Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Qupperneq 34
34 Eurovísir 25.–27. maí 2012 Helgarblað
SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA
Við sérhæfum okkur í slípun og olíuburði á
sólpöllum, gerum gamla pallinn flottari en nýjan.
Fjalirnar verða rennisléttar og timbrið nær aftur
sínum náttúrulega lit.
GERUM SÓLPALLINN
EINS OG NÝJAN
info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is
S: 897 2225
Syngdu með!
Lag og texti: Greta Salóme
Never forget
She ś singing softly in the night,
praying for the morning light.
She dreams of how they used to be
at dawn they will be free
Memories they haunt his mind.
Save him from the endless night.
She whispers warm and tenderly:
Please come back to me.
And when the golden sun arises far across the sea.
The dawn will break as darkness fades forever we’ll be free
Never forget what I did, what I said
when I gave you all my heart and soul.
Morning will come and I know we´ll be one
ćause I still believe that you´ll remember me!
She mourns beneath the moonlit sky,
remembering when they said goodbye.
Where’s the one he used to know?
It seems so long ago.
And when the golden sun arises far across the sea
The dawn will break as darkness fades forever we’ll be free
Never forget what I did, what I said
when I gave you all my heart and soul.
Morning will come and I know we´ll be one
ćause I still believe that you´ll remember me!
ooooh
Never forget what I did, what I said
when I gave you all my heart and soul.
Morning will come and I know we´ll be one
ćause I still believe that you´ll remember me!
Oh I still believe that you´ll remember me!
Oh I still believe that you´ll remember me!
Tilgangslausar
staðreyndir um
E
urovision keppnin í ár er sú
57. í röðinni. Eftir margra
áratuga keppni og yfir 1.100
lög frá hinum ýmsu löndum
Evrópu hefur orðið til stór og
mikill gagnabanki um allt sem við
kemur þessari vinsælu keppni. Gall
harðir aðdáendur keppninnar láta
það ekki flækjast fyrir sér að svara
spurningum á borð við: Hversu
mörg stig fékk Lúxemborg árið 1980?
(56). Hvaða land endaði í síðasta
sæti árið 1972? (Malta með 48 stig).
Eða hversu oft fékk Holland 12 stig
í keppninni 1996? (Einu sinni, frá
Austurríki). Færri vita hins vegar
hvaða lag var það hundraðasta sem
keppti í keppninni frá upphafi og
hvaða hljómsveitarstjóri það er sem
hefur oftast tekið þátt.
Skoðaðu eftirfarandi upplýsing
ar og gerstu sérfræðingur í Euro
visionkeppninni áður en fjörið byrj
ar á laugardaginn svo þú getir heldur
betur slegið um þig og sýnt hvað þú
ert klár.
Um það bil 120 milljónir manna horfa á Eurovision-keppnina á ári hverju.
Írski hljómsveitarstjórinn Noel Kelehan stjórnaði flutningi á fimm sigurlögum í
keppninni (árin 1980, 1987, 1992, 1993 og
1996). Í heildina stjórnaði Kelehan flutningi
á 29 lögum í Eurovision-keppninni, þar af
24 írskum. Kelehan lagði sprotann á hilluna
árið 1999. Eftir að hann hætti lagðist hlut-
verk hljómsveitarstjóra niður í keppninni.
Hollenski hljómsveitarstjórinn Dolf van der Linde stjórnaði hljómsveitinni
fyrir sjö lönd. Belgíu, Þýskaland, Írland,
Lúxemborg, Holland, Svíþjóð og Sviss.
Johnny Logan vann keppnina þrisvar. Árin 1980 og 1987 söng hann vinningslagið.
Árið 1992 samdi hann vinningslagið Why
Me? sem Linda Martins söng.
Pólland á metið sem besti nýliðinn en landið tók þátt í fyrsta skiptið árið 1994
þegar Edyta Gorniak lenti í öðru sæti með
lagið To Nie Ja.
Noregur hefur oftast endað í síðasta sæti keppninnar, alls tíu sinnum. Þetta voru
árin 1963, 1969, 1974, 1976, 1978, 1981, 1990,
1997, 2001 og 2004. Norðmenn hafa hins
vegar sigrað þrisvar, 1985, 1995 og 2009.
Írland hefur oftast unnið en Írar hafa hampað sigri alls sjö sinnum, Lúxemborg,
Frakkland og Bretland hafa staðið uppi sem
sigurvegarar fimm sinnum. Svíþjóð og Hol-
land fjórum sinnum.
A ldrei hafa jafn margir mætt á keppnina og árið 2001 þegar næstum 38 þúsund
manns mættu á Parken í Kaupmannahöfn
til að verða vitni að fyrsta sigri Eistlands.
Metfjöldi þátttökulanda var árin 2008 og 2011 en þá tóku alls 43 lönd þátt í
Eurovision.
H in þýska Lena, sigurvegari keppninnar 2010, var sú þriðja til að reyna að halda
titlinum á sínum heimavelli.
Þýski lagahöfundurinn Ralph Siegel tók 18 sinnum þátt í Eurovision.
Aðeins þrjár konur stjórnuðu hljóm-sveitinni í keppninni. Þetta voru þær
Nurit Nirsch, sem stjórnaði flutningi laga
Ísraels árin 1973 og 1978, Monica Dominique,
sem stjórnaði flutningi Svía árið 1973, og
Anita Kerr, sem stjórnaði flutningi á lagi
Sviss árið 1985.
F lest vinningslögin hafa verið sungin á ensku eða 24 lög. Franska er einnig
vinsæl en sigurlögin hafa 14 sinnum verið
sungin á frönsku.
Sex mismunandi kerfi hafa verið notuð í gegnum áratugina til að úrskurða um
sigur í keppninni.
Enginn flytjandi hefur öðlast jafn mikla velgengni í kjölfar keppninnar og ABBA .
Sænska sveitin sigraði í Eurovision árið 1974.
Lagið Nel Blu Dipinto Di Blu eða Volare hefur oftast verið tekið upp af
hinum ýmsu tónlistarmönnum. Domenico
Modugno flutti lagið en frægar stjörnur á
borð við Dean Martin, Cliff Richard og David
Bowie hafa síðan gefið út sína útgáfu af
laginu.
Marokkó hefur einu sinni tekið þátt í keppninni. Það var árið 1980.
Yfir þúsund lög hafa þegar tekið þátt í Eurovision. Írska lagið hans Brians
Kennedy, árið 2006, var þúsundasta lagið.
Framlag Kýpur árið 2003 var 900. lagið.
Lag Lydiu, No Quiero Escuchar, árið 1999 var
800. lagið í Eurovision-keppninni.
Hundraðasta lagið í Eurovision var sungið af Esther Ofarim fyrir Sviss. Tvöhundr-
aðasta lagið var De Troubadour hans
Lennys Kuhr árið 1969. Malta færði okkur
300. lagið árið 1975 og Frakkar sungu He, He
M‘sieurs Dames árið 1980 en það lag var lag
númer 400 í keppninni frá upphafi.
Framlag Lúxemborgar árið 1986, L‘amour De Ma Vie, var 500. lagið í keppninni.
Portúgalar áttu 600. lagið árið 1990 þegar
þeir fluttu A Sempre Slguem og Pólverjar
fluttu lag númer 700, To Nie Ja, árið 1994.
Lag númer 1.100 var flutt árið 2008.