hann
sjón að mestu. Samt stjórnaði hann kórnum í sjö ár. Jónas var bæði skáld og
lagasmiður. Eitt þekktasta lag Jónasar, þar sem hann er bæði höfundur ljóðs og
lags, er „Ég skal vaka í nótt meðan svanirnir sofa“. Hefur það fylgt kórnum
alla tíð. Einnig er hann höfundur ljóðsins, Heklusöngurinn, við lag Áskels
Jónssonar sem sunginn er á öllum Heklumótum.
Jónas Tryggvason var fjölgáfaður maður, hann lét líkamlega fötlun sína ekki
aftra sér frá að sinna hugðarefnum sínum. Jónas hélt dagbækur ásamt föður
sínum, Tryggva, um langt skeið. Þeir feðgar færðu til bókar kóræfingar og
viðburði í sögu kórsins frá 1944 til 1952. Sonur Jóns söngstjóra, Ingi Heiðmar
Jónsson frá Ártúnum, gaf út ritsafn í fimm heftum er hann nefndi Stikil. Í
fyrsta hefti þessa rits er rakin saga Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps fyrstu
Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps í Húnaveri líklega kringum 1960. Birgir Ingólfsson
þekkir mennina sem eftirfarandi:
1. Röð frá vinstri: Hannes Guðmundsson Auðkúlu, Þórður Þorsteinsson Grund,
Guðmundur Sigfússon Eiríksstöðum, Jósef Sigfússon Torfustöðum, Jón Tryggvason
Ártúnum, Haraldur Karlsson Litla-Dal, Friðrik Björnsson Gili, Halldór Eyþórsson Syðri-
Löngumýri, Björn Jónsson Gili, Guðmundur Sigurjónsson Rútsstöðum.
2. Röð frá vinstri: Sigmar Ólafsson Brandsstöðum, Pétur Guðmundsson Eiríksstöðum,
Árni Sigurjónsson Rútsstöðum, Sigurður Sigurðsson Leifsstöðum, Sigurjón Ólafsson
Brandsstöðum, Pétur Sigurðsson Skeggstöðum, Sigvaldi Sigurjónsson Rútsstöðum, Ingólfur
Bjarnason Bollastöðum, Bjarni Sigurðsson Barkarstöðum, Auðunn Guðmundsson
Austurhlíð.
3. Röð frá vinstri: Runólfur Aðalbjörnsson Hvammi, Jón Guðmundsson Eiríksstöðum,
Sigurjón Stefánsson Steiná, Aðalsteinn Sigurðsson Leifsstöðum, Guðmundur Halldórsson
Bergsstöðum, Guðmundur Tryggvason Finnstungu, Grímur Eiríksson Ljótshólum, Ingvar
Þorleifsson Sólheimum, Georg Sigurvaldason Eldjárnsstöðum og Sigurgeir Hannesson
Stekkjardal.