Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Síða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Síða 50
Hvað er að gerast? Föstudagur Sunnudagur Laugardagur26 maí 25 maí 27 maí Nemendasýning Á laugardaginn opnar árleg ljós- myndasýning fyrsta árs nema við Ljósmyndaskólann. Þar munu 19 nemendur sýna verk sín þar sem ýmislegt verður tekið fyrir en þar má meðal annars nefna portrett, landslag, kynferðislegt ofbeldi, tísku og átröskun. Ljósmyndaskólinn er til húsa við Hólmaslóð 6. Sýningin er öllum opin og stendur til 3. júní. Leitin að því hver við erum Trans er nýtt leikrit eftir Sigtrygg Magnason sem sýnt verður á laugardaginn. Sýningin leiðir áhorfendur inn á kampavínsklúbb þar sem þeir hitta fyrir Lovísu, 26 ára konu með typpi, föður hennar, manninn sem hún trúir ekki að elski hana og trúnaðarvinkonu hennar, Önnu Frank. Sýningin fer fram á Strawberries í Lækjargötu og hefst klukkan 13.00. Miðaverð: 1.300 krónur. Goðsögn í Hörpu Bryan Ferry, einn farsælasti dægurtónlistarmaður samtímans, mun halda tónleika ásamt hljóm- sveit í Hörpu á hvítasunnudag. Þetta verða sannkallaðir stórtón- leikar en Ferry er með á fjórða tug tónlistar- og tæknimanna í för til að sjá um að bæði tónlist og sjón- ræni hluti tónleikanna skili sér með þeim brag sem hæfir goðsögninni. Tónleikarnir eru í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík, og eru á dagskrá hátíðarinnar sem haldin er dagana 18. maí–3. júní. Tónleikarnir fara fram í Eldborg á hvítasunnu- dag 27. maí og annan í hvítasunnu kl. 21.00. Verð 6.990–16.990 krónur. 50 25.–27. maí 2012 Helgarblað „Tvöfaldur skolli“Menning m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g Tiger Woods PGA Tour 13 H ljómsveitin Bee Gees, sem naut nánast óslitinna vinsælda frá útgáfu lagsins Massachusetts árið 1967, var skipuð bræðrunum Barry, Robin og Maurice Gibb. Bræðurnir fæddust á Isle of Man en ólust fyrstu árin upp í Chorlton í Manchester á Eng- landi. Yngsti bróðirinn, sem naut nokkurra vinsælda sem tónlistarmaður, hét Andy en hann varð aldrei hluti af Bee Gees. Andy var átrúnaðargoð unglinga á níunda áratugnum en hann lést af völdum hjarta- vöðvabólgu árið 1988. Fjölskyldan flutti til Ástr- alíu síðla á sjötta áratugnum, til Queensland nánar tiltekið, og þar hófst tónlistarferill bræðranna. Reyndar má segja að hljómsveitin hafi veri í lægð lungann úr áttunda áratug síðustu aldar en með tilkomu diskótónlistar tókst bræðrun- um að blása nýju lífi í nánast kulnaðar glæður. Hljómsveitin varð þekkt fyrir þéttan, þríraddaðan söng en fyrstu árin sá Robin að mestu leyti um sönginn. Seint á áttunda áratugnum og á þeim níunda varð aðalsmerki hljómsveitarinnar falsetta Barrys og þéttur þríraddaður söngur bræðranna. Líkt við Bítlana Bræðrunum tókst ekki að hasla sér völl á tónlistarsvið- inu í Ástralíu og ákváðu þeir að flytja til Englands árið 1966. Áður en bræðurnir fluttu til Englands sendi faðir þeirra, Hugh Gibb, upptöku til Brians Epstein, umboðsmanns Bítl- anna. Brian kom upptökunni í hendur Roberts Stigwood sem leist vel á. Stigwood hafði síðar á orði að bræðurnir væru eftirtektar- verðustu nýliðar ársins 1967. Önnur smáskífa bræðranna, New York Mining Disaster 1941, var send til útvarps- stöðva með engum upplýsing- um öðrum en nafni lagsins. Margir skífuþeytarar töldu að um væri að ræða nýtt lag með Bítlunum og léku lagið í tíma og ótíma og komst það inn á topp 20 lagalista beggja vegna Atlantsála. En það varð þó ekki fyrr en með laginu Massachusetts sem ferill bræðranna tók stakkaskiptum fyrir alvöru. Skarð höggvið í Bee Gees Ferill Bee Gees var nánast óslitinn til ársins 2003 en 12. janúar 2003 lést Maurice úr hjartaslagi. Barry og Robin hugðust í fyrstu halda nafni Bee Gees og halda ótrauðir áfram en tóku síðan sinna- skiptum og urðu ásáttir um að Bee Gees sem hljómsveit ætti að tengjast bræðrunum þrem- ur, en ekki tveimur. Barry og Robin fetuðu að- skildar slóðir og gáfu út sóló- plötur, en komu fram endrum og sinnum saman. Þann 20. nóvember síðast- liðinn fregnaðist að Robin væri með lifrarkrabbamein. Falsettunum fækkar n Bræðurnir Barry, Robin og Maurice Gibb voru Bee Gees – Barry Gibb lifir bræður sína„Robert Stigwood hafði síðar á orði að bræðurnir væri eftir- tektarverðustu nýlið- ar ársins 1967. Helstu smellir Bee Gees n Massachusetts – 1. sæti, Bret- land, 1967 n I’ve Gotta Get A Message To You – 1. sæti , Bretland, 1968 n How Can You Mend A Broken Heart? – 1. sæti, Bandaríkin, 1971 n Jive Talkin’ - 1. sæti, Banda- ríkin, 1975 n How Deep Is Your Love? - 1. sæti, Bandaríkin, 1977 n Stayin’ Alive - 1. sæti, Bandaríkin, 1978 n Night Fever - 1. sæti, Banda- ríkin og Bretland, 1978 n Tragedy - 1. sæti, Bandaríkin og Bretland, 1979 n You Win Again - 1. sæti, Bret- land, 1987 Ungir að árum Bee Gees koma fram í hollenska sjónvarpinu 1968. The Bee Gees Barry, fremstur, hefur lifað alla bræður sína. Á hátindi diskótímabilsins Vinsældir Bee Gees gengu í endurnýjun lífdaga á áttunda áratug síðustu aldar. Ímyndaðu þér Nú er tækifæri til að upplifa John Lennon einu sinni enn og það í Gamla bíói. Just Imagine er ógleymanlegt ferðalag í gegnum tónlist og líf þessa stórkostlega listamanns. Myndir, vídeó og sögur spila stórt hlutverk en ekki síður tónlistin sem hljómsveit Tim Pipers flytur af mikilli snilld. Og ekki skemmir fyrir að Piper sjálfur þykir keimlíkur Lennon bæði í útliti og framkomu auk þess sem söng- röddin þykir nánast nákvæmlega eins. Ekki missa af gestasýning- unni Just Imagine frá Los Angeles – Eingöngu nokkrar sýningar! „Einelti hefði jafnvel drepið þessa mynd“ Bully (Grimmd) Lee Hirsch

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.