Húnavaka - 01.05.2015, Blaðsíða 182
H Ú N A V A K A 180
og stendur undir brekkunni á Blönduósi og kallað er Vegamót. Sigurbjörn sá
fjölskyldu sinni farborða sem atvinnubílstjóri með sjálfstæðan rekstur eigin
vörubifreiðar. En Margrét hóf vinnu utan heimilis eftir fæðingu yngstu barna
sinna en lengst af vann hún hjá Kaupfélagi Húnvetninga á Blönduósi. Börn
Margrétar og Sigurbjörns eru í þessari aldursröð: Signý Magnúsdóttir, f. 1948,
er elst. Hún var gift Eðvarð Árdal Ingvasyni, hann er látinn, þau eignuðust
fjóra syni. Ingi Einar, f. 1950, sambýliskona hans
er S. Marsibil Lúthersdóttir, Ingi á tvö börn. Erna
Hallfríður, f. 1951, gift Þorvaldi Hreini Skaftasyni,
þau eignuðust þrjú börn þar af er eitt látið.
Baldur Bragi (1952-1971), hann lést af slysförum.
Sigurður Agnar, f. 1954, kvæntur Ármeyju
Óskarsdóttur, Sigurður átti fjóra syni en tveir
þeirra eru látnir. Kolbrún Harpa (1956-2012),
hún átti þrjú börn. Dóra, f. 1963, hún er gift Birni
Ragnarssyni, þau eiga þrjú börn. Yngst er Erla, f.
1965, hún á þrjá syni.
Margrét var mjög músíkölsk kona, sem ung
húsmóðir var hún sífellt að skrifa upp danslagatexta
og hún söng mikið, sérstaklega fyrir eldri börnin
sín. Hún fór margar ferðir vestur í Aðalvík, bæði
ein og líka með alla hjörðina sína. Sigurbjörn og Margrét voru mikið ferðafólk
og notuðu hvert tækifæri sem gafst til að fara í útilegur með vinum og
nágrönnum.
Margrét og Sigurbjörn bjuggu að Mýrarbraut 9 á Blönduósi í húsi sem þau
byggðu sér en seldu árið 1972. Þau fluttu burt í skamman tíma en komu aftur
og byggðu sér annað hús á Blönduósi að Hólabraut 7. Þar var þeirra heimili
síðast og þar bjó Margrét allt til þess að hún flutti í Hnitbjörg í íbúð fyrir
eldriborgara, þá var heilsa Sigurbjarnar farin að bila en hann lést 2002. Að
Hnitbjörgum bjó Margrét síðan allt til síðasta dags.
Hún andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi eftir stutta sjúkralegu og
var útför hennar gerð frá Blönduósskirkju 10. janúar 2015 og hlaut hún
grafarstað við hlið mannsins síns í Blönduósskirkjugarði.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.