Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Síða 38
38 Eurovísir 25.–27. maí 2012 Helgarblað Vissir þú að … … Katrina and the Waves sem unnu fyrir Bretlands hönd með laginu Love Shine a Light árið 1997 höfðu starfað saman frá 1978? Frægasta lag þeirra er þó án efa Walking on Sunshine frá 1983. Þau hættu þó sam- starfi fljótlega eftir sigurinn þar sem þeim tókst ekki að halda frægðarsólinni á lofti. Árið 2011 hótuðu þau málaferlum við bandarískan forsetaframbjóðanda sem notaði Walking on Sunshine í kosninga- baráttu sinni. … Dana, sem vann fyrir Írland árið 1970 með laginu All Kinds of Everything, reyndi fyrir sér í tónlist og leik- list áður en hún sneri sér að stjórnmálum? Hún varð í þriðja sæti í forsetakosningum á Írlandi árið 1997 og tveimur árum síðar var hún kosin á Evrópuþingið. Í seinni tíð hefur hún þó einbeitt sér að skemmtana- bransanum á ný. … Vicky Leandros keppti árið 1967 fyrir Lúxemborg með laginu L‘amour est bleu? Þrátt fyrir að lagið endaði í 4. sæti náði það gífurlegum vinsældum og hefur verið flutt af fjölda listamanna, þar á meðal er Frank Sinatra. Hún sigraði hins vegar í keppninni árið 1972 með laginu Après Toi. … Bucks Fizz flutti lagið Making Your Mind Up í Dublin árið 1981 og vann keppnina? Lagið varð geysilega vinsælt og komst á vinsældalista í mörgum Evrópulöndum auk þess sem það varð vinsælt í Ástralíu, á Nýja-Sjálandi og Suður-Afr- íku. … Marokkó hefur einungis einu sinni tekið þátt í keppn- inni en það var árið 1980? … hin úkraínska Ruslana sem fór með sigur af hólmi árið 2004 var heiðruð af forseta landsins í kjölfarið? Hún reyndi einnig fyrir sér í stjórnmálum og sat á úkraínska þinginu á árunum 2006 og 2007. Hún varð síðar gerð að velgjörðar- sendiherra fyrir Úkraínu hjá UNICEF. … þegar Lordi vann fyrir Finn- land árið 2006 með Hard Rock, Hallelujah þá var það í fertugasta skiptið sem Finnland keppti? … Olsen- bræður höfðu nokkrum sinnum áður sent lög í dönsku keppnina áður en þeir unnu hana árið 2000? Þegar í aðalkeppnina var komið var Fly on the Wings of Love í forystu alla stigagjöfina en engum hafði tekist það síðan Abba sigraði með Waterloo árið 1974. L aufey Eiríksdóttir er ekki bara heitasti aðdáandi Jóns Jóseps Snæbjörnssonar, sem er betur þekktur sem Jónsi, þau eru líka góðir vinir. Hún bíð- ur spennt eftir komandi Eurovison- kvöldum, en Jónsi og Gréta keppa í undankeppninni sama dag og blaða- maður og ljósmyndari hitta Laufey á vinnustað hennar, svæðisskrifstofu fatlaðra á Reykjanesi. Laufey er mætt með úrklippubókina sem geymir myndir, minningar og blaðaúrklipp- ur tengdar popparanum til að sýna blaðamanni. Laufey er sko alveg til í að spjalla um Jónsa. Þegar hún er spurð hvernig henni eigi eftir að líða þegar hún sér Jónsa og Grétu á svið- inu í Bakú segist Laufey líklegast eiga eftir að gráta af gleði hvernig sem fer. Búningarnir flottir Laufey hefur fylgst með ferli Jónsa í langan tíma og er hljómsveitin Í svörtum fötum í miklu uppáhaldi hjá henni. Það kemst líklegast eng- inn annar tónlistarmaður með tærn- ar þar sem Jónsi hefur hælana, nema vera skyldi Páll Óskar Hjálmtýs- son, í huga hennar. Það fór því ekki á milli mála með hverjum hún hélt í íslensku undankeppninni og var gleði hennar bæði mikil og einlæg þegar úrslitin voru kunngjörð. „Mér finnst búningarnir flottir,“ segir hún um sviðsframkomuna og segist vera búin að horfa á tónlistarmyndband- ið nokkrum sinnum. Bauð henni á ball Í apríl bauð Jónsi henni á ball með sér á skemmtistaðnum Spot í Kópa- vogi og var mikið um dýrðir þegar Laufey og vinkonur hennar skelltu sér á dansgólfið og dönsuðu fram á rauðanótt. „Það var skemmtilegt,“ segir Laufey skælbrosandi og aug- ljóst er að það var ógleymanlegt kvöld. Hún segist hlakka til að fara aftur á ball með Jónsa þegar hann kemur aftur frá Bakú. Fær sér bjór yfir Eurovison Það verður mikið um dýrðir heima hjá Laufeyju á laugardag- inn þegar íslenski hópurinn keppir til úrslita. Það verður sannkallað Eurovision-partí. „Ég ætla að fá mér bjór og skemmta mér vel,“ segir hún. Áður en við kveðjum bætum við ör- litlu við úrklippubókina hennar, en blaðamanni barst tölvupóstur frá Jónsa í Bakú þar sem hann segir Laufeyju vera sér einstaklega hjart- fólgna. „Það er alltaf gaman að hitta vini í vinnu og frístundum og ég hef verið svo heppinn að hitta Laufeyju í báðum kringumstæðum. Laufey er mér sérstaklega hjartfólgin. Hún ber tilfinningar sína fölskvalaust á borð og nærvera hennar er hlý og glaðvær. Hún hefur alltaf jákvæð áhrif á alla aðra sem með henni eru og brosið hennar er alveg einstakt. Hún er frábær stelpa,“ segir Jónsi og Laufey hreinlega tryllist af gleði þegar blaðamaður les þetta fyrir hana. „Vá-vá-vá!“ segir hún. „Vá-vá-vá!” n Laufey Eiríksdóttir er heitasti aðdáandi Jónsa Grætur af gleði Laufey segist eiga eftir að gráta af gleði þegar hún sér Jónsa og Grétu stíga á svið í Bakú. Mynd: SiGtryGGur Ari JóHAnnESSon. Úrklippubókin Það er næsta víst að það á eftir að bætast hressilega við úrklippubók Laufeyjar á næstu dögum. Bauð á ball Jónsi bauð Laufeyju og vinkonum hennar á ball í vetur. Það var ógleymanleg stund.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.