Fréttablaðið - 06.12.2014, Síða 10
6. desember 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR |
Það er orðið dálítið
síðan við gátum skotið á
loft einhverju af þessari
stærðargráðu.
Chris Tarkinton,
sem fylgdist með geimskotinu í gær.
10
VÍSINDI, AP Charles Bolden, yfir-
maður hjá NASA, sagði geimskot-
ið í gær marka upphafið að nýju
tímabili langferða út í geiminn.
Risinn væri „fyrsti dagur Mars-
tímaskeiðsins“.
Bandaríska geimferðastofn unin
NASA skaut geimfarinu Orion út
í geiminn snemma morguns, en
ferðin var stutt því fjórum og
hálfum klukkutíma síðar hafnaði
farið í Kyrrahafinu skammt vestur
af Mexíkóströnd Kaliforníuskaga.
„Mjög spennandi,“ sagði Mark
Geyer, sem hafði umsjón með
geimskotinu. „Við eigum samt enn
langt í land.“
Um þessar mundir eru 42 ár
síðan NASA sendi síðast út í geim-
inn mannað geimfar til tunglsins.
Það var geimfarið Apollo 17 sem
skotið var á loft í desember árið
1972.
Eftir það hafa geimfarar ekki
farið lengra en á braut umhverfis
jörðu. Þrjú ár eru svo síðan NASA
hætti að senda á loft geimskutl-
urnar, sem meðal annars gegndu
því hlutverki að flytja geimfara til
alþjóðlegu geimstöðvarinnar.
Tilraunaskotið í gær var gert til
undirbúnings mönnuðum geim-
ferðum lengra út í geiminn á ný.
Smíði næsta Orion-geimfars er
þegar hafin hjá Lockheed Martin-
verksmiðjunum. Stefnt er að því að
fjöldi slíkra geimfara verði smíð-
aður á næstu árum, og á endanum
vonast NASA til þess að geta sent
menn alla leið til reikistjörnunnar
Mars með einu slíku farartæki.
Einnig á að vera hægt að nota
þetta geimfar til að senda menn
til að kanna smástirni af ýmsu
tagi langt úti í geimnum. Ekki er
þó reiknað með að senda menn út
í geiminn með Orion-fari fyrr en
árið 2021.
Upphaflega átti að skjóta farinu
á loft á fimmtudaginn, en fresta
þurfti því vegna veðurs og tækni-
legra vandkvæða. Allt gekk þó að
óskum í gær.
Andrúmsloftið við Kennedy-
geimferðastöðina á Canaveral-
höfða í gær minnti töluvert á fyrri
tíma þegar geimskutlum var skot-
ið á loft. Fjöldi fólks flykktist að til
að fylgjast með skotinu.
„Það er orðið dálítið síðan við
gátum skotið á loft einhverju af
þessari stærðargráðu,“ segir Chris
Tarkinton, einn þeirra sem stóðu
og horfðu á. gudsteinn@frettabladid.is
NASA hefur undirbúning
að ferðum manna til Mars
NASA skaut í gær upp ómannaða tilraunageimfarinu Orion til undirbúnings frekari ferðalögum manna út í
geim. 42 ár eru frá því NASA sendi síðast geimfar ætlað mönnum lengra út í geiminn en á sporbraut um jörðu.
GEIMSKOTIÐ
HEPPNAÐIST
Allt fór eins og
til var ætlast
þegar Orion var
skotið á loft frá
Canaveral-höfða
í gær. Fjórum
og hálfum
tíma síðar
hafnaði farið í
Kyrrahafinu út
af Mexíkóströnd
Kaliforníuskaga.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
FRAKKLAND, AP Hundruð manna,
sem lifðu af helför þýskra nasista
gegn gyðingum og fleiri minni-
hlutahópum, fá skaðabætur úr
bandarísk-frönskum sjóði.
Flestir eru þeir sem fá greitt úr
sjóðnum bandarískir ríkisborg-
arar sem franska lestarfyrirtækið
SNCF flutti í útrýmingarbúðir.
Þetta varð niðurstaða í dóms-
máli gegn SNCF, sem vonast til
þess að fá verktakasamninga í
Bandaríkjunum. Vegna þátttöku
SNCF í stríðsglæpum nasista á
árum seinni heimsstyrjaldarinn-
ar hafa bandarískir þingmenn
verið á móti því að fá fyrirtækinu
verkefni í Bandaríkjunum. - gb
Eftirlifendur helfararinnar:
Hundruð fá
skaðabætur
SJÁVARÚTVEGUR Nýtt met hefur
verið slegið í lönduðum bolfisk-
afla í Djúpavogshöfn eftir að
löndunartölur nóvembermánaðar
lágu fyrir, en fyrra metið var frá
árinu 2007 og hefur nú verið bætt
um sex tonn.
Samtals hefur verið landað
10.497 tonnum, og segir í frétt
á heimasíðu sveitarfélagsins að
landað hafi verið á staðnum nán-
ast upp á hvern einasta dag frá
því í september. Alls var 7.446
tonnum landað á þessum þremur
mánuðum.
Sem fyrr segir var gamla metið
sett árið 2007 þegar 10.491 tonni
var landað. - shá
Landanir upp á hvern dag:
Metafli á land
á Djúpavogi
GAMLIR GLÆPIR Francois Hollande
Frakklandsforseti við minnismerki um
helförina í Drancy, einu úthverfa Parísar.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
DJÚPIVOGUR Blikur eru á lofti vegna
fráhvarfs Vísis hf. FRÉTTABLAÐIÐ/JSE
IÐNAÐUR Rio Tinto Alcan á Íslandi
hefur komist að samkomulagi við
Landsvirkjun um að fá að skila
35 megavöttum af raforku sem
álframleiðandinn getur ekki notað.
Einnig þarf álverið að greiða
Landsvirkjun 17 milljónir Banda-
ríkjadala, jafnvirði 2,1 millj-
arðs króna, vegna kostnaðarins
sem það hafði í för með sér fyrir
Landsvirkjun að reisa Búðarháls-
virkjun fyrr en þörf krafði.
Landsvirkjun og Rio Tinto gerðu
árið 2010 rafmagnssamning sem
nær til ársins 2036. Í kjölfarið
reisti Landsvirkjun Búðarháls-
virkjun til að efna samninginn en
hann átti að mæta aukinni orku-
þörf Rio Tinto sem ætlaði þá að
auka framleiðslugetu álversins í
Straumsvík um tuttugu prósent.
Einungis tókst að auka framleiðsl-
una um átta prósent og álverið
hefur af þeim sökum ekki fullnýtt
þá orku sem samið var um.
Samkvæmt nýja samkomu-
laginu hefur álverið í nokkur ár
möguleika á að endurheimta orku
í samræmi við þarfir, upp að 422
megavöttum, en fyrirtækið leitar
enn leiða til að auka framleiðsluna.
„Landsvirkjun fagnar sam-
komulaginu, en með því er greitt
úr ófyrirséðum vandamálum sem
upp komu við fjárfestingarverk-
efni Rio Tinto Alcan. Samkomu-
lagið grundvallast á langvarandi
viðskiptasambandi fyrirtækjanna
sem og virðingu fyrir gagnkvæm-
um viðskiptahagsmunum,“ segir
Hörður Arnarson, forstjóri Lands-
virkjunar. - hg
Samkomulag gerir Rio Tinto Alcan á Íslandi kleift að skila 35 megavöttum af raforku til Landsvirkjunar:
Þarf að greiða Landsvirkjun tvo milljarða
ÁLVERIÐ Í STRAUMSVÍK Rio Tinto
Alcan réðst í 60 milljarða króna fjár-
festingarverkefni árið 2010.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
www.volkswagen.is
Volkswagen atvinnubílar
Einstakt
tækifæri
Nú í desember gefst einstakt tækifæri til að
kaupa sýningar- og reynsluakstursbíla
hjá VW atvinnubílum á góðum kjörum.
Kynntu þér málið hjá
sölufulltrúum okkar
á Laugavegi 174.
Atvinnubílar
Til afgreiðslu strax
Takmarkað magn