Fréttablaðið - 06.12.2014, Page 2

Fréttablaðið - 06.12.2014, Page 2
6. desember 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2 FRÉTTIR GLEÐIFRÉTTIN Ólöf Nordal, nýr innan- ríkisráðherra, kvaðst reiðubúin í ráðherrastól þrátt fyrir erfi ð veikindi fyrir skömmu. Skipun Ólafar í embættið kom þingmönnum Sjálfstæðisfl okksins á óvart. Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri benti á að græða þyrft i upp yfi r milljón hektara lands. Hann sagði umræðuna um að stöðva jarðvegs- eyðinguna hafa gleymst. FIMM Í FRÉTTUM NÝR RÁÐHERRA OG ÞAKKLÆTI Kærleikskúla ársins var afhent við hátíðlega athöfn í Listasafni Reykjavíkur á miðvikudag. Kúlan ber nafnið Mandarína og er eftir Davíð Örn Halldórs- son. Kúlan er seld til styrktar Reykjadal, sem rekur sumarbúðir og helgardvöl fyrir fötluð börn og unglinga. Handhafar kærleikskúlunnar í ár eru systurnar Snædís Rán og Áslaug Ýr Hjartardætur. Þær hafa þrátt fyrir ungan aldur verið virkar í rétt- indabaráttu fatlaðs fólks, meðal annars skrifað greinar, komið fram í fjölmiðlum og notað samfélagsmiðla til þess að vekja athygli á bar- áttu sinni. „Þannig hafa þær verið fötluðu fólki mikilvæg hvatning og fyrirmyndir og eiga án efa eftir að verða enn öflugri á næstu árum,“ segir í tilkynningu en kærleikskúlan verður seld til 19. desember í ýmsum verslunum. Systur fengu kærleikskúluna ÚKRAÍNA Mikil átök hafa verið í úkraínsku borginni Dónetsk undan- farna mánuði og fulltrúar deiluaðila eiga nú í viðræðum um vopna- hléssamkomulag sem myndi ná til Dónetsk-héraðs. Mikil átök hafa geisað í kringum flugvöllinn í borginni síðustu daga. Fulltrúar Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu stýrðu friðarvið- ræðunum, en stofnunin hefur fylgst náið með ástandinu í Úkraínu allt frá því að átök hófust þar í apríl síðastliðinn. Samið var um vopnahlé í september en það hefur ítrekað verið brotið. Hafa rúmlega þúsund manns látist síðan og fjölmargir særst. - glp Enn er barist í Úkraínu en menn njóta friðarins á milli: Stund milli stríða í Dónetsk FISKVEIÐI Menn veiða sér í soðið í austurhluta Dónetsk. Mikil átök hafa verið í borginni að undanförnu. NORDICPHOTOS/AFP Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, gagnrýndi tillögu fj árlaga- nefndar Alþingis um að hækka almannatrygginga- bætur um þrjú prósent en ekki 3,5 prósent eins og til stóð. Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mann- réttindaskrifstofu Íslands, sagði að skoða þyrft i betur hvers vegna innfl ytjendum reyndist erfi tt að fá menntun sína metna. ➜ Sebastian Andrzej Golab, Pólverjinn sem var stunginn með hnífi í hjartað, lýsti yfi r þakklæti til læknanna sem björguðu lífi hans. Hann ætlar nú að lifa lífi nu á annan hátt. LÖGREGLUMÁL Lögfræðingar Umhverfisstofnunar áttu fund með embættum Sérstaks sak- sóknara og Ríkissaksóknara í vikunni. Tilgangur fundarins var að ræða um umhverfisbrot með auðgunarásetningi. Fulltrúar Umhverfisstofnunar kynntu þá málaflokka sem heyra undir stofnunina, nýmæli í lög- gjöf og fóru yfir helstu mál sem komið hafa upp síðustu misseri. Fundarmenn voru einhuga um mikilvægi þess að umhverfisbrot hljóti aukið vægi og lýstu yfir vilja til frekara samstarfs. - shá Saksóknarar funda með UST: Leggja áherslu á umhverfisbrotin STJÓRNSÝSLA Starfsmenn Fiski- stofu sendu Sigurði Inga Jóhanns- syni sjávarútvegsráðherra bréf í gær og óskuðu upplýsinga um áætlaðan kostnað við flutning höfuðstöðva Fiskistofu til Akur- eyrar. Einnig vilja þeir að ráð- herra vísi í gögn til stuðnings fullyrðingum um að viðlíka flutn- ingur stofnana í Noregi hafi orðið til þess að þær blómstruðu. „Jafnframt ítrekum við starfs- menn Fiskistofu rúmlega þriggja vikna gamla beiðni um fund full- trúa okkar með ráðherra,“ segir í bréfinu. - gar Fiskistofumenn vilja svör: Hvað kostar flutningurinn? STJÓRNSÝSLA Á meðan Ólöf Nor- dal tók formlega við sem nýr inn- anríkisráðherra á Bessastöðum barst bæjarstjóranum á Horna- firði, Birni Inga Jónssyni, til- kynning um nýja reglugerð um að sveitar félagið Hornafjörður teld- ist til umdæmis lögreglustjórans á Austurlandi. Með ákvörðun sinni ákvað þáverandi dómsmálaráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, að lögreglan á Höfn yrði áfram í hans kjördæmi, Norðausturkjördæmi. Þannig stöðvaði ráðherrann áform um flutning lögregluembættisins yfir í Suðurkjördæmi. Reglugerðin var síðasta verk Sig- mundar Davíðs sem dómsmála- ráðherra. „Ég trúði ekki eigin augum, ég hugsaði með mér að þetta hlyti að vera prentvilla,“ segir Björn Ingi Jónsson. Undirbúningur að því að flytja lögregluna á Höfn í Suðurkjör- dæmi hefur staðið yfir síðan í sumar og var kominn á lokastig. Flutningurinn var áætlaður um áramót og var tilkominn vegna frumkvæðis frá innanríkisráðu- neytinu. Nýja reglugerðin kom sveitar- stjórn Hornafjarðar og öllum í Sam- tökum sunnlenskra sveitarfélaga því á óvart, að sögn Björns Inga. „Í sumar var óskað sérstaklega yfir því að sveitarfélagið lýsti því yfir hvernig það sæi fyrir sér framtíð löggæslu. Eftir að þess var óskað fórum við í þá vinnu og kynntum niðurstöðuna, sem var sú að það væri langeðlilegast að lög- gæsla fylgi kjördæma mörkum. Það átti að taka tillit til okkar óska,“ segir bæjarstjórinn. Búið var að fastsetja vaktir lög- reglu og hjúkrunarfólks, lögreglu- stjóri Suðurlands heimsótti bæjar- stjóra og bæjarstjórn í haust og ræddi fyrirkomulagið, skipurit, almannavarnir og fleira varðandi löggæsluna. „Um miðjan desember á ég svo boðaðan fund með lögreglustjór- anum sem ætlaði að hitta alla framkvæmdastjóra sveitarfélaga í sínu umdæmi,“ segir Björn Ingi. „Sigmundur Davíð setur svo reglu- gerð sem gengur þvert á það sem búið er að tala um undan farnar vikur og algerlega án nokkurs samráðs, tíu mínútum áður en hann missir valdið. Þetta eru vinnubrögð sem eiga ekki að eiga sér stað nú á árinu 2014. Það er mjög erfitt að túlka gjörninginn öðruvísi en að það hafi verið ein- hver þrýstingur.“ Björn Ingi skrifaði strax bréf til þingmanna og nýs innanríkis- ráðherra, Ólafar Nordal, og rekur hann málavexti. Meðal annars segir hann frá því að ráðuneytið hafi óskað eftir skoðun sveitarfélags- ins á framtíðarskipulagi lögreglu- umdæmisins. Bæjarráð Hornafjarðar hefur tekið undir sjónarmið sem fram komu á fundi Samtaka sveitar- félaga á Suðurlandi, að hags- munum sveitarfélagsins verði best borgið með því að skipan lögreglu- mála fylgi kjördæmismörkum. „Við vorum fullvissuð um að hlustað yrði á afstöðu okkar. Við fengum fregnir af því að við ættum að fara að skipuleggja flutning á Suðurland og höfðum enga ástæðu til að ætla annað,“ segir Björn Ingi sem fer fram á að þingmenn beiti sér í því að þessi ákvörðun verði endurskoðuð. Unnur Brá Konráðsdóttir, þing- kona Sjálfstæðisflokks í Suður- kjördæmi, deilir á forsætisráð- herra. „Þetta er ákvörðun sem gengur gegn allri vinnu sem unnin hefur verið, hann þarf að útskýra hana.“ kristjanabjorg@frettabladid.is Flutningur lögreglu stöðvaður á lokadegi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ákvað á síðasta degi sínum sem dómsmálaráðherra að lögregluembættið á Höfn skyldi vera áfram í hans eigin kjör- dæmi en ekki í Suðurkjördæmi. Bæjarstjórinn á Höfn trúir ekki eigin augum. Sig mundur Davíð setur svo reglugerð sem gengur þvert á það sem búið er að tala um undanfarnar vikur og algerlega án nokkurs samráðs, tíu mínútum áður en hann missir valdið. Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar. UNNUR BRÁ KONRÁÐSDÓTTIR SÍÐASTA EMBÆTTISVERKIÐ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson lét dómsmálin í hendur Ólafar Nordal á fimmtudag. Þá um dag- inn var tilkynnt um færslu lögreglunnar á Hornafirði í Norðausturkjördæmi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.