Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Síða 21
LagarfLjótið verður aLdrei samt Úttekt 21Helgarblað 25.–27. maí 2012 n Gunnar Jónsson bóndi er ósáttur n Jökulsá er veitt út í fljótið n Gruggið hefur stóraukist n Fiskurinn virðist vera að hverfa n Aldan ber á bökkunum áleiðis út að fossi, sem kemur í veg fyrir að vatnið gangi nógu hratt út eftir. Það veldur þessari hækkun.“ Þögðu þunnu hljóði Þó að Gunnar hafi ekki haft hátt um það á sínum tíma, í aðdraganda virkjunarinnar það er að segja, hafði hann alltaf svolitlar áhyggjur af Lag- arfljótinu. „Ég hugsaði sem svo að það væri best að sjá til og ræða þetta svo. En þá finnst mér eins og menn nenni ekki að ræða þetta, jú, þeir tala við mann og eru kurteisir en þeir eru ekki tilbúnir til að ræða það sem máli skiptir.“ Hann hugsar sig um eitt andartak áður en hann heldur áfram: „En þá var andrúmsloftið þannig að menn þorðu varla að hreyfa sig því þeir voru ekki vinsælir sem töluðu um eitthvað sem vann gegn virkjuninni, uss, uss, við verðum að fá þetta, þetta var svo- lítið þannig. Það var gríðarlegur þrýst- ingur á að ná þessu fram. Það var það. Auðvitað voru samt ákveðnir einstak- lingar á allt annarri skoðun og eru það enn í dag. En bylgjan var á því að ná þessu. Þannig að þessar raddir voru ekki háværar.“ Frárennslisskurður virkjana Í þessu andrúmslofti var ekkert gefið að fólk stæði upp og berðist fyrir sínum hagsmunum eða hugsjón- um ef þeir þjónuðu ekki hagsmun- um byggðarinnar. „Ég er viss um að þessar raddir hefðu orðið afskaplega hjáróma. Það er líka misjafnt hvern- ig þetta snertir landeigendur, sumir eiga land sem kemur mjög bratt að en annars staðar, eins og hér, er land- ið flatt og lágt. Þannig að við landeig- endur töluðum aldrei saman af neinu viti og það var aldrei samið um bætur áður en farið var í þessa virkjun. Það er okkar veiki hlekkur, svo lærir sem lifir. En það breytir því ekki að þeir höfðu engan rétt til þess að gera þetta án þess að semja við okkur eða ræða við okkur. Ég er ekki á móti þessari virkjun, ég var og er virkjunarsinni, ég er bara þannig. Ég studdi þessar framkvæmdir en það þýðir ekki að það hefði ekki þurft að ræða það við okkur sem tókum við þessu. Landeigendur við fljótið eiga í miðjan farveg, það var staðfest í Hæstarétti, þannig að fljótið er að hluta til eign landanna en nú er það frárennslisskurður virkjana. Það var ekki einu sinni nefnt við okkur hvort við ætluðum að taka við þessu inn á okkar eign. Það situr í mér. Síð- an þegar við ætlum að ná einhverju fram eftir að framkvæmdirnar eru af- staðnar þá þýðir það ekkert, þú sem- ur ekki eftir á.“ Lagarfljótið gleymdist Það situr líka í honum að náttúru- verndarsinnar hafi mótmælt þess- um aðgerðum en aldrei minnst orði á áhrifin á Lagarfljótið. „Ákveðinn hópur telur að það megi hvergi snerta við náttúru landsins. Það er sjónar- mið sem ég ætla ekki að mótmæla, það er bara skoðun þessa fólks. Það barðist gegn Hálslóni og talaði um heiðargæsir og hreindýrakálfa en ég minnist þess aldrei að þetta fólk hafi talað um áhrifin í byggð. Landsvirkjun hefur staðið fyrir margvíslegum mótvægisaðgerðum uppi á hálendinu, staðið að upp- græðslu lands til að hefta fok og sett peninga í áburð og sáningu. Það er gott mál og Landsvirkjun má eiga það sem gott er. Hins vegar hafa þeir ekkert gert hér í byggð. Það er reynd- ar vöktun úti við Héraðsá og á Jök- ulsárheiðum en Lagarfljótið er af- skipt. Það gleymdist að það tekur við öllum soranum.“ „Fljótið er að hluta til eign landanna en nú er það frárennslis- skurður virkjana Landbrot Hér sést hvernig aldan grefur undan landinu og trén falla í ána. mynd ingibjörg dögg Þagði þunnu hljóði Gunnar Jónsson bóndi hafði áhyggjur af landinu en sagði ekkert, ætlaði að bíða og sjá. Nú reynist honum erfitt að semja um úrbætur. mynd ingibjörg dögg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.