Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Page 22
22 Úttekt 25.–27. maí 2012 Helgarblað Ó hætt er að segja að Kára­ hnjúkavirkjun sé á meðal umfangsmestu og umdeild­ ustu virkjunarframkvæmda landsins. Desjárstífla, Sauð­ ár dalsstífla og Kárahnjúka stífla stífla farveg Jökulsár á Dal og mynda Hálslón. Jökulsá á Dal er stífluð við Fremri Kárahnjúk og er það stærsta stíflan, svokölluð Kárahnjúkastífla. Stíflan er 700 metra löng og 198 metra há grjótstífla, stærsta grjót­ stíflan í Evrópu og meðal þeirra stærstu í heiminum. Hálslón er 57 ferkílómetrar að stærð og yfirborð þess er í 625 metra hæð yfir sjávar­ máli. Lónið fyllist yfirleitt síðsum­ ars og þá er vatni veitt um yfirfall þar sem það steypist í um 90 metra háum fossi niður í Hafrahvamma­ gljúfur. Mikill styr stóð um þessa virkjun og margir óttuðust áhrif hennar á umhverfið, auk þess sem þeir sáu eftir landinu sem lenti und­ ir lóninu. Nú þegar fimm ár eru liðin frá þessum framkvæmdum er ljóst er að enn er mörgum spurningum ósvarað en margir hafa áhyggjur af Lagarfljótinu, hreindýrin hafa að mestu yfirgefið svæðið, gæsir og tóf­ ur fluttu sig líka til og heimamenn hafa áhyggjur af því að umferð um svæðið styggi rollurnar. Gruggið fimmfaldaðist Gunnar var ekki sá eini sem blaða­ maður hitti á ferð sinni um Aust­ urlandið sem hafði áhyggjur af breytingunum á Lagarfljóti. Skarp­ héðinn Þórisson, líffræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands, tók und­ ir þær áhyggjur í samtali við blaða­ mann. „Við sjáum klárlega áhrif á fljótið. Gruggið hefur fimmfaldast,“ segir Skarphéðinn. Sú tala er ívið hærri en Landsvirkjun gefur út en þar segir að gruggið hafi þrefald­ ast. Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun hefur gruggið minnk­ að gegnsæið um helming. Þá gætir útþynningar gruggsins ekki í sama mæli og áður. Gruggið er mest næst upptökum, við innrennslið við Fljótsdalsstöð. Í umsögn um þær rannsóknir sem standa yfir á svæðinu segir að það þurfi því að fylgja eftir rann­ sóknum á strandlífi í Lagarfljóti en grugg er talin hafa minnkað gegnsæi þess um helming. Hávellu hefur fækkað Lagarfljótið er 90 kílómetra langt en með tilkomu Fljótsdalsstöðv­ ar árið 2008 var farið að veita Jök­ ulsá á Dal út í fljótið. Með því jókst rennsli í fljótinu um nær 80 prósent og vatnsborðið hækkaði. Þar sem Hálslón er stórt, djúpt og í um 600 metra hæð yfir sjó má búast við að vatnið þaðan sé að jafnaði kaldara að sumri til en annað innrennsli Lagarfljóts. Það gæti haft áhrif á lag­ skiptingu syðst í vatninu. Nú standa yfir rannsóknir á strandlífi og lífríki í fljótinu. Fyrstu rannsóknir á fiskistofnum Fljóts­ ins eftir virkjun benda til fækkunar bæði bleikju og urriða. Auk fækkun­ ar virðist einnig hafa dregið úr vexti fiskanna. Þá hefur komið í ljós að hávellu hefur fækkað umtalsvert á Lagar­ fljóti frá árinu 2005. Gruggið gæti verið möguleg skýring á því en það, samfara vatni úr Hálslóni, hefur rýrt fæðuskilyrðin. Fuglum hefur fækkað á fleiri stöðum á áhrifasvæði virkjunar­ innar. Skúmum við farveg Jökulsár á Dal hefur fækkað umtalsvert á Hreindýrin farin af Fljótsdalsheiðinni n Kárahnjúkavirkjun fylgdi mikið rask fyrir dýralífið á svæðinu n Eftirsjá að landinu Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is „ Í stuttu máli, þá var 57 ferkíló- metrum sökkt fyrir Kára- hnjúkavirkjun. Þetta svæði nýttu hreindýr áður, þetta var gróið land að hluta og það er nátt- úrulega eftirsjá að því. Kringilsá Hér má sjá hluta af því svæði sem fór undir Hálslón. Hálslón Kárahnjúkastífla, Fremri Kárahnjúkur og í fjarska sést í Snæfell. Virkjunin var sú stærsta sinnar tegundar í Evrópu og framkvæmd- irnar höfðu áhrif á dýralífið á svæðinu. Hreindýrin færðu sig annað, gæsin verpir seinna og nokkur tófugreni lentu í lóninu. mynd siGfús már pétursson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.