Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Page 24
24 Úttekt 25.–27. maí 2012 Helgarblað síðustu árum. Árið 2005 voru 420 fuglar við farveginn en þeir voru flestir árið 2008, eða 571. Í fyrra reyndust þeir hins vegar aðeins vera 236 talsins. Þetta kemur fram í nið- urstöðum rannsókna sem eru birtar á vefnum sjálfbærni.is. Kindur fælast Hann segir að heimamenn hafi áhyggjur af fleiri þáttum, eins og umferð um hálendið. „Vegurinn inn Fljótsdalsheiði og að stíflunni opn- aði þetta svæði og auðveldaði að- komu veiðimanna. Við Hálslóns- veg verpa heiðargæsir og því hafa starfsmenn Fljótsdalsstöðvar sett upp skilti í samráði við Náttúru- stofu Austurlands þar sem almenn umferð er bönnuð á varptíma heið- argæsa og burðartíma hreindýra. Við Ufsarlón í Jökulsá á Dal er komin brú þar sem áður þurfti að fara á vaði, það var erfitt og tæpt. En nú er kominn vegur yfir og inn á Múla og Hraun, austur fyrir Jökulsá í Fljótsdal. Fljótsdalsheiðarvegur auðveldar aðgengi að veiðilendum svo stund- um mynduðust biðraðir í hreindýr- in sem varla getur talist mjög æski- legt. Þarna eru viðkvæmir slóðar. Svo er það annað, ef menn fara til dæmis óvarlega á vélhjólum geta kindurnar haldið að smalamennsk- an sé hafin og rokið til byggða. Bændur hafa því stundum haft áhyggjur af því að það séu of marg- ir veiðimenn í heiðinni og það hafi áhrif á kindurnar. En þetta hefur ekkert verið rannsakað.“ Eftirsjá að landinu Hlutverk Skarphéðins er þó hvorki að fylgjast með Lagarfljótinu, um- ferðinni né kindunum. Hann eltist aftur á móti við hreindýr og gæs- ir, fylgist með afdrifum þeirra og skoðar áhrif framkvæmdanna á há- lendinu á þau. „Í stuttu máli þá var 57 ferkílómetrum sökkt fyrir Kára- hnjúkavirkjun. Þetta svæði nýttu hreindýr áður, þetta var gróið land að hluta og það er náttúrulega eft- irsjá að því. Landið sem fór undir lónið var hallandi á móti suðri, þar tók seint fyrir beit og í hörðum vor- um var alltaf mjög snjólétt þarna sem gat komið sér vel þegar hrein- dýrin voru að bera. Það gagnaðist líka gæsinni sem verpti þarna. Það var gott að eiga þetta skjól.“ Hreindýrin yfirgáfu svæðið En þó að hreindýrin hafi misst þetta land hefur ekki fækkað í stofninum. „Hreindýrin hafa hins vegar breytt háttum sínum á síðustu árum. Þau voru áður að sumarlagi mikið á Vest- uröræfum, í kringum Snæfell og á Fljótsdalsheiði, en hafa fært sig mikið austar, nær fjörðunum, yfir á Hraun- in, Múlann og Öxi. Þau eru búin að yfirgefa Fljótsdalsheiðina að mestu leyti. En ég reikna með að þau muni leita meira inn á Snæfellis öræfin í framtíðinni. Það eru eru sem betur fer eng- ar vísbendingar um að þau séu að verða léttari eða lélegri. En um- hverfisráðherra fór fram á það þegar hann heimilaði virkjunina að fylgst yrði með hreindýrum og gæs í tíu ár á starfstíma virkjunarinnar en það er ekki komin lokaniðurstaða í þetta enn,“ segir Skarphéðinn og bætir því við að tíðarfarið hafi líka hjálpað til, vetur hafi ekki verið harðir. Verpa seinna Hálslón hafði þau áhrif að gæsin flutti sig um set. Hún verpti áður með Jök- ulsánni og þegar lónið kom færði hún sig ofar, segir Skarphéðinn. „Hún verpir þá seinna því það er meiri snjór þar. Heiðargæsastofninn hefur verið vaxandi síðustu áratugi og líkur eru á að fjölgunin haldi áfram þrátt fyrir framkvæmdirnar.“ Heiðargæsir í sárum voru taldar á Snæfellsöræfum sumarið 2008, þar með talið á Eyjabökkum og á Háls- lóni. Af 7.911 fuglum var 2.121 á Eyja- bakkasvæðinu og 5.790 við Hálslón og í nágrenni þess. Ungar voru um 30 prósent. Í fyrra var talið á sama svæði og reyndust þá vera 10.110 ófleygar heiðargæsir, þar af voru 5.035 á Eyja- bökkum. Ungar voru 417, eða 4 pró- sent, af heildinni. En það er eins með gæsina og hreindýrin. Það hefur orðið breyting á högum þeirra. Þær verpa seinna þar sem snjórinn er. Það þýðir að ungarnir fara seinna á flug. „Í góðu tíðarfari hefur það ekki áhrif á afdrif þeirra. Þeir eiga að ná að fita sig áður en þeir fara til Bretlandseyja,“ segir Skarphéðinn. Til að bregðast við því var samþykkt að veiðitíminn innan Vatnajökulsþjóðgarðs hæfist seinna en áður, ekki fyrr en 1. september í stað 20. ágúst. Tófan lenti í lóninu Hann hefur þó áhyggjur af því sem gæti orðið ef vetur og vor verða köld. „Þar sem það er ekki eins skjólsælt þarna uppi á hásléttu Vesturöræfanna reikna ég með því að ef það kemur hart vor verði meiri afföll af hreiðrum en ef gæsin gæti verpt í þessu skjóli sem hún hafði áður. Ef svo ólíklega færi að vetur skylli á hálfum mánuði fyrr en vanalega hefði það væntanlega mikil áhrif á það hvort ungarnir næðu flugi fyrir veturinn. Við sjáum stundum álftarunga sem verða eftir uppi á heiðum sem tófan gæðir sér síðan á. Það tekur lengri tíma fyrir álftarungana að kom- ast á flug svo það er oftar sem þeir verða eftir.“ En það voru ekki bara hreindýr og gæsir sem þurftu að færa sig um set. Einhver tófugreni lentu líka í lóninu og þurfti rebbi að finna sér greni ann- ars staðar. „En það sama gildir um hana. Á meðan vetur og vor eru góð á hún ekki í vandræðum með að koma sér fyrir annars staðar. En það gæti breyst á Snæfellsöræfum ef harðnaði á dalnum.“ n Dýralíf á framkvæmdasvæðinu Kindur Umferð á svæðinu hefur aukist og kindurnar ruglast stundum og fara til byggða, halda að smala- mennskan sé hafin. Hreindýr Misstu aðalburðarsvæði sitt og helsta skjól. Þau færðu sig austar. Gæs Heiðargæsinni heldur áfram að fjölga en hún færði sig ofar á snjóþyngra svæði og verpir seinna en áður. Hálslón Reynt var að ganga frá svæðinu með þeim hætti að hægt væri að njóta þess áfram. Aðstæður hafa hins vegar breyst verulega og Skarphéðinn sér eftir landinu. mynd Emil þór sigurðsson Á göngu um öræfin Útivistarfólk naut þess að ganga um svæðið áður en því var sökkt. náttúruperlur Á svæðinu sem fór undir lónið voru margir fallegir staðir. ósnortin náttúra Hreindýrshræ á Kringilsár- rana norðan Brúarjökuls. Kringilsá og Jökulsá á Brú voru hluti af því 57 ferkílómetra svæði sem fór undir lónið. „Ef menn fara til dæmis óvarlega á vélhjólum geta kindurnar haldið að smalamennsk- an sé hafin og rokið til byggða. Hávella Í gegnum tíðina hefur verið hægt að sjá hávellu við Lagarfljótið á sumrin en nú hefur henni fækkað umtalsvert. Grugg og skert fæðuskiluyrði gætu skýrt það. Skúmum í farvegi Jökulsár á Dal hefur líka fækkað. Urriði Mun minni fiskur er í lóninu en áður, en þar var helst að finna urriða og bleikju. Sumir telja að fiskurinn sé alveg að hverfa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.