Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Page 8
8 Fréttir 25.–27. maí 2012 Helgarblað
Herrafataverslun á floti
n Fjórir ofnar sprungu svo tjón varð hjá JMJ
M
aður gæti hafa lent í því
verra,“ segir Ragnar Sverr-
isson, kaupmaður í herra-
fataversluninni JMJ, en
mikið tjón varð í húsnæði verslunar-
innar við Gránufélagsgötu á Akureyri
á miðvikudagsmorgun þegar fjórir
ofnar sprungu á annarri hæð hússins
og heitt vatn flæddi um gólf á hæðinni
niður á jarðhæð.
„Hefði þetta verið eldur og reykur
þá hefði fimmtíu milljóna króna lag-
er farið fyrir lítið,“ segir Ragnar sem
segir gólfefni og veggi vera skemmda
en það sé hægt að bæta. Hann ber
höfuðið hátt þrátt fyrir þetta óhapp.
„Þunglyndi fer mér allavega ekki,“ seg-
ir Ragnar sem finnst ábyrgðarleysi hjá
vinum sínum í Norðurorku að hleypa
vatni á kerfið klukkan sjö í gær á marg-
földum þrýstingi án nokkurs eftirlits.
„Öryggislokið í kjallaranum spýt-
ist upp og fjórir stórir ofnar upp á
annarri hæð rifnuðu eins og bréf. Nú
er ég ekki að segja þetta til að bögga
vini mína í Norðurorku heldur að
benda á þetta til að tryggja að það
komi ekki fyrir aftur,“ segir Ragnar.
Starfsmenn Norðurorku unnu að
viðgerð á lögnum í Gránufélagsgötu
og telur Ragnar þá ekki hafa gætt
að þrýstingnum þegar vatninu var
hleypt aftur á. „Þetta er ekkert eðli-
legt að svona skuli gerast. Þeir hafa
verið að flýta sér heim til að horfa á
Eurovision,“ segir Ragnar og hlær en
tjónið blasti við klukkan átta í morg-
un.
Í húsnæðinu við Gránufélagsgötu
á Akureyri eru tvær herrafataversl-
anir, bókhaldsskrifstofa, húðflúrstofa
og saumastofa.
Á floti Mikið tjón varð í versluninni vegna
vatnsleka. MYND: ÓlaFur aNDri ragNarssoN
Þ
að er búið að taka saman alla
atburðarás hjá okkur. Við
erum auðvitað með eftirlits-
myndavélar og erum með
allt tímaskráð þegar þetta
atvik átti sér stað á fimmtudaginn og
það er auðvitað farið yfir það strax
bæði með starfsmönnum og öllum
sem að málinu koma. Það er niður-
staða þeirra, hvort sem það var lög-
reglan, læknar eða sjúkraflutninga-
lið, að það hafi verið brugðist hárrétt
við á sínum tíma,“ segir Margrét Frí-
mannsdóttir, fangelsisstýra á Litla-
Hrauni, um það hörmulega atvik
sem átti sér stað í fangelsinu í síðustu
viku þegar fangi lést af völdum bar-
smíða af hendi samfanga sinna að
því er talið er.
annþór og Börkur á sama gangi
Þetta mun vera í fyrsta skipti sem
fangi er myrtur hér á landi og er
málið nú rannsakað af lögreglunni
á Selfossi, tæknideild lögreglunn-
ar á höfuðborgarsvæðinu og réttar-
meinafræðingi. Mennirnir tveir sem
grunaðir eru um verknaðinn heita
Annþór Kristján Karlsson og Börkur
Birgisson. Þeir eru báðir þekktir of-
beldismenn og höfðu nýlega verið
fluttir á Litla-Hraun vegna rofs á skil-
orði en þeir eru ákærðir fyrir að hafa í
sameiningu gerst sekir um þrjár stór-
felldar líkamsárásir á undanförnum
mánuðum.
Aðspurð hvers vegna Annþór og
Börkur hafi verið hafðir á sama fang-
elsisgangi, í ljósi ofbeldissögu þeirra,
segir Margrét: „Það var bara tekin
ákvörðun um það. Við erum auð-
vitað ekki með nema sjö deildir í
fangelsinu, þar af eru tvær deildir fyr-
ir þá sem eru að koma inn. Fangels-
ið er eins og alltaf yfirfullt, en það er
hins vegar alltaf tekin ákvörðun hér
á morgunfundum um hvar menn eru
staðsettir í hús. Ef það koma ábend-
ingar um að einhverjum stafi ógn af
samfanga sem er á sömu deild, þá er
tekið á því.
Þeir [Annþór og Börkur] voru fyrst
í einangrun og komu síðan inn í það
sem við köllum hús númer 3 og voru
vistaðir á þessum gangi. Það var og er
talið rétt.“
Frábært ef hægt væri að að-
skilja fanga
Hún segir ekkert hafa komið fram
sem benti til þess að Annþór og Börk-
ur gætu ekki verið á sama fangelsis-
gangi. Aðspurð hvort ekki hafi verið
talin ástæða til að skilja þá að segir
Margrét að „… það væri náttúrulega
ósköp eðlilegt og frábært ef við hefð-
um aðstæður til þess í fangelsunum
í landinu að aðskilja menn sem væri
talið óæskilegt að væru of mikið sam-
an. Það væru auðvitað þær aðstæður
sem við vildum gjarnan búa við og
höfum oft bent á að þörf væri að taka
á, en því miður höfum við bara ekki
þessar aðstæður.
Við reynum að bregðast við þeg-
ar við höfum möguleika og aðskilj-
um þá sem þarf að aðskilja. Við erum
með deild þar sem menn sem verða
fyrir miklu aðkasti geta fundið sér
skjól en þetta eru bara þær aðstæður
sem við búum við í fangelsunum og
þetta er ekkert nýtt. Það hefur verið
talað um þetta í mörg ár.“
spila úr því sem þeir hafa
Margrét segir engar sérstakar regl-
ur vera um að fangar sem hafa brot-
ið af sér í sameiningu eða tilheyra
sama gengi séu ekki á sama fang-
elsisgangi. „Það hafa ekki verið sett-
ar neinar reglur um vistun meðlima
gengja eða hvernig skuli staðið að
fangelsun þeirra. Þar verðum við
einfaldlega að spila úr því sem við
höfum. Fangelsi landsins eru ekki
mörg og þau eru ekki mörg sem eru
þess burðug að vera með menn sem
hafa verið í alvarlegum ofbeldis-
glæpum.“
Harðari afbrot og meiri neysla
Samkvæmt heimildum DV hafa Ann-
þór og Börkur ógnað öðrum föngum
síðan þeir komu í fangelsið. Margrét
segir að engar tilkynningar hafi borist
starfsmönnum fangelsisins þess efnis.
Hún segist aðspurð vissulega
hafa áhyggjur af ástandi fangelsis-
mála og öryggi eins og staðan er í
dag. „Áhyggjurnar höfum við haft
árum saman. Fangelsismálastofnun
hefur verið að berjast fyrir byggingu
nýs fangelsis í mörg ár. Nú fyrst erum
við að sjá að það eigi eitthvað að ger-
ast. Auðvitað höfum við áhyggjur
dagsdaglega. Það eru harðari afbrot,
meiri neysla og menn koma veikari
inn. Við þurfum einnig að vista alla
sakhæfa geðsjúka fanga. Þetta er sá
veruleiki sem við búum við frá degi
til dags.“
Eftirbátar Norðurlandanna
Starfsmenn eru að sögn Margrétar
mjög meðvitaðir um ástandið og
reglulega er fundað og farið yfir mál-
in. „Það er fylgst mjög vel með. Við
erum með eftirlitskerfi og við feng-
um nýlega fjárveitingu til að efla eft-
irlit og öryggismál í fangelsinu sem á
að nýta á þessu ári. En það segir sig
sjálft að við uppfyllum ekki staðla
eins og til dæmis Norðurlöndin eru
með fyrir það sem þeir kalla ofbeld-
isfulla, hættulega einstaklinga. Við
erum ekki með sama öryggi.“
Margrét segir aukafjárveitinguna
meðal annars fara í að bæta aðkom-
una að fangelsinu og endurnýja kall-
kerfi og gera myndavélakerfi skilvirk-
ara. Hvort brugðist verði sérstaklega
við og öryggi eflt vegna dauðfalls Sig-
urðar Hólm segir Margrét: „Við erum
með mjög gott eftirlit á öllum göng-
um en það er ekki heimilt að vera
inni á klefum með eftirlit.“
Margrét segir sorg ríkja á Litla-
Hrauni vegna atburðarins og að
fangar og starfsfólk fái stuðning frá
fagfólki til að vinna úr honum. „Það
er auðvitað sorg og þetta er mjög al-
varlegt tilvik en sem betur fer hefur
þetta aldrei gerst áður. Menn eru að
vinna úr því en bæði hefur sálfræð-
ingur Fangelsismálastofnunar ver-
ið hér að störfum sem og fangelsis-
presturinn og boðið upp á viðtöl.“
Neita sök
Það var fimmtudaginn 17. maí síð-
astliðinn sem Sigurður Hólm Sig-
urðsson lést í fangaklefa sínum.
Sigurður hafði einungis dvalið í klef-
anum í sólarhring þegar hann lést.
Eftir að DV sagði fyrst allra frá and-
látinu voru viðbrögð lögreglunnar á
þá vegu að ekki væri grunur um að
dauða hans hefði borið að með sak-
næmum hætti.
Tilkynnt var um að Sigurður hefði
átt í öndunarerfiðleikum þegar hann
óskaði eftir aðstoð fangavarða um
áttaleytið á fimmtudaginn. Sam-
kvæmt heimildum DV hafði hann
legið í rúminu en neyðarbjalla er á
vegg andspænis rúminu í fangaklef-
anum. Nokkrar mínútur eiga að hafa
liðið frá því að Sigurður hringdi bjöll-
unni og þar til hann var úrskurðaður
látinn.
Við krufningu líksins kom í ljós að
hann lést vegna innvortis blæðinga
og vaknaði þá grunur um að honum
hefði verið ráðinn bani.
Farið var yfir upptökur úr eftir-
litismyndarvélum á fangelsisgang-
inum og kom þá í ljós að Annþór og
Börkur höfðu farið inn í fangaklefa
Sigurðar skömmu fyrir andlát hans.
Annþór og Börkur þvertaka fyrir að
hafa beitt hann ofbeldi og héldu því
fram við yfirheyrslur á miðvikudag
að þeir hefðu eingöngu verið að að-
stoða Sigurð þar sem hann hefði ver-
ið veiklulegur.
n Erfitt að aðskilja hættulega fanga n Margrét Frímannsdóttir áhyggjufull
Erfiðar aðstæður Margrét Frímannsdóttir, fangelsisstýra á Litla-Hrauni, segir ekki sama
öryggi í íslenskum fangelsum og á hinum Norðurlöndunum.
„Sá veruleiki sem
við búum við“
„Það eru harðari af-
brot, meiri neysla
og menn koma veikari inn.
Hanna Ólafsdóttir
blaðamaður skrifar hanna@dv.is