Fréttablaðið - 06.12.2014, Síða 6

Fréttablaðið - 06.12.2014, Síða 6
6. desember 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 FISKELDI Umhverfisstofnun hefur veitt Matorku ehf. starfsleyfi vegna fiskeldisstöðvar að Fells- múla í Landsveit. Matorka má framleiða allt að 350 tonn saman- lagt af bleikju- og borraseiðum en leyfi gildir ekki til slátrunar. Fiskeldið í Fellsmúla mun sam- kvæmt umsókn ekki valda fækk- un tegunda í lífríki Minnivalla- lækjar. Ekki er talin hætta á að fiskur sleppi úr eldinu því setþró sé þannig að eingöngu yfirfall fari út í lækinn og renni í um ristar. - shá Segja lífríki ekki í hættu: Ala 350 tonn af bleikju og borra Fjölvítamín frá náttúrunnar hendi Jóladagatal Miðborgarinnar okkar VIÐSKIPTI Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að framkvæmdanefnd um afnám fjármagnshafta myndi skila full- mótuðum tillögum í þessari viku. Samkvæmt heimildum upplýs- ingum fréttastofu hefur þessum tillögum nú verið skilað. Slita- stjórnir Glitnis, Kaupþings og Landsbankans hafa verið boðaðar á fund á Grand hóteli á þriðjudag með framkvæmdanefnd um afnám fjármagnshafta. Á meðal þess sem framkvæmda- nefndin leggur til er tillaga um flatan útgönguskatt á allt fjár- magn í eigu slitabúanna, sam- kvæmt upplýsingum fréttastofu. Nefndur hefur verið 35 prósenta flatur skattur á fjármagn í eigu slitabúanna en sú tala hefur þó ekki fengist staðfest. Þá verða kynntar hug myndir um framtíðareignarhald á Íslandsbanka og Arion banka, sem í dag eru báðir í eigu erlendra kröfuhafa, það er slitabúa Glitnis annars vegar og Kaupþings hins vegar. Fundurinn með slitabúum föllnu bankanna og undanþágan sem slita bú Landsbankans fékk til að greiða forgangskröfuhöfum vegna Icesave þykir vera til marks um að hjólin séu raunverulega farin að snúast þegar kemur að afnámi fjármagnshafta. - þþ Ráðgjafar ríkisstjórnarinnar hafa skilað tillögum að fullbúnum hugmyndum um afnám fjármagnshafta: Boða slitastjórnir föllnu bankanna á fund BOÐAR TIL FUNDAR Bjarni Benedikts- son segir tillögurnar fullmótaðar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Save the Children á Íslandi KJARAMÁL „Vinnuálagið er orðið óeðlilega mikið,“ segir nýr for- maður Sjómannasambands Íslands, Valmundur Valmunds- son. Óviðunandi aðstæður sjó- manna voru ræddar á þingi Sjó- mannasambands Íslands sem sett var á fimmtudag, þar á meðal ónóg hvíld sjómanna. „Hvíldarákvæði kjarasamn- inga eru brotin, við fréttum af því oftar en áður að sjómenn fái ekki þá sex tíma samfleyttu hvíld sem þeim er tryggð sam- kvæmt lögum,“ segir Valmundur. Hann segir mannfæð um að kenna og hefur miklar áhyggjur af aukinni slysahættu. „Það er okkar mat að slysahætta eykst og það er mikið áhyggjuefni. Ef hvíldina vantar þá býður það hættunni heim.“ Valmundur tekur við af Sævari Gunnarssyni sem hefur verið formaður Sjómannasambands- ins í 20 ár. Hann stundaði sjó- mennsku í 33 ár en lét af henni fyrir fjórum árum. Áður var Valmundur formaður Sjómanna- félagsins Jötuns í Vestmanna- eyjum. Hann segir sjómenn lang- þreytta á aðstæðum sínum, þá helst vinnuálagi og fámenni á sumum fiskiskipum. Þeir hafi verið án kjarasamnings í fjögur ár. „Það hefur bitnað á okkur að enn hefur ekki verið lagt fram nýtt frumvarp um stjórn fisk- veiða. Það hefur ekki verið vilji til að ræða við okkur um kjör um langa hríð vegna breytinga í útgerðinni. Það er fráleitt því það er um margt annað að semja,“ segir Valmundur. - kbg Nýr formaður Sjómannasambandsins hefur áhyggjur af slysahættu: Sjómenn fá ekki sex tíma hvíld ÞINGEYJARSVEIT Sveitarstjórn Þing- eyjarsveitar ákvað á aukafundi á fimmtudaginn að grunnskólastig Þingeyjarskóla yrði sameinað á einum stað frá og með 1. ágúst á næsta ári. Ákvað sveitarstjórn að skólinn yrði staðsettur í húsnæði Hafralækjarskóla og loka skóla- haldi í Litlulaugaskóla. Þrjár skýrslur voru gerðar um skólahald í Þingeyjarsveit og hafa verið harðar deilur í sveitarfé- laginu allt frá því það var stofnað. Þingeyjarskóli var sameinaður í eina stofnun með starfsstöðvar á tveimur stöðum, annars vegar í Hafralækjarskóla og hins vegar í Litlulaugaskóla. Um fjörutíu börn eru á hvorum stað og mikill sparnaður á að nást með lokun Litlulaugaskóla. Upp- sagnir eru óumflýjanlegar, að mati Margrétar Bjarnadóttur, varaodd- vita Þingeyjarsveitar. Einnig hefur meirihluti sveitar- stjórnar sent bréf til íbúa þar sem færð eru rök fyrir ákvörðuninni. „Okkur er ljóst að þetta er sárs- aukafull og erfið ákvörðun en aldrei er hægt að gera öllum til hæfis. Það verða alltaf ein hverjir sem hafa aðrar skoðanir og sýn á málin og vilja að önnur leið sé farin,“ segir Margrét. Í Þingeyjarsveit eru um 900 íbúar og skólahald því mjög stór hluti af rekstri bæjarfélagsins. Til marks um það töldu þrír af sjö sveitarstjórnarfulltrúum sig vera vanhæfa á fundinum á fimmtudag. Þurfti því að kalla inn þrjá vara- menn til að geta tekið ákvörðunina. Ragnar Bjarnason, oddviti minnihlutans í sveitarstjórn Þing- eyjarsveitar, telur þetta sýna að sveitarfélagið sé of lítið til að sinna þessu stóra máli. Þá telur hann engin fagleg rök fyrir staðarvali meirihlutans. „Við vitum það að málefni skól- anna þarf að klára en það sem ég gagnrýni, og almenningur einnig, er hvernig vinnubrögðin við þessa ákvörðun eru,“ segir Ragnar sem kveður engin rök vera sett fram. „Menn telja að ákvörðunin hafi verið tekin fyrir löngu síðan. Þetta lítur út eins og að leikrit hafi verið sett upp.“ Mikill hiti er í bæjarbúum sem telja sig hafa verið svikna og að meirihluti sveitarstjórnar hafi haldið illa á málinu, sem skipti gríðar lega miklu máli fyrir lítið sveitarfélag eins og Þingeyjar- sveit er. Ekki náðist í Arnór Benónýsson oddvita við vinnslu fréttarinnar. Hann mun hafa talið sig vanhæfan við afgreiðslu málsins eins og tveir aðrir í sveitarstjórninni. sveinn@frettabladid.is Þrír af sjö vanhæfir til að loka skólanum Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar tók þá ákvörðun að loka Litlulaugaskóla og færa starfsemina í Hafralækjarskóla. Íbúar afar ósáttir við ákvörðun sveitarstjórnar. Þrír sveitarstjórnarmenn, þar með talinn oddvitinn, töldu sig vanhæfa í málinu. SVEITARSTJÓRNARFUNDUR Íbúar Þingeyjarsveitar telja sveitarstjórn hafa haldið illa á málinu. MYND/HERMANN Menn telja að ákvörð- unin hafi verið tekin fyrir löngu síðan. Þetta lítur út eins og að leikrit hafi verið sett upp. Ragnar Bjarnason, oddviti minnihlutans í sveitarstjórn Þingeyjarsveitar. BARÁTTA FRAMUNDAN Sjómenn hafa verið án kjarasamninga í fjögur ár og útvegsmönnum hefur þótt lítið tilefni til þess að setjast að samningaborðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.