Fréttablaðið - 06.12.2014, Síða 10

Fréttablaðið - 06.12.2014, Síða 10
6. desember 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | Það er orðið dálítið síðan við gátum skotið á loft einhverju af þessari stærðargráðu. Chris Tarkinton, sem fylgdist með geimskotinu í gær. 10 VÍSINDI, AP Charles Bolden, yfir- maður hjá NASA, sagði geimskot- ið í gær marka upphafið að nýju tímabili langferða út í geiminn. Risinn væri „fyrsti dagur Mars- tímaskeiðsins“. Bandaríska geimferðastofn unin NASA skaut geimfarinu Orion út í geiminn snemma morguns, en ferðin var stutt því fjórum og hálfum klukkutíma síðar hafnaði farið í Kyrrahafinu skammt vestur af Mexíkóströnd Kaliforníuskaga. „Mjög spennandi,“ sagði Mark Geyer, sem hafði umsjón með geimskotinu. „Við eigum samt enn langt í land.“ Um þessar mundir eru 42 ár síðan NASA sendi síðast út í geim- inn mannað geimfar til tunglsins. Það var geimfarið Apollo 17 sem skotið var á loft í desember árið 1972. Eftir það hafa geimfarar ekki farið lengra en á braut umhverfis jörðu. Þrjú ár eru svo síðan NASA hætti að senda á loft geimskutl- urnar, sem meðal annars gegndu því hlutverki að flytja geimfara til alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Tilraunaskotið í gær var gert til undirbúnings mönnuðum geim- ferðum lengra út í geiminn á ný. Smíði næsta Orion-geimfars er þegar hafin hjá Lockheed Martin- verksmiðjunum. Stefnt er að því að fjöldi slíkra geimfara verði smíð- aður á næstu árum, og á endanum vonast NASA til þess að geta sent menn alla leið til reikistjörnunnar Mars með einu slíku farartæki. Einnig á að vera hægt að nota þetta geimfar til að senda menn til að kanna smástirni af ýmsu tagi langt úti í geimnum. Ekki er þó reiknað með að senda menn út í geiminn með Orion-fari fyrr en árið 2021. Upphaflega átti að skjóta farinu á loft á fimmtudaginn, en fresta þurfti því vegna veðurs og tækni- legra vandkvæða. Allt gekk þó að óskum í gær. Andrúmsloftið við Kennedy- geimferðastöðina á Canaveral- höfða í gær minnti töluvert á fyrri tíma þegar geimskutlum var skot- ið á loft. Fjöldi fólks flykktist að til að fylgjast með skotinu. „Það er orðið dálítið síðan við gátum skotið á loft einhverju af þessari stærðargráðu,“ segir Chris Tarkinton, einn þeirra sem stóðu og horfðu á. gudsteinn@frettabladid.is NASA hefur undirbúning að ferðum manna til Mars NASA skaut í gær upp ómannaða tilraunageimfarinu Orion til undirbúnings frekari ferðalögum manna út í geim. 42 ár eru frá því NASA sendi síðast geimfar ætlað mönnum lengra út í geiminn en á sporbraut um jörðu. GEIMSKOTIÐ HEPPNAÐIST Allt fór eins og til var ætlast þegar Orion var skotið á loft frá Canaveral-höfða í gær. Fjórum og hálfum tíma síðar hafnaði farið í Kyrrahafinu út af Mexíkóströnd Kaliforníuskaga. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FRAKKLAND, AP Hundruð manna, sem lifðu af helför þýskra nasista gegn gyðingum og fleiri minni- hlutahópum, fá skaðabætur úr bandarísk-frönskum sjóði. Flestir eru þeir sem fá greitt úr sjóðnum bandarískir ríkisborg- arar sem franska lestarfyrirtækið SNCF flutti í útrýmingarbúðir. Þetta varð niðurstaða í dóms- máli gegn SNCF, sem vonast til þess að fá verktakasamninga í Bandaríkjunum. Vegna þátttöku SNCF í stríðsglæpum nasista á árum seinni heimsstyrjaldarinn- ar hafa bandarískir þingmenn verið á móti því að fá fyrirtækinu verkefni í Bandaríkjunum. - gb Eftirlifendur helfararinnar: Hundruð fá skaðabætur SJÁVARÚTVEGUR Nýtt met hefur verið slegið í lönduðum bolfisk- afla í Djúpavogshöfn eftir að löndunartölur nóvembermánaðar lágu fyrir, en fyrra metið var frá árinu 2007 og hefur nú verið bætt um sex tonn. Samtals hefur verið landað 10.497 tonnum, og segir í frétt á heimasíðu sveitarfélagsins að landað hafi verið á staðnum nán- ast upp á hvern einasta dag frá því í september. Alls var 7.446 tonnum landað á þessum þremur mánuðum. Sem fyrr segir var gamla metið sett árið 2007 þegar 10.491 tonni var landað. - shá Landanir upp á hvern dag: Metafli á land á Djúpavogi GAMLIR GLÆPIR Francois Hollande Frakklandsforseti við minnismerki um helförina í Drancy, einu úthverfa Parísar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DJÚPIVOGUR Blikur eru á lofti vegna fráhvarfs Vísis hf. FRÉTTABLAÐIÐ/JSE IÐNAÐUR Rio Tinto Alcan á Íslandi hefur komist að samkomulagi við Landsvirkjun um að fá að skila 35 megavöttum af raforku sem álframleiðandinn getur ekki notað. Einnig þarf álverið að greiða Landsvirkjun 17 milljónir Banda- ríkjadala, jafnvirði 2,1 millj- arðs króna, vegna kostnaðarins sem það hafði í för með sér fyrir Landsvirkjun að reisa Búðarháls- virkjun fyrr en þörf krafði. Landsvirkjun og Rio Tinto gerðu árið 2010 rafmagnssamning sem nær til ársins 2036. Í kjölfarið reisti Landsvirkjun Búðarháls- virkjun til að efna samninginn en hann átti að mæta aukinni orku- þörf Rio Tinto sem ætlaði þá að auka framleiðslugetu álversins í Straumsvík um tuttugu prósent. Einungis tókst að auka framleiðsl- una um átta prósent og álverið hefur af þeim sökum ekki fullnýtt þá orku sem samið var um. Samkvæmt nýja samkomu- laginu hefur álverið í nokkur ár möguleika á að endurheimta orku í samræmi við þarfir, upp að 422 megavöttum, en fyrirtækið leitar enn leiða til að auka framleiðsluna. „Landsvirkjun fagnar sam- komulaginu, en með því er greitt úr ófyrirséðum vandamálum sem upp komu við fjárfestingarverk- efni Rio Tinto Alcan. Samkomu- lagið grundvallast á langvarandi viðskiptasambandi fyrirtækjanna sem og virðingu fyrir gagnkvæm- um viðskiptahagsmunum,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Lands- virkjunar. - hg Samkomulag gerir Rio Tinto Alcan á Íslandi kleift að skila 35 megavöttum af raforku til Landsvirkjunar: Þarf að greiða Landsvirkjun tvo milljarða ÁLVERIÐ Í STRAUMSVÍK Rio Tinto Alcan réðst í 60 milljarða króna fjár- festingarverkefni árið 2010. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA www.volkswagen.is Volkswagen atvinnubílar Einstakt tækifæri Nú í desember gefst einstakt tækifæri til að kaupa sýningar- og reynsluakstursbíla hjá VW atvinnubílum á góðum kjörum. Kynntu þér málið hjá sölufulltrúum okkar á Laugavegi 174. Atvinnubílar Til afgreiðslu strax Takmarkað magn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.