Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1961, Qupperneq 28
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM
leiðsluskýrslur eru t. d. ekki fyrir hendi hvað
viðvíkur listmunum né handunnum hlutum.
Mjög erfitt hefur og verið að upplýsa útgjöld
einstaklingu vegna ýmiss konar þjónustu.
Heildarniðurstöður töflunnar eru þær, að
einkaneyzla landsmanna hafi numið 3 533 mkr
árið 1957 og 4 096 mkr árið 1958. Til saman-
burðar má geta þess, að einkaneyzlan, fund-
in sem afgangsstærð eftir leiðum tekjufram-
talsaðferðarinnar, var 3 347 mkr og 3 788 mkr
hvort þessara ára. Þær niðurstöður eru því
lægri um 186 mkr og 308 mkr. Hafa mikilvæg-
ir leiðréttingaliðir, er komið hafa fram við
neyzlurannsóknina, þá þegar verið teknir með
í útreikningana frá teknahliðinni, svo sem
mismunur skattmetinnar og áætlaðrar leigu í
eigin húsnæði, og vinna við byggingu eigin
íbúða.
Mismunur sá, er eftir stendur og greint er
frá hér að ofan, á rót sína að rekja til fjöl-
margra atriða, sem ekki er fært að gefa tölu-
legt gildi, a. m. k. ekki að svo komnu máli.
En þessi atriði má flokka í höfuðdráttum
þannig: a) vantaldar tekjur á skattaframtöl-
um, b) þörf ítarlegra leiðréttinga á tekju- og
frádráttarliðum framtala til þess að niður-
itaðan samsvari tekjum af framleiðslustarf-
semi eða rekstri almennt, c) mismunur á mati
þeirra liða, sem ekki eru bein útgjöld, svo sem
neyzlu matvara af eigin framleiðslu, d) öll frá-
vik frá raunveruleikanum, er vera kunna í
niðurstöðum neyzlurannsóknarinnar, sökum
ófullnægjandi heimilda og grófra áætlunarað-
ferða við ákvörðun sumra liða.
Auk þessara meginatriða má bæta við, að
þær leiðréttingar, sem gerðar hafa verið við
niðurstöður framtala í heild, kunna að víkja
nokkuð frá því raunverulega innihaldi fram-
talanna, sem þeim er ætlað að leiðrétta. Þeg-
ar þess er gætt, að þessar tvær áætlanir um
neyzluna eru gerðar sín á hvorum grundvelli,
næstum alveg óháðar livor annarri, er eðli-
legt, að talsverðu muni. Það fyrirbæri þekkist
í hagskýrslum allra landa og oft birt tölulega
sem upphæð hagskýrslumisræmis (Statistical
discrepaiicy).
Ljúft er og skylt að geta þess, að fjölmörg
fyrirtæki, auk stofnana ríkis og sveitarfélaga,
hafa látið í té margháttaðar upplýsingar, veitt
aðgang að verðreikningum smum og fram-
leiðslureikningshaldi, og miðlað af reynslu
sinni með ýmsum hætti. An þessarar mikil-
vægu aðstoðar hefði ekki verið unnt að fram-
kvæma rannsókn þessa. Aðilar þessir eru fleiri
en svo, að fært sé að geta þeirra allra. Skulu
þeim öllum hér með tjáðar beztu þakkir.
Hinir ýmsu liðir meðfylgjandi skýrslna eru
byggðir á mörgum heimildum, og skiljanlega
mjög misjafnlega áreiðanlegum. Er því leitazt
við að gefa áreiðanleika þeirra til kynna í sér-
stökum dálki. Þetta er gert með þrenns kon-
ar einkunnum: A, B og C.
Þýðing þeirra er:
A: tölur byggðar á opinberum skýrslum,
B: tölur byggðar á nokkuð áreiðanlegum
áætlunum,
C: tölur byggðar á lauslegum áætlunum.
Línur voru merktar B, jafnvel þótt magn
væri fengið samkvæmt opinberum skýrslum,
ef verð var fengið samkvæmt sýnishornum
verðreikninga, og ef sameina varð mismunandi
verðflokka, t. d. pakkaðar og ópakkaðar vör-
ur, til þess að fá heildarniðurstöður.
Athygli skal sérstaklega vakin á eftirfarandi
atriðum:
A) Sú athugun, sem hér er gerð á neyzlu
einstaklinga, er ekki fyllilega sambærileg við
sams konar athugun í öðrum löndum, einkum
í tvennu:
1) Ilúsaleigukostnaður.
I ýmsum löndum öðrum er raunveruleg
húsaleiga svo nærri hinni lögleyfðu, að rétt
þykir að meta húsaleigu samkvæmt fyrir-
mælum leigulaganna. Húsaleiga hér á
26